Mekanískt leikjalyklaborð

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Klaufi » Fös 28. Des 2012 22:46

DJOli skrifaði:Mekanískt á móti venjulegu:

Venjulegt lyklaborð endist ekki í 5 ár.
Venjulegt lyklaborð þolir ekki pyntingar og harðan áslátt, ásamt því að haldast í heilu lagi ef maður slær eða lemur það.
Takkarnir fljúga allt of auðveldlega af venjulegum lyklaborðum.

Mekanískt lyklaborð.
Mitt er frá 1998.
Allir takkarnir eru á því.
Hef lamið það ótal sinnum án þess að stakur takki hafi flogið af.
<> takkarnir eru á því. Frekar góður kostur þar sem ég fékk lyklaborðið gefins.
Gæti auðveldlega notað þetta lyklaborð í 10 ár í viðbót svo lengi sem móðurborð verða enn framleidd með ps/2 tengjum.


Þú þarft að fara á anger management námskeið.

Það að berja lyklaborð, og það þolir það, er ekki ástæða til að fá sér mekanískt borð.

Já, þetta var punktur.


Mynd

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Xovius » Fös 28. Des 2012 23:09

Ég er ekkert mikið í því að lemja lyklaborðin mín eða láta það fara í gegnum miklar "pyntingar". Ég hef aldrei lent í aðstæðum þar sem mikil hætta er á því að takkar fljúgi af lyklaborðinu mínu, ég nota það yfirleitt ekki sem vopn.
Ég hef aldrei skipt um lyklaborð því að það gamla bilaði eða brotnaði heldur því mig langaði í eitthvað flottara og nýjara og mér finnst það ekki mikið afrek að "ekki stakur takki hafi flogið af" síðan ég byrjaði að nota tölvur þrátt fyrir að hafa ekki nokkurntíman átt mekanískt lyklaborð.

Hitt gæti hinsvegar verið annað mál að það sé þægilegra að ýta á takkana, áður en ég keypti lyklaborðið sem ég er með núna þá prófaði ég stuttlega flest borðin og fann engann stórmun en það er kannski bara afþví að ég var ekkert sérstaklega að pæla í því hvort þau væru mekanísk eða ekki... Verð að prufa þetta betur næst þegar ég á leið í tölvuverslun :)



Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf vikingbay » Fös 28. Des 2012 23:09

oskar9 skrifaði:http://tl.is/product/corsair-vengeance-k90-mmo-nordic-mechan

þetta for sure :megasmile


+1



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Baldurmar » Fös 28. Des 2012 23:17

Ég er afskaplega hrifinn af mínu svona: http://kisildalur.is/?p=2&id=1753

Hefur þolað lifað af "smá" bjór slys og black switchar eru mínir uppáhalds.
Mæli hiklaust með því!

En það er mjög minimalískt, þ.e.a.s það er enginn volume takki á því,
sem að ég reddaði reyndar með http://www.softarium.com/activekeys/ þessu forriti, nota Windows+Ctrl upp/niður sem volume þannig.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Swooper » Lau 29. Des 2012 00:26

Fffuuuu Razer Blackwidow Ultimate er með US layouti = enginn <>| takki. Fail.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Nariur » Lau 29. Des 2012 04:46

Swooper skrifaði:Fffuuuu Razer Blackwidow Ultimate er með US layouti = enginn <>| takki. Fail.


þú getur alveg fengið það með dönsku layouti


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf SolidFeather » Lau 29. Des 2012 05:17

Swooper skrifaði:Fffuuuu Razer Blackwidow Ultimate er með US layouti = enginn <>| takki. Fail.


Færð þér nottla US layout, ertu ekki að forrita? Ég er að skrifa þennan póst með US layout lyklaborði og það er bara ekkert vesen, engir íslenskir stafir merktir inná það.

Ef mig vantar <>| þá er einfalt að skipta úr IS lyklaborðinu yfir í US lyklaborðið með ALT+SHIFT.



