Aðstoð við kaup á video editing vél


Höfundur
ivar80
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 00:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf ivar80 » Mið 21. Jan 2015 23:21

Sælir vaktarar

Nú er komið að því að fjárfesta í nýrri vél þar sem 4 ára vélin hjá mér er ekkert að ráða við rendering og video vinnsluna lengur. Langar mig að fá smá coment frá ykkur hvað er best að fá sér. Ég er mikið að vinna video og hef verið að rendera gamlar VHS spólur og vinna það þannig að örrin þarf að vera öflugur og slatti af minni. Er lítið sem ekkert að leika mér í leikjum en á það til að detta inná einhver leik og leika mér aðeins. Vélin þarf að vera hljóðlát þar sem hún er við hliðin á sófanum í stofuni minni nenni ekki að hlusta á helvíts suð altaf í henni þegar ég er að horfa á TV. Ég er með Silecio 550 turn sem ég hafði hugsað mér að nota áfram og er með Samsung 830 ssd 128gb disk soldið freistandi að nota hann áfram en er stundum að lenda í pláss veseni og set sum forrit upp á venjulega hhd diska sem ég er með þannig að ef budget leifir þá væri gaman að setja einn 256gb með svo á ég nóg af hhd diskum sem ég nota sem geymslu og er með góða kælingu á örran sem ég kem til að með nota áfram.

Budget er svona sirka 180-200.000kr langar mikið að heira frá ykkur hvað þið haldið að séu bestu móðurborðin og jafnvel að fá reinslu ykkar sem eruð eithvað í video vinnslu og hvað sé besta setup fyrir þennan pening.

Hlakka til að heira frá ykkur




sverrirgu
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf sverrirgu » Fim 22. Jan 2015 00:13

Kjarnar og vinnsluminni, sérstaklega ef þú sérð fram á að fara að vinna mikið með HD efni.
Myndi ekki fara neðar en i7 4790k en hann ætti líka að bryðja VHS efnið, 5960x væri draumurinn en þá yrði lítið eftir af budgetinu. Móðurborðin verða líka dýrari þegar þú ferð upp fyrir 4790 línuna þar sem örgjörvarnir nota 2011 sökkul þar fyrir ofan.
Hugsa að ég fari í 5820k(eða arftaka hans) þegar ég fer að huga að næstu vél síðar á árinu.

16GB í vinnsluminni, 32 væri ekki verra ef það rúmast innan fjárhagsins.

Z97 móðurborðIn myndi ég skoða, hvaða tengi þarftu og hve mörg, ætlarðu að setja upp raid á vélinni, o.s.frv. Svo munar líka í afköstum að vera með efnið á mismunandi diskum, s.s. video files á einum og rendera á annan.

Ef þú ert með klippiforrit sem geta nýtt ákveðna gerð af skjákortum til að létta undir með vinnslunni þá er hægt að skoða það. Annars ætti eitthvað af 260 kortunum að duga ef þú vilt ekki nota skjástýringuna á örgjörvanum.




Höfundur
ivar80
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 00:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf ivar80 » Fim 22. Jan 2015 12:47

Ja ok eg er reindar með gamalt GTX560kort sem væri kanski hægt að nota spurning um að kaupa ódýrasta 2011 örran og nokkuð gott moðurborð gæti haldist undir budget þannig er einhver móðurborð sem þu mælir með eða setup miðað við þetta?




sverrirgu
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf sverrirgu » Fim 22. Jan 2015 20:56

Ég var að íhuga þessa hluti í mína

75k - 5820k
43k - Gigabyte GA-X99-UD4
40k - Crucial 16GB kit (2x8GB) DDR4 2400MHz, CL16, PC4-19200
27k - G.Skill 16GB (2x8GB) Ares 2133MHz DDR3
31k - Samsung 850 PRO 256 GB
==========
189k
Síðast breytt af sverrirgu á Fim 22. Jan 2015 22:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf kiddi » Fim 22. Jan 2015 21:42

sverrirgu skrifaði:Ég var að íhuga þessa hluti í mína

75k - 5820k
43k - Gigabyte GA-X99-UD4
27k - G.Skill 16GB (2x8GB) Ares 2133MHz DDR3
31k - Samsung 850 PRO 256 GB
==========
176k


Þú þarft DDR4 minni fyrir þetta móðurborð og svo ef menn ætla í 6-kjarna CPU þá er ráðlagt að vera með lágmark 24GB vinnsluminni til þess að geta nýtt kjarnana almennilega við renderingar en ekki láta þá standa aðgerðalausa vegna skorts á vinnsluminni :)

Ég hugsa að ef maðurinn er eingöngu að vinna með efni úr VHS spólum þá er sko engin þörf á einhverri mega vél. Hver einasta tölva sem hefur komið út síðastliðin 12-13 ár ræður auðveldlega við að vinna með 720x576 myndefni. Eina sem ég myndi leggja til að sé haft í huga er að fá nýlegt NVIDIA skjákort, þarf ekki að vera high-end, bara miðlungskort, svo forrit eins og Adobe Media Encoder geti nýtt CUDA kjarna kortsins til að flýta fyrir renderingum.




