Sárvantar hjálp með nýja tölvu!


Höfundur
smb111
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 08. Mar 2014 17:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sárvantar hjálp með nýja tölvu!

Pósturaf smb111 » Fim 13. Mar 2014 00:49

Góða kvöldið, Ég var að fjárfesta í splúnkunýrri vél í gær. Fékk 2 félaga mína yfir til að púsla henni saman í kvöld en vandamálið er að hún virkar ekki sem lýsir sér þannig;

Búið að setja allt upp í henni og síðan þegar ég ræsi tölvuna þá kemur enginn skjámynd bara allt svart, samt sem áður þá kemur ekkert "beep" villuhljóð úr tölvunni en samt kemur ekkert upp á skjánum (Búin að prufa að tengja bæði við HDMI & VGA). Það var prufað að taka skjákortið úr vélinni og ræsa hana en samt sem áður þá kemur bara ekkert upp á skjáinn þegar hún er ræst.

Hvað gæti mögulega verið að ?? Getur einhver tölvugúru bent mér á hvað gæti verið að? :/ Frekar fúlt að lenda í þessu þegar maður iðar af spenningi við að prufa nýja búnaðinn ! Info um það sem er í tölvunni;

Móðurborð;
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=356
Örgjörvi;
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=58
Skjákort;
http://att.is/product/msi-geforce-760gt ... 85mhz-core
Aflgjafi;
http://att.is/product/coolermaster-b600-aflgjafi600w
HarðurD;
http://att.is/product/seagate-st1000dm0 ... 00rpm-64mb
Turn;
http://att.is/product/coolermaster-haf- ... n-aflgjafa
Geisladrif;
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=95

Ég er alveg lost... Ef einhver hér inná getur gefið mér einhver ráð þá yrði ég ævinlega þakklátur fyrir það..
Fyrirfram þakkir;
SMB111




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Sárvantar hjálp með nýja tölvu!

Pósturaf Klemmi » Fim 13. Mar 2014 01:09

Til að tryggt sé að þessi búnaður POST-i og birti mynd á skjá þarf eftirfarandi:

Virkandi örgjörvi rétt settur í socket og engir pinnar beyglaðir (beyglaðir pinnar hjá óvönum í samsetningu eru algengari en maður myndi halda). Örgjörvakæling er svo nauðsynleg til að tölvan drepi ekki á sér vegna hita eftir nokkrar sekúndur.

24pinna og 4/8 pinna afltengi tengd frá virkandi aflgjafa.

Virkandi minniskubbur í minnisrauf.

Enginn kopparplatti milli móðurborðs og kassa á vitlausum stað.

Skjár tengdur við móðurborð.

Power takki tengdur við móðurborð til að kveikja á vélinni.

Ég myndi því taka allt annað úr sambandi frá móðurborði og fullvissa mig um að þessir hlutir séu rétt tengdir. Ef þeir eru það og það kemur samt engin mynd á skjá, þá er eitthvað bilað...




Bioeight
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sárvantar hjálp með nýja tölvu!

Pósturaf Bioeight » Fim 13. Mar 2014 06:22

Hef lent í þessu þegar vinnsluminnið var ekki nógu vel sett í, aflgjafasnúra ekki sett rétt í móðurborð, aflgjafasnúra ekki nógu vel sett í, hitaleiðandi krem sullaðist á móðurborð, móðurborð sat á festingu við kassa, beyglaður pinni á örgjörva ... allt eitthvað sem Klemmi benti á og best að fara yfir það eins og hann skrifaði.


Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3


Höfundur
smb111
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 08. Mar 2014 17:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sárvantar hjálp með nýja tölvu!

Pósturaf smb111 » Fim 13. Mar 2014 22:30

Klemmi skrifaði:Til að tryggt sé að þessi búnaður POST-i og birti mynd á skjá þarf eftirfarandi:

Virkandi örgjörvi rétt settur í socket og engir pinnar beyglaðir (beyglaðir pinnar hjá óvönum í samsetningu eru algengari en maður myndi halda). Örgjörvakæling er svo nauðsynleg til að tölvan drepi ekki á sér vegna hita eftir nokkrar sekúndur.

24pinna og 4/8 pinna afltengi tengd frá virkandi aflgjafa.

Virkandi minniskubbur í minnisrauf.

Enginn kopparplatti milli móðurborðs og kassa á vitlausum stað.

Skjár tengdur við móðurborð.

Power takki tengdur við móðurborð til að kveikja á vélinni.

Ég myndi því taka allt annað úr sambandi frá móðurborði og fullvissa mig um að þessir hlutir séu rétt tengdir. Ef þeir eru það og það kemur samt engin mynd á skjá, þá er eitthvað bilað...


Þakka þér kærlega fyrir klemmi!!!! :D Ég tók minniskortin úr og lét aftur í og síðan tengdi ég afl i eitt socket sem vantaði og núna er tölvan running smoothly ;) Takk snillingur!