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Swooper » Lau 29. Des 2012 15:25

Nariur skrifaði:
Swooper skrifaði:Fffuuuu Razer Blackwidow Ultimate er með US layouti = enginn <>| takki. Fail.


þú getur alveg fengið það með dönsku layouti

Really? Annað sögðu þeir í Kísildal við mig rétt áðan. Sögðu að Razer framleiddi bara US layout.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Klemmi » Lau 29. Des 2012 15:42

Swooper skrifaði:
Nariur skrifaði:
Swooper skrifaði:Fffuuuu Razer Blackwidow Ultimate er með US layouti = enginn <>| takki. Fail.


þú getur alveg fengið það með dönsku layouti

Really? Annað sögðu þeir í Kísildal við mig rétt áðan. Sögðu að Razer framleiddi bara US layout.


Sem er bull... ég á sjálfur BlackWidow með Nordic layouti :)

Mynd




SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf SneezeGuard » Lau 29. Des 2012 15:50

Linus Tech Tips er með þó nokkur unboxing/first look á flottum mekanískum lyklaborðum.

http://www.youtube.com/user/LinusTechTips/videos?query=mechanical

Líst vel á nýja Razerinn og þetta Coolermaster lyklaborð sem er 2. myndbandið í röðinni.

Annars er þetta http://www.youtube.com/watch?v=HXPwLDt0gHU suddalega flott, með stafina brennda á hliðina á takkanum, svo þú sérð þá fínt þegar þú situr við tölvuna, en þeir eru alveg svartir að ofan.

Svo er hægt að fara alla leið og kaupa http://www.youtube.com/watch?v=CjIk1JMjMqU sem er ekki með neina ábrennda stafi, allt svart. Kallar aðeins í nördinn í manni :lol:

Held það sé hægt að fá öll Das Keyboard og Filco borð með þeim switch sem þú vilt.



Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Akumo » Lau 29. Des 2012 15:59

Myndi alltaf frekar fá mér das/filco osfv frekar en razor/corsair osfv en það er eflaust því ég hef ekkert með custom keybinds að gera og elska clean lookið + kosta það sama kominn hingað til landsins.




Leetxor
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mán 06. Sep 2010 16:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Leetxor » Lau 29. Des 2012 19:23

Klaufi skrifaði:Mæli hiklaust með Ducky, It iz teh 1337's..

Hef þó bara reynslu af Ducky shine, þessi borð hafa kannski ekki flestu fítusana, en mæli með að þú skoðir þau..


Veistu hvar maður getur fengið Ducky Shine II með íslensku layouti og tenkeyless?



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Sydney » Lau 29. Des 2012 19:27

Das Keyboard er málið
Mynd
Besta lyklaborð sem ég hef nokkurn tíma átt.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


Leetxor
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mán 06. Sep 2010 16:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Leetxor » Lau 29. Des 2012 19:30

Sydney skrifaði:Das Keyboard er málið
Mynd
Besta lyklaborð sem ég hef nokkurn tíma átt.


Ertu með brown eða blue switch? Veit einhver hvar maður getur prófað brown switches?



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Sydney » Lau 29. Des 2012 19:33

Leetxor skrifaði:
Sydney skrifaði:Das Keyboard er málið
Mynd
Besta lyklaborð sem ég hef nokkurn tíma átt.


Ertu með brown eða blue switch? Veit einhver hvar maður getur prófað brown switches?

Blue switch, for maximum clickity-clackity :)


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED


Leetxor
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mán 06. Sep 2010 16:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Leetxor » Lau 29. Des 2012 19:35

Sydney skrifaði:
Leetxor skrifaði:
Sydney skrifaði:Das Keyboard er málið
Besta lyklaborð sem ég hef nokkurn tíma átt.


Ertu með brown eða blue switch? Veit einhver hvar maður getur prófað brown switches?

