Hvað mun R9 290x kosta (útreikningur)

Skjámynd

Höfundur
HjorturLogi
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 24. Okt 2013 12:44
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað mun R9 290x kosta (útreikningur)

Pósturaf HjorturLogi » Fim 24. Okt 2013 13:02

Sælir, var að reikna út líklegt verð á AMD r9 290x kortinu og langaði bara að sýna ykkur hvað ég fékk út

Fyrst byrjaði ég að reikna út hversu margar íslenskar krónur við borgum fyrir hvern bandaríkjadal

R7 240 Kostar 69$ úti, 19k hér, 275kr á hvern $
R7 250 kostar 89$ úti, 18k hér, 202kr á hvern $
R7 260X kostar 140$ úti, 30k hér, 215kr á hvern $
R9 270X kostar 199$ úti, 40k hér, 201kr á hvern $
R9 280X kostar 299$ úti, 55k hér, 183kr á hvern $

ef við reiknum að þeir setiji hæðstu álagninguna á mun kortið kosta 150k
ef við reiknum að þeir setji lægstu álagninguna á mun kortið kosta 100k

hins vegar mun álagningin líklegast læka ennþá meira, ég giska á að hún fari niður í 170-175 kr á hvern $
þannig að kortið mun líklegast kosta 93k - 96k

ég reiknaði bara með nýu kortunum frá amd vegna þess að það að verðin hafa ekkert breyst, í útlöndum hafa verðin á Nvidia skákortum og eldri AMD skjákortum lækkað mikið, sem er skiljanegt,
hinsvegar hafa verðin hér á íslandi haldist frekar stöðug, þannig að það væri rangt að fara að bera verðing saman,

einnig skal taka fram að verðin eru öll frá þeirri verslun sem selur kortið ódýrast, þau eru ekki öll frá sömu verslunini



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað mun R9 290x kosta (útreikningur)

Pósturaf dori » Fim 24. Okt 2013 13:07

Það er alltaf frekar safe að reikna með að hlutur muni kosta 200 kr. á $ kominn heim útúr búð (þá er sendingarkostnaður+innflutningsgjöld+álagning innifalið í því). Því dýrari sem hluturinn er m.v. sendingarkostnað því lægra verður verðið að lokum en 200 kr. er gott viðmið.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað mun R9 290x kosta (útreikningur)

Pósturaf Garri » Fim 24. Okt 2013 13:13

Skil hann þannig að hann sé ekki að reikna hvað það kosti okkur að flytja svona inn, heldur hvað búðirnar leggi á þetta.

Auðvitað fá innflytjendur þessar vörur á lægra verði en við sem og þá er flutningur mun minni hluti af verði en þegar við erum að taka inn eitt og eitt stykki. Loks, er % álagning óhagstæðust fyrir ódýra hluti. Þú færð aðeins 1.000 krónur af hlut sem kostar 10.000 miðað við 10% álagningu en 10.000 af hlut sem kostar 100.000, samt getur verið um nokkurn vegin sama hlutinn að ræða sem og kostnaðinn við geyma, flytja inn og selja hlutinn.

Þess vegna er ekki óeðlilegt að reikna með að hlutir sé hlutfallslega ódýrari þegar hann kostar meira en minna.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað mun R9 290x kosta (útreikningur)

Pósturaf dori » Fim 24. Okt 2013 13:17

Garri skrifaði:Skil hann þannig að hann sé ekki að reikna hvað það kosti okkur að flytja svona inn, heldur hvað búðirnar leggi á þetta.

Auðvitað fá innflytjendur þessar vörur á lægra verði en við sem og þá er flutningur mun minni hluti af verði en þegar við erum að taka inn eitt og eitt stykki. Loks, er % álagning óhagstæðust fyrir ódýra hluti. Þú færð aðeins 1.000 krónur af hlut sem kostar 10.000 miðað við 10% álagningu en 10.000 af hlut sem kostar 100.000, samt getur verið um nokkurn vegin sama hlutinn að ræða sem og kostnaðinn við geyma, flytja inn og selja hlutinn.

Þess vegna er ekki óeðlilegt að reikna með að hlutir sé hlutfallslega ódýrari þegar hann kostar meira en minna.

Ég átta mig á því. En það er ágætt að miða við það hvað varan kostar úti (retail) * 200 til að fá út ca. krónuverð í búð hérna heima.

Þetta er náttúrulega eitthvað sem er ekki mikill markaður fyrir, geri ég ráð fyrir, þannig að álagning er örugglega ekkert skorin neitt rosalega mikið niður. Annars er ég ekki svo viss um að búðir fái vörurnar eitthvað mikið ódýrar en retail verð sem þú færð hjá stórum aðilum og það er ekkert svo víst að þeir séu að panta mikið í einu. Fyrir utan að það er ekkert endilega alltaf ódýrara að senda stóra pakka (mín reynsla). Það væri helst tollmeðhöndlunin sem væri sparnaður að vera ekki að höndla fleiri en eitt í einu.