Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
http://www.raspberrypi.org/raspberry-pi-2-on-sale/
Með ágætis spec
A 900MHz quad-core ARM Cortex-A7 CPU (~6x performance)
1GB LPDDR2 SDRAM (2x memory)
Complete compatibility with Raspberry Pi
Windows 10 útgáfa frí fyrir nýja Raspberry
http://dev.windows.com/en-us/featured/r ... pi2support
Með ágætis spec
A 900MHz quad-core ARM Cortex-A7 CPU (~6x performance)
1GB LPDDR2 SDRAM (2x memory)
Complete compatibility with Raspberry Pi
Windows 10 útgáfa frí fyrir nýja Raspberry
http://dev.windows.com/en-us/featured/r ... pi2support
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Úúú... Æðislegt. Maður þarf að tékka betur á þessu.
Væri gaman að uppfæra PIið sitt í þetta. Vonandi eru þeir hættir að láta netkortið fara í gegnum USB bus-inn og komnir með almennilegt netkort.
Væri gaman að uppfæra PIið sitt í þetta. Vonandi eru þeir hættir að láta netkortið fara í gegnum USB bus-inn og komnir með almennilegt netkort.
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
dori skrifaði:Vonandi eru þeir hættir að láta netkortið fara í gegnum USB bus-inn og komnir með almennilegt netkort.
Þá væri eitthvað um þá breytingu í tilkynningunni held ég, gef því 0% líkur.
Eina skráða breytingin á milli B+ og 2.0 er þessi betri örgjörvi og tvöfalt RAM sem þeir tróðu á sama borð.
Modus ponens
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Jamm, ég var ekki búinn að lesa alla síðuna en eftir að ég kynnti mér það sá ég að það er sama system þarna.
Flott uppfærsla náttúrulega fyrir alls konar sem maður gæti viljað nota PI í en ég er ekki að fara að hlaupa til að uppfæra Bið mitt fyrir þetta.
Flott uppfærsla náttúrulega fyrir alls konar sem maður gæti viljað nota PI í en ég er ekki að fara að hlaupa til að uppfæra Bið mitt fyrir þetta.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Búinn að panta og fæ vonandi afhent í vikunni! Mjög spenntur, búinn að vera að bíða eftir þessu.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Hvað eru menn að nota þetta helst í?
Have spacesuit. Will travel.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
gunnji skrifaði:Búinn að panta og fæ vonandi afhent í vikunni! Mjög spenntur, búinn að vera að bíða eftir þessu.
Hvaðan var pantað og hvað var þetta mikið í heildina?
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Þetta er Windows 10 IoT útgafa, þannig að ekki búast við að þetta keyri Windows með gluggaumhverfi. Það er deploy frá Visual Studio á þetta í gegnum netið.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Búinn að panta
Ætla að prófa þetta sem thin client því mig vantar vafrtölvu fyrir konuna.
Ætla að prófa þetta sem thin client því mig vantar vafrtölvu fyrir konuna.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 215
- Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
- Reputation: 13
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
audiophile skrifaði:Hvað eru menn að nota þetta helst í?
Ég er með einn undir HTTP vefþjón (er á stefnuskránni að fá mér SSL certificate og læra að gera hann að HTTPS) og einn undir XBMC tengdan við sjónvarpið.
slapi skrifaði:Búinn að panta
Ætla að prófa þetta sem thin client því mig vantar vafrtölvu fyrir konuna.
Ég er mjög spenntur einmitt fyrir þessu! Sérstaklega eftir að ég sá þetta vídjó. Uppfærði örgjörvinn og auka minnið ætti núna betur að ráða við JavaScriptið og líka bara við X gluggakerfið í heild sinni. Held að þetta verði snilld!
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
zedro skrifaði:gunnji skrifaði:Búinn að panta og fæ vonandi afhent í vikunni! Mjög spenntur, búinn að vera að bíða eftir þessu.
Hvaðan var pantað og hvað var þetta mikið í heildina?
Pantaði af þeim hjá RS, Það voru til tugi þúsunda stk. þegar ég pantaði. Búið að vera svo brjálað að gera hjá þeim að ég hef fengið 2 e-mail sem afsaka seinkun og að vinnsla pantana sé í fullu gangi.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Fékk mitt í Miðbæjarradíó á fimmtudaginn. Forpöntun.
Snilldar græja. OSMC er mjög smooth, tekur enga stund að boota upp.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Hvað kostaði græjan í Miðbæjarradíó?
EDIT: Skondinn bug í tölvunni haha;
http://www.reddit.com/r/linux/comments/ ... cause_the/
EDIT: Skondinn bug í tölvunni haha;
http://www.reddit.com/r/linux/comments/ ... cause_the/
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
GullMoli skrifaði:Hvað kostaði græjan í Miðbæjarradíó?
