leiðindahljóð

Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

leiðindahljóð

Pósturaf Nemesis » Sun 22. Ágú 2004 18:35

Daginn. Ég er nýbúinn að kaupa mér nýja tölvu og allt gott um það að segja, nema eitt, og það er það að innanúr tölvunni heyrist á ca. 1 mín fresti eitthvað hljóð úr hátalaranum í turninum, sem ég veit ekki hvað merkir. Hljóðið heyrist nokkrum sinnum þegar ég starta tölvunni en svo fækkar tilfellunum þegar búið er að vera kveikt á tölvunni í smá tíma.

Ég notaði míkrafón til að taka upp hljóðið:

http://www.simnet.is/bjornbr/hljod.wav

Eins og heyra má samanstendur hljóðið af tveimur hljóðum af mismunandi tíðnum, sem ég kalla efri og neðri tíðni. Hljóðið sem ég tók upp samanstendur af langri neðri tíðni og svo stuttri efri tíðni, en oft kemur líka hljóð sem er alveg eins, nema fyrst kemur löng efri tíðni og svo stutt neðri (vona að þetta skiljist).

Ég er með ABIT AI7 og hjá míkróGúrú kubbnum stendur alltaf 2D eða 2O. Í bæklingnum sem fylgir með stendur 2D merki:

1. Initalize double-byte language font (Optional)
2. Put information on screen display, including Award title, CPU type, CPU speed, full screen logo.

Hvað þýðir þetta og tengist þetta eitthvað hljóðinu?



Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Nemesis » Sun 22. Ágú 2004 19:02

nú stendur eitthvað annað á post-kóðanum:

48

En það stendur ekkert um þetta númer í manualinum!



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Sun 22. Ágú 2004 19:19

Hljómar ekkert ósvipað og módemhringing. Getur skoðað hvort módemið er að reyna að hringja eitthvert.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 22. Ágú 2004 19:43

props fyrir vel uppsettan og góðan póst

Ég leitaði aðeins á netinu og fann ekki neitt, en fyrst að þú ert nýbúinn að kaupa þér tölvuna myndi ég hiklaust fara með hana í búðina og láta ábyrgðina dekka þetta...............




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Snorrmund » Sun 22. Ágú 2004 22:22

NEmesis: allar tölur sem koma og eru ekki i bæklingnum tákna víst ekkert slæmt.. :)



Skjámynd

Höfundur
Nemesis
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Mið 29. Okt 2003 01:46
Reputation: 1
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Nemesis » Sun 22. Ágú 2004 23:45

Daz: Þetta er systeam speakerinn, ekki neitt módem (ég er ekki fífl ;)).

Mezzup: Í fyrsta lagi keypti ég tölvuna á 5 mismunandi stöðum og ég veit ekki einu sinni hvað er að. Í öðru lagi er ekkert að tölvunni nema þetta og hún er bara að reyna að segja mér eitthvað. Málið er að ég veit ekki hvað það er.

Snorrmund: hmm... já... einmitt....



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 23. Ágú 2004 08:20

Snorrmund skrifaði:NEmesis: allar tölur sem koma og eru ekki i bæklingnum tákna víst ekkert slæmt.. :)


ég fékk nú errorcode sem var ekki í bælingnum.. tölvan startaði sér ekki og það kom ekki einusinni "i'm alright" beep.


"Give what you can, take what you need."


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 23. Ágú 2004 09:46

Það stendur líka 20 (eða 2O) hjá mér. Ég er ekki með speakerinn tengdann svo annaðhvort er sama vandamálið hjá okkur báðum eða post kóðinn kemur þessu ekkert við.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 23. Ágú 2004 09:47

20 þýðir bara allt í lagi eða normal.