er að uppfæra, vantar ráðleggingar... (",)


Höfundur
Omeriah
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Þri 03. Ágú 2004 21:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

er að uppfæra, vantar ráðleggingar... (",)

Pósturaf Omeriah » Mán 20. Sep 2004 11:52

Sælir sælir.
Ég er að verða blindur af hausverk, kann ekki nógu vel á þetta lengur.
Ég er tónlistarmaður og er að uppfæra tölvuna mína fyrir pro tools kerfi sem ég ætla að kaupa. Það sem mig vanta er eins mikið vélarafl og ég get í vinnslu á hljóði. Ég ætla mér að fjárfesta í Móðurborði, örgjörva og minni. Hér er það sem ég var að hugsa um :

örgj : pentium 2.8ghz 775
minni : corsair ddr 1ghz (pöruð 512) value select
móðurb : MSI 915G Combo FR eða MSI 915p NEO2 platinum ?

eins og segi hef litla hugmynd um muninn á 400mhz minni og 533mhz minni og muninn á móðurborðunum í því tilefni. Ég veit samt að ég vil geta haft möguleika á að bæta minni í hana í náinni framtíð. Svo er ég heldur ekki viss hve miklu máli örgjörvinn skiptir í vinnsluhraða á hljóði. Ef það hjálpar eitthvað að þá er ég að kaupa Pro Tools Digi 001 sem er utanáliggjandi hljóðkort sem tengist með PCI korti í tölvuna. Og forritið sem það notast við er Pro Tools LE.

Takk (",)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6486
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 20. Sep 2004 14:08

ég er að nota eina 1GHz tölvu með 128MB minni sem upptöku vél ;) ég mæli samt ekki með því.

þú þarft nákvæmlega EKKERT CPU afl eða minni í hljóðupptökurnar sjálfar. (450MHz og 128MB minni.. það er ekkert). hinsvegar um leið og þú ferð að setja effecta á þetta, þá fara þeir að éta upp floppin :p

það sem þú þarft að spá í númer 1, 2 og 3 er að vera með góðann harðann disk. ef þú hefur mikinn pening. þá myndi ég mæla með að taka 3x Samsung 160GB diska og setja upp í hardware RAID-5 með highpoint RocketRaid 454. ég er að ná um 55MBps sequental read og write með svona diski, meðan ég er að ná örlítið hægar með 160GB Maxtor. Samsunginn er líka sneggri í Random Access.

ég var að gera test á GHz vélinni (btw.. þetta er dell drasl). ég gat tekið upp 16 rásir í einu og hlustað á 16 rásir á meðan án hökkts, svo að þessi diskur er mjög góður.

Taktu Pentium örgjörfa. Það eru bestu örgjörfarnir í hljóðvinslu sem fást í dag. þeir eru að skila um 5gigafloppum, sem er mjög fínt. Northwood örgjörfarnir eru líklega besti kosturinn. þeir hitna örlítið minna og þurfa þessvegna ekki jafn mikla kælingu og þessvegna áttu meiri möguleika að losna við leiðinlga viftu suð með honum.

Ég mæli svo með Abit IC7-MAX3 eða Gigabyte 8KNXP.
Abit borðið er með 4-fasa rafmagni og mjög góðum þéttum fyrir PCI slotin. það getur skipt miklu máli uppá að það sé ekki að Phase smita hljóðið þegar þú ert að taka upp. (er Digi-inn ekki annars með sér power supply? þá breytir það ekki alveg jafn miklu).
Gigabyte borðið er með 3-fasa rafmagni, en með sérstöku "power korti" (sem ég held að fylgi með, ekki viss samt) geturu upgrade-að það í 6-fasa. borðið er líka með góðum þéttum fyrir pci slottin.

bæði borðin eru með 875 kubbasettunum og er með bestu móðurborðum sem hafa verið gerð.

ATH. Abit borðið er með viftu á northbridge og sérstaka viftu til að kæla alla mosfeta og þétta á borðinu (mjög gott uppá að hafa stöðugt rafmagn), sem að eru frekar háværar á fullum hraða. en mun hljóðlátari á 60% hraða.

Ódýr vatnskæling er líka eitthvað sem þú ættir að athuga. skoðaðu vefverslanirnar og reyndu að finna sem hljóðlátasta vatnskælingu. hún þarf ekki að vera dýr. það er nefnilega hundleiðinlegt að vera með witthvað wurr hljóð á upptökunum.

Latency á minninu skipti sama og engu máli í hljóðupptöku og effecta brasi. hinsvegar getur bandvíddin skipt máli hvað varðar effecta. því meiri bandvídd sem er milli minnisins og örgjörvans, því fleiri GFlopp færðu í effecta vinslu.

Kauptu þér gott Power Supply! það er lykillinn að góðri tölvu! það er ekkert leiðinlegra en það að sjá tölvuna drepa á sér í endanum á fullkomnu trommuupptökunni... Zalman framleiða ein bestu powersupply í heimi, þau eru mjög hljóðlát, með góðum þéttum, spólum og mosfetum, senda mjög stöðugann og næstum 100% fasalaust rafmagn frá sér.

eitt tipp! EKKI NOTA GAMLA WESTERN DIGITAL DISKA! þeir eru mjög háværir og mjög óöruggir. eins og kom fram áðan mæli ég með Samsung, þar sem að þeir eru mjög hraðir og áreiðanlegir. Maxtor eru líka með mjög hraðvirka og lang áreiðanlegustu diskana, en þeir eru ekkert voðalega hljóðlátir.

Ps.

ef þú ætlar að kaupa þér skjákort með tölvunni, taktu þá eitthvað skjákort af Geforce FX línunni, eða betra. það er búið að finna aðferð til að nota nVidia GPU-ana til að processa effecta. og þeir eru að skila um 40GFloppum (sem er 8x meira en örgjörfinn).


"Give what you can, take what you need."