775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Skjámynd

Höfundur
aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf aggibeip » Lau 11. Jan 2014 22:25

Ég rakst á auglýsingu á bland.is - ég veit ekki hvort þessi auglýsing sé hérna inni líka..

En.. Mig langaði bara að vita hvort að það sé eitthvað til í þessu sem hann/hún segir í auglýsinguni ? Án þess að ætla mér að rengja neinn, ég bara hef ekkert vit á þessu en finnst þetta hljóma undarlega..

Hraði á core 2.83 GHz og er ekkert að gefa mikið eftir í hraða miðað við I7 í dag sem
kostar yfir 50þús,ef þú ert með 775 móðurborð sem styður Q core þá er þetta lang ódýrasta uppfærslan.


Auglýsing



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf Hannesinn » Lau 11. Jan 2014 22:42

Q9550 er mjög öflugur, en að bera hann saman við 50.000 króna i7, semsé 3770k er nottla bara vitleysa. En öflugur er hann engu síður, heldur vel í ódýrari i7 örgjörvana og hraðvirkari en margir þeirra.

Sjá til dæmis http://www.cpubenchmark.net/cpu_list.php


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1192
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf rapport » Lau 11. Jan 2014 22:45

Hannesinn skrifaði:Q9550 er mjög öflugur, en að bera hann saman við 50.000 króna i7, semsé 3770k er nottla bara vitleysa. En öflugur er hann engu síður, heldur vel í ódýrari i7 örgjörvana og hraðvirkari en margir þeirra.


lol - sem sýnir bara hvað "Ghz" mælikvarðinn/stimpillinn utaná pakkanum er orðinn úreltur og misskilinn.

En samt, i7 860 er 5000 punktar á móti 4000 punktum q9550 = þetta er ódýrasta uppfærslan sem þú færð fyrir 775 móðurborð, fyrir utan kannski SSD



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf CendenZ » Lau 11. Jan 2014 22:52

Það er engin að fara kaupa notaðan q9550 á 20 þús kall árið 2014... er það nokkuð ? :o



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf Hannesinn » Lau 11. Jan 2014 22:53

Reyndar ein dýrarsta uppfærslan sem þú færð fyrir 775, en allt í lagi. :)

Var annars einhver hérna að tala um klukkutíðni í sambandi við afkastagetu?


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 583
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf Hannesinn » Lau 11. Jan 2014 22:57

CendenZ skrifaði:Það er engin að fara kaupa notaðan q9550 á 20 þús kall árið 2014... er það nokkuð ? :o


Ég gæti til dæmis alveg hugsað mér að borga upp undir 15.000 kall fyrir þetta. Þetta eru góðir örgjörvar og þar sem ég er með Dell vél sem mig langar að maxa, þá er þetta ekki alveg úti á túni. En 20.000 er kannski aðeins farið að teygja lopann.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf CendenZ » Lau 11. Jan 2014 23:22

q9550 kom út 2008, svo mér finnst bara klikkun að vera spenda í svona gamlan. 20 þús kall með móðurborð og minni, ég myndi hugsa að það væri frekar fair




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1251
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 100
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf nonesenze » Sun 12. Jan 2014 10:45

þegar 2500k sandy er að fara á 20k hérna... hmmm þesssi gaur væri MJÖG heppinn að fá 15k fyrir þetta


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf CendenZ » Sun 12. Jan 2014 11:52

nonesenze skrifaði:þegar 2500k sandy er að fara á 20k hérna... hmmm þesssi gaur væri MJÖG heppinn að fá 15k fyrir þetta


Nákvæmlega og 15þ fyrir pakkann!
Maður er að sjá ótrúlegustu verð á gömlum hlutum, svo réttlæta þeir það með að segja að þeir séu jafn öflugir og nýir í einhverjum gömlum (3-4-6 ára!) leikjum.




hdpolarbear
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fim 09. Ágú 2012 17:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 775 örgjörvi sem heldur í við I7 í hraða ?

Pósturaf hdpolarbear » Sun 12. Jan 2014 12:47

rofl, 7-8 kall værri nærra lagi fyrir þennan örgjörva.....en já þessi gutti er að auglýsa 8800gt kort líka, heldur því framm að það hafi verið öflugasta 8800 kortið og vill 12.000 fyrir það....Vona að blandverjar láti ekki glepjast af svona rugli.