Blue switch, for maximum clickity-clackity :)


Er eimmit að pæla í Filco eða svona Das veit bara ekki hvort ég ætti að fara í Brown eða Blue switches, elska hljóðið en vill ekki pirra alla í kringum mig. En ætla ekkert að stela þessum þræði þannig.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Garri » Lau 29. Des 2012 21:06

Helsta ástæða þess að ég lagði IBM mekkanísku lyklaborðinu var sú að Enter takkinn var langsum en ekki stór og helst stærri niðri.

Sýnist Enter takkinn á þessu DAS lyklaborði vera svona langsum takki.



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Sydney » Lau 29. Des 2012 21:37

Garri skrifaði:Helsta ástæða þess að ég lagði IBM mekkanísku lyklaborðinu var sú að Enter takkinn var langsum en ekki stór og helst stærri niðri.

Sýnist Enter takkinn á þessu DAS lyklaborði vera svona langsum takki.

Mitt er US af því að sendingarkostnaður þaðan var 5 sinnum lægri en frá Evrópu (dafuq?). Annars er lappinn minn sem er líka keyptur að utan með lítinn enter takka og þetta venst. Gallinn er bara að geta ekki gert <> með íslensku layouti.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Swooper » Sun 30. Des 2012 02:17

Sydney skrifaði:
Garri skrifaði:Helsta ástæða þess að ég lagði IBM mekkanísku lyklaborðinu var sú að Enter takkinn var langsum en ekki stór og helst stærri niðri.

Sýnist Enter takkinn á þessu DAS lyklaborði vera svona langsum takki.

Mitt er US af því að sendingarkostnaður þaðan var 5 sinnum lægri en frá Evrópu (dafuq?). Annars er lappinn minn sem er líka keyptur að utan með lítinn enter takka og þetta venst. Gallinn er bara að geta ekki gert <> með íslensku layouti.

Ég hef verið að hugsa... þessi auka takki milli enter og backspace á US layouti, er ekki bara hægt að binda <>| á hann einhvern veginn? Eða er ég að telja vitlaust og það er í raun ekkert auka takki?


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


Arnzi
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Fös 18. Nóv 2011 19:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Arnzi » Sun 30. Des 2012 15:28

L takkin á GLÆNÝJA corsair k90 lyklaborðinu mínu hagar sér mjög undarlega, stundum þegar ég ýti á hann registerar takkin ekki og stundum registerar hann alveg tvisvar eða þrisvar, og til að toppa það hagar díóðan á D takkanum sér eins og deyjandi stjarna. Ef ég slekk á baklýsinguni í 10 mín virkar hún í svona ~45 sek og byrjar síðan að blikka og deyr síðan alveg.
Ég er alveg mega vonsvekktur yfir þessu, það er ómögulegt að reyna skrifa eitthvað sem inniheldur L og lúkkið að alveg farið útaf díóðuni :thumbsd



Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf vikingbay » Sun 30. Des 2012 16:22

Arnzi skrifaði:L takkin á GLÆNÝJA corsair k90 lyklaborðinu mínu hagar sér mjög undarlega, stundum þegar ég ýti á hann registerar takkin ekki og stundum registerar hann alveg tvisvar eða þrisvar, og til að toppa það hagar díóðan á D takkanum sér eins og deyjandi stjarna. Ef ég slekk á baklýsinguni í 10 mín virkar hún í svona ~45 sek og byrjar síðan að blikka og deyr síðan alveg.
Ég er alveg mega vonsvekktur yfir þessu, það er ómögulegt að reyna skrifa eitthvað sem inniheldur L og lúkkið að alveg farið útaf díóðuni :thumbsd


Skilaðu þessu og fáðu annað, þetta er gallað




Bommies
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 00:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Bommies » Sun 30. Des 2012 22:17

Oftast bara val milli switcha, ég hef prófað brown og black switches í gaming. Ef ég ætti að dæma þær 2 switch tegundir væru Black switches betri í FPS og brown valið fyrir RTS/MOBA. Þetta er samt örugglega eitthvað sem venst með meiri notkun og hægt að velja um marga aðra switcha.