Höfundur
ivar80
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 00:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf ivar80 » Fim 22. Jan 2015 22:22

Er svo sem ekki mikiða að vinna VHS efni bara ripp og lagfæra smá er mest í full HD vinnslu og er að vinna ljósmyndir mikið þannig að ég vill líka hafa screening gott ekkert ein leiðinlegt að vera vinna video sem maður er búin að laga liti og setja inn efecta út um allt og tölvan ræður ekki við preview lengur.

Hvað myndi ég þurfa stóran aflgjafa fyrir svona sett? og þarf ég að hafa minnst 24gb minni til að nota alla kjarnana? kanski að maður myndi byrja á 16gb og fá sér svo meira minni þegar ég hef smá meiri pening til að bæta við og þá myndi ég þurfa eithvað þokanlegt skjákort með þessu er það ekki?




sverrirgu
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf sverrirgu » Fim 22. Jan 2015 22:35

kiddi skrifaði:Þú þarft DDR4 minni fyrir þetta móðurborð...

Úbbbs, vel spottað! :happy



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf kiddi » Fim 22. Jan 2015 22:46

Ertu að notast við Sony Vegas? Ég myndi færa mig í eitthvað fullorðins þar sem þú getur renderað effektana á timalínunni áður en þú exportar út í final útgáfu, t.d. Adobe Premiere :)

Ég held það sé óþarfi að fara alla leið í 6 kjarna X99 vél nema þú hafir nóg af seðlum. Þú ert mjög góður með Z97 setup. T.d. 4790K sem er quad-core og 16GB RAM er fært í flestan sjó. Ég get sagt þér að margir af vinsælustu íslensku sjónvarpsþáttunum eru unnir á eldgamlar Mac Pro turnvélar sem eiga lítið roð í nútímatölvur. Það hjálpar mikið að hafa Nvidia kort út af CUDA stuðningnum (ekki eins mikil hjálp í AMD!).

4790K með Z79 móðurborði, 16GB DDR3 og 970 GTX skjákort er dúndurpakki. Þess ber að geta að á mínum vinnustað erum við með allsskonar tölvur, og við settum eina 4790K vél með 980GTX á móti glænýrri Mac Pro með 6 kjarna XEON, 64GB RAM og 2x D700 FirePro skjákortum og létum báðar vélar keyra þungt eftirvinnslutré í DaVinci Resolve (litaleiðréttingaforrit) og þær stóðu sig jafn vel. Nema önnur vélin kostaði fjórum sinnum meira en hin :)

Varðandi aflgjafann þá þarftu ekkert svakalegt nema þú ætlir í SLI setup, vandaður 460W aflgjafi sleppur og vandaður 500-600W er feikinóg fyrir flest allt. Það borgar sig ekki að kaupa alltof stóran aflgjafa nema maður ætli sér að nýta hann, ef aflgjafinn keyrir langt undir áætlaðri meðalþörf fyrir sinn stærðarflokk þá er hann ekki endilega hagkvæmur uppá rafmagnseyðslu að gera.




Höfundur
ivar80
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 00:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við kaup á video editing vél

Pósturaf ivar80 » Fös 23. Jan 2015 17:17

Hvað finnst ykkur um þetta setup þá myndi ég nota aflgjafan sem ég er með sem er 500w komin aðeins yfir budget en það reddast he he. Er að notast við adobe forrit við alla vinnslu....... =D>

Intel Core i7-4790K 4.0GHz
Gigabyte S1150 GA-Z97X-Gaming 5
Gigabyte GeForce GTX 970 GAMING-4GD
Samsung 256GB 850 Pro
16GB Kingston HyperX Predator 2133MHz (2x8GB)

Komin í rúmar 208.000kr en þeir eru kanski til að fiffa verðið aðeins fyrir mig ef ég kaupi þetta allt á sama stað