AMD64?


Buddy
Nörd
Póstar: 141
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 22:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Buddy » Sun 30. Maí 2004 10:43

Já af hverju að breyta hönnun sem virkar vel? Þeir hefðu þurft að halda áfram með P2 í stað þess að fara í þetta P4 ævintýri. Það má líta svo á að AMD hafi 3 ára forskot á þá í því að pína XP upp. XP er náttúrulega líka orðinn eitt skítmixið við annað.

Eitt sem að mér finnst spennandi við þetta allt saman er að það gæti einfaldlega gerst bráðum að aðrir en AMD og Intel fari að keppa í ódýrari örgjörfunum. IBM, VIA (gamli Cyrix og endalausir peningar) og Transmeta (góð hönnun) koma vel til greina ef þeim tekst að hrúga nógu mörgum ódýrum og köldum örgjörfum á framtíðarmóðurborðin. Kínverjarnir og einhverjir Rússar voru með einhverja örgjörfa sem gátu ekki keppt meðann Intel/AMD gátu ennþá aukið hraðannn með því að minnka rásabreiddina.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Sun 30. Maí 2004 11:19

Þegar AMD komu fram með Athlon (K7) hönnunina þá misstu Intel forskotið sem þeir höfðu haft í afköstum en einnig (og kanski enn mikilvægar) í klukkuhraða. Þó er P4 hugmyndin rökrétt framhald af þróuninni sem hafði átt sér stað þar sem menn voru að lengja pípurnar til að auka hraðann.

Ég er sammála þér með að það séu spennandi tímar framundan meðtilkomu nýrra framleiðanda, vandinn er að það er erfitt að komast inn á markaðinn, þar sem örgjörvinn er bara 10-20% af tölvuverðinu. En kanski menn muni vera tilbúnir til að fórna afköstum fyrir kaldari og hljóðlátari keyrslu.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 31. Maí 2004 20:37

Buddy skrifaði:Ég býst við því að einhver annar hérna geti útskýrt af hverju Intel er að hætta með P4 línuna með öðrum rökum en að þessi hönnun sé bull.

Afhvejru segiru að þeir séu hættir með P4 línuna?

En þegar að því kemur þá er ástæðan sú sama og þegar þeir hættu að framleiða P2 og P3.




kjartan
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Mán 08. Mar 2004 20:37
Reputation: 0
Staðsetning: Akranes, Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

...

Pósturaf kjartan » Mán 31. Maí 2004 22:16

Ég er með AMD64 3200+ hann er að virka mjög vél í leikjum
var að skoða review um daginn þar sem að það var frekar mælt með amd64 í leikjum heldur en Intel 3.2 Extreme edition, og í raun bara frekar mælt með honum yfir höfuð þar sem það munar svo ótrúlega littlu á performance á þeim vs verð það er ekki nema þú sért í bullandi 3d rendering að þú gætir grætt eitthvað á 3.2 EE en þá erum við bara að tala um nokkrar sek, sem ég persónulega tel ekki vera virði 50-60þús kr

Í þessari könnun kom fram líka að prescott væri að standa sig yfirleitt verr heldur en northwood

því miður er ég ekki að finna þessa könnun aftur :/

prescott 2.8 er ekki að standa sig við hliðina á AMD64 samkvæmt því sem ég hef lesið ég tæki AMD64 fram yfir Intel anytime




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 31. Maí 2004 23:28

AMD64 örrarnir sem þú ert að tala um kosta líka næstum 100.000 (ef ekki meira)




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Þri 01. Jún 2004 00:18

Dýrustu AMD örgjörvarnir, FX-53 eru í kringum 730$ en P4 3.2EE eru á ca. 900$ og P4 3.4EE eru á u.þ.b. 1000$.

Hins vegar var kjartan að tala um A64 3200+ sem kostar ca. 270$ dollara og er að skila sömu afköstum og P4 3.2EE í leikjum og rétt tæplega 10% meiri afköstum en P4 3.2 Northwood.



Skjámynd

Dannir
Fiktari
Póstar: 87
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 16:50
Reputation: 0
Staðsetning: RvK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dannir » Þri 01. Jún 2004 00:38

Gumol . Ég er líka búinn að lesa fullt af umsögnum um amd64 3000,3200,3400 og fx línuna á móti intel.

Mitt val var amd64 vegna þess að ég nota mína tölvu í leiki,browse og annarskonar heimilisvinnslu.

Ég sá að minn 64-3200 var að standa sig betur í leikjum og var ekki langt á eftir dýrustu pentium örrunum í öðrum þáttum.

Ég var líka mjög sáttur við minn Intel örgjörva á sínum tíma en tel ég að Amd64 séu ein bestu kaup dagsins í dag.




kjartan
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Mán 08. Mar 2004 20:37
Reputation: 0
Staðsetning: Akranes, Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

AMD64

Pósturaf kjartan » Þri 01. Jún 2004 15:45

Gumol já nei. minn kostar 32þús krónur.. það er soldið langt frá 100þ
krónum, það er 3.2ghz EE sem kostar yfir 100þús og minn er að koma betur út í leikjum en hann

ég er með AMD64 3200+ , 3400+ kostar aðeins meira, en munar samt of littlu á performance á þeim þar að auki hægt að clocka minn upp þannig hann vinnur á við 3400+




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 01. Jún 2004 22:14

Ég var að skoða þetta eftir þessum samanburði: http://www20.tomshardware.com/cpu/20040 ... 39-16.html

Dannir: Flott val, ég hefði sammt tekið Intel.

Kjartan: Þeir AMD64 örgjörvar sem eru betir en P4 EE eru á um 100.000