Hérna er síða sem tekur niður aðal atriðin finnst mér um mechanical lyklaborð og hverju þú ættir að leita að í þeim.
http://www.overclock.net/t/491752/mecha ... oard-guide

Hérna er svo yfirlit af sömu síðu um flestar gerðir switcha (ekki sama feel frá öllum framleiðendum en sama hugmynd)
http://www.overclock.net/t/491752/mecha ... st_6009482

Mæli annars bara með því að nota þá sem þér finnst þægilegir og ekki fara eftir netinu í hverjir eru "bestir" fyrir gaming frá einhverjum reviews þar sem hann hefur líklega allt aðrar kröfur um lyklaborðið. Bara taka meðmælin til umhugsunar.

btw, ég myndi ekki setja íslenska stafi sem skilyrði á gaming lyklaborð :D þetta lærist fljótt utanað (sérstaklega ef þú ert að forrita) og í þessi einstöku tilvik sem þú ert að leita af tákni ef þú kannt þetta ekki utanað er það bara 5-6 keypresses. Fæstir setja þessa kröfu og því ekki oft umhugað að hafa íslenska stafi á svona borðum (kostar aukalega og/eða þarf oftast stóra pöntun fra framleiðanda til að flytja svoleiðis inn í flestum tilvikum). Macro keys eru líka kannski áheyrslur á eitthvað annað en þessi "reflex" lyklaborð eru notuð í og eru oftast partur af RPG leikjum eins og WoW t.d. þar sem mér finnst mecha lyklaborð ekki vera að skipta sköpun. En bara mitt álit O:)



Skjámynd

Höfundur
Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf Swooper » Þri 01. Jan 2013 21:31

Ég var búinn að finna þessa grein, Bommies, hún er mjög góð og útskýrði vel fyrir mér muninn á switchunum. Mig grunar að brúnu switcharnir henti mér best, en hef ekki fundið neina búð með þannig lyklaborð til sölu ennþá. Það var auðvitað allt meira og minna uppselt alls staðar eftir jólin þegar ég fór í búðirnar, tékka aftur eftir svona tvær vikur. Veit einhver hérna annars um brown switch lyklaborð sem er venjulega til einhvers staðar hér? Er að fara gegnum vefina hjá þeim en hef ekki fundið neitt ennþá. Ef mér líkar við brúnu svissana mun ég líklegast reyna að útvega mér Razer Blackwidow Stealth Ultimate, sem gæti verið flókið...

Edit: Nevermind á Blackwidow Stealth - ólíkt venjulegu Blackwidow virðist það ekki vera fáanlegt með non-US layouti ](*,)


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf SolidFeather » Þri 01. Jan 2013 21:44

Afhverju viltu ekki US layout?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Mekanískt leikjalyklaborð

Pósturaf dori » Þri 01. Jan 2013 21:53

SolidFeather skrifaði:Afhverju viltu ekki US layout?

Er þetta ekker bara spurning um personal preference? Ég myndi t.d. aldrei kaupa mér ANSI lyklaborð. Þetta er ekkert spurning um hvort það venjist eða ekki eða hvort það sé hægt að skipta endalaust milli tungumála eða að stilla gluggakerfið þannig að viss forrit nota alltaf eitt tungumál en sjálfgefið sé eitthvað annað. Það er nokkuð auðvelt að ná til allra tákna á "venjulegu" ISO lyklaborði og þau eru þarna alltaf og þú hefur alla íslenska stafi til taks. Alltaf. Ég hef vegið þessa kosti marg oft og sé enga ástæðu til að sleppa einum takka m.v. "venjulegt" lyklaborð.

Það að ná betur í sértákn þegar verið er að forrita er t.a.m. ekki næg ástæða fyrir mér. Forritun (að mestu leyti) er ekki eitthvað þar sem hraði í innslætti skiptir höfuð máli og það er meiri ástæða til að skipta yfir í vi frá emacs ef menn hafa áhyggjur af RSI.