Hafði samband við MBR og var mér tjáð að verðið væri tíu þúsund og einhverjir hundraðkallar (10.X00 kr) sem mér persónulega
finnst vera frekar dýrt. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er um að skrá sig á pöntunarlistann hjá þeim mbr@mbr.is Þeir reiknuðu ekki
með honum í lausasölu á næstunni heldur bara afgreiða biðlistapantanir.
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Fékk mina áðan og skemmtileg tilviljun að þegar ég settist niður og var að fara að setja Raspbian upp þá kemur FB póstur frá Rasplex sem segir að þeir séu komnir með update sem styður Rpi2. Henti henni inn og þetta er allt annað , var greinilega orðinn vanur gamla því þetta er alveg wicked smooth núna. Veit ekki hvort ég tími að aftengja hana frá sjónvarpinu núna í meiri test.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
10.X00 kr. er rosa mikið fyrir hlut sem kostar $35 og er ekki með neinum gjöldum öðru en virðisaukaskatti. Virkar alveg hress álagning.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Virkar Win10 ekki á gömlu Raspberry Pi?
Hvar sástu þetta til sölu á $35?
dori skrifaði:10.X00 kr. er rosa mikið fyrir hlut sem kostar $35 og er ekki með neinum gjöldum öðru en virðisaukaskatti. Virkar alveg hress álagning.
Hvar sástu þetta til sölu á $35?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Frantic skrifaði:Hvar sástu þetta til sölu á $35?
Raspberrypi.org
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
zedro skrifaði:Frantic skrifaði:Hvar sástu þetta til sölu á $35?
Raspberrypi.org
Þeir virðast bara benda á vefsíður sem selja þetta alltaf í pundum.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Out of stock þar.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
Official verðið á þessu er $35, MBR er að taka inn frá Farnell (sem í UK selur RPI2 á ~£25 sem er mjög nálægt $35). RPI2 kostar líka jafn mikið og RPI B+ og MBR auglýsa á vefsíðunni sinni að eitthvað PI kosti 7500 kr. þannig að 10.X00 kr. er greinilega frekar óeðlilegt.
Hafi þetta verið eitthvað sérpöntunardæmi með hraðsendingu til að koma því strax heim eða keypt af einhverjum 3rd party af því að það var uppselt þá gæti það meikað sense, annars er þetta bara gróf álagning IMHO.
Hafi þetta verið eitthvað sérpöntunardæmi með hraðsendingu til að koma því strax heim eða keypt af einhverjum 3rd party af því að það var uppselt þá gæti það meikað sense, annars er þetta bara gróf álagning IMHO.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
$35 * 132 = 4.600 kr + sendingarkostnaður * vsk = Um 6.000 kr. Að borga 4.000 kr aukalega fyrir 2 ára ábyrgð og að fá hlutinn strax finnst mér allt í lagi. Verslanir verða að hafa álagningu og skila hagnaði..
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
chaplin skrifaði:$35 * 132 = 4.600 kr + sendingarkostnaður * vsk = Um 6.000 kr. Að borga 4.000 kr auKalega fyrir 2 ára ábyrgð og að fá hlutinn strax finnst mér allt í lagi. Verslanir verða að hafa álagningu og skila hagnaði..
Smá fix
Annars borgaði ég 42,97 pund heim komið með einni case-ingu (innan EU)
10þ er alveg eðlilegt verð svosem hefði mátt vera kannski þúsund kall ódýrari en síðan er spurning að muna að styrkja búðir eins og MBR enda menningarverðmæti í svona stöðum þannig ef maður er að borga 10-20% hærra verð en maður væri að panta þetta sjálfur meðan maður er að styrkja svona bisniss þá hef ég ekki grátið það í gegnum tíðina.
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
chaplin skrifaði:$35 * 132 = 4.600 kr + sendingarkostnaður * vsk = Um 6.000 kr. Að borga 4.000 kr augalega fyrir 2 ára ábyrgð og að fá hlutinn strax finnst mér allt í lagi. Verslanir verða að hafa álagningu og skila hagnaði..
Geri ráð fyrir að MBR sé ekki að greiða meira fyrir þetta en almenningur sem pantar beint, þ.a. kostnaðarverð þeirra sé ca. það sama. 70-80% framlegð finnst mér persónulega í hærri kantinum...
Re: Raspberry 2.0 komið út + Windows 10
frappsi skrifaði:Geri ráð fyrir að MBR sé ekki að greiða meira fyrir þetta en almenningur sem pantar beint, þ.a. kostnaðarverð þeirra sé ca. það sama. 70-80% framlegð finnst mér persónulega í hærri kantinum...
Má þá gera ráð fyrir því að þú pantar snúrur og aðra smáhluti að utan sem bera oft hátt í 1000% álagningu?