Ráðlegging fyrir nýja tölvu


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 14:30

Sæl öllsömul.

Ég er að hugleiða að versla mér tölvuturn. Þetta er tölva sem þarf að vera fram í stofu en er jafnframt hugsuð sem leikjavél sem og mediacenter og þar með tengd í sjónvarpið. Vélin sem ég á er orðin nokkuð gömul og er mjög hávaðasöm. Ég er því að leita mér að vél sem er eins hljóðlát og hægt er að fá hana fyrir peninginn en jafnframt nægilega öflug til þess að gera það óþarft að uppfæra næstu þrjú árin helst.

Verðviðmið er um 200.000 kr. Ég á skjá, lyklaborð og mús og allt annað, vantar einungis kassann og innviðið.

Með von um góðar undirtektir og svör.

Bestu kveðjur.
Daníel.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 23. Apr 2012 14:38



Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 14:44

Þakka svarið Acid Rain,

Er tölvan hljóðlát sem vinur þinn fékk? Ég hef smá áhyggjur af kassanum sem er í samsetningunni hjá þér, er þetta almennt hljóðlátur tölvukassi?

Bestu kveðjur.
Daníel.



Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf Eiiki » Mán 23. Apr 2012 15:19

Ég persónulega myndi hafa pakkan örlítið frábrugðinn frá því sem Acid Rain gerði. Ég myndi t.d. ekki splæsa í svona öfluga örgjörvakælingu nema þú sért á leiðinni í eitthvað öfga overclock. Svo er þessi aflgjafi er líka algjört overkill, 500w duga alveg fyrir mediacenter setup með einu góðu skjákorti. En svona myndi ég hafa þetta:


Örgjörvi i5 2500k: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7792 33.750kr
Kæling: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1542 + vifta: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=819 = 8.990 kr. Þarft ekki að taka viftuna ef þú ætlar ekki að yfirklukka neitt..
Aflgjafi: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7393 11.950 kr.
Móðurborð: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2015 22.500 kr.
SSD: http://www.tolvutek.is/vara/120gb-sata3 ... 25-chronos 24.990 kr.
Skjákort gtx 560ti : http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7454 39.950 kr. Virkilega hljóðlátt og keyrir kalt
Minni: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7607 9.950 kr.
Kassi: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2053 28.900kr. Mjög hljóðlátur, stílhreinn og með ryksíum þannig að það safnast lítið sem ekkert ryk fyrir í kassanum.

saman gerir þetta 181 þúsund krónur og þá geturu bætt við 20 kalli í geymsludisk eða hvað sem þú vilt. Þessi væri t.d. tilvalinn: http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3389


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 15:47

Þakka svarið Eiiki

Mér líst mjög vel á þennan pakka með fullri virðingu fyrir Acid-rain.

Eitt vandamál er samt kassinn, veist þú hvort hægt er að fá þennan kassa svartan eða einungis hvítan? Að öðru leyti líst mér mjög vel á kassann.

Annað er Asrock móðurborðið. Ég hef í síðustu þrjú skipti keypt mér gigabyte móðurborð og verið mjög ánægður með þau. Eru Asrock móðurborðin jafn góð og ég spyr líka þar sem að ég er ekki alveg nægilega fróður hver er munurinn á µATX og ATX?

Ég kem ekki til með að yfirklukka neitt en hin örgjörvaviftan sem þú mælir með sem er ekki ætluð til yfirklukkunnar er ekki skráð fyrir sökkul 1155 en örgjörvinn 2500k er sökkull 1155 eftir því sem ég best veit, skiptir það máli?

Bestu kveðjur og takk fyrir svörin.
Daníel.



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 23. Apr 2012 15:49

Eiki er svo nægjusamur ;) Þetta er reyndar alveg rétt hjá honum en þetta setup er mjög hljóðlátt :)

Ég þurfti að sjálfsögðu að fá að yfirklukka örgjörvann hjá honum og þess vegna lét ég hann kaupa þessa kælingu enda hefur hann líka mikinn áhuga á að læra inn á þetta :)


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf Eiiki » Mán 23. Apr 2012 16:02

greatness skrifaði:Þakka svarið Eiiki

Mér líst mjög vel á þennan pakka með fullri virðingu fyrir Acid-rain.

Eitt vandamál er samt kassinn, veist þú hvort hægt er að fá þennan kassa svartan eða einungis hvítan? Að öðru leyti líst mér mjög vel á kassann.

Annað er Asrock móðurborðið. Ég hef í síðustu þrjú skipti keypt mér gigabyte móðurborð og verið mjög ánægður með þau. Eru Asrock móðurborðin jafn góð og ég spyr líka þar sem að ég er ekki alveg nægilega fróður hver er munurinn á µATX og ATX?

Ég kem ekki til með að yfirklukka neitt en hin örgjörvaviftan sem þú mælir með sem er ekki ætluð til yfirklukkunnar er ekki skráð fyrir sökkul 1155 en örgjörvinn 2500k er sökkull 1155 eftir því sem ég best veit, skiptir það máli?

Bestu kveðjur og takk fyrir svörin.
Daníel.

Sjálfur er ég með Asrock móðurborð og er ég hæstánægður með það, eina sem ég var "ósáttur" með var að ég þurfti að keyra inn driverana fyrir það sjálfur af disknum sem fylgdi. Þeir semsagt instölluðust ekki automaticly þegar ég setti upp w7, en það er nú bara smámál :lol:

Ertu ósáttur við að hafa hvítann kassa? Þessi kassi fæst ekki hérna á klakanum í svörtum lit en hann er einhverstaðar til út í heimi. Ég mæli líka með þessum kassa: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2120 Hann er stílhreinn og flottur líka en hann losar sig ekkert alltof vel við hita sem skiptir í raun litlu sem engu máli ef þú ætlar ekkert að yfirklukka neitt af ráði.

Svo með µATX og ATX eru bara stærðirnar á móðurborðunum, mér finnst alltaf þæginlegt að hafa þau lítil til en það er bara ég, getur svosem skellt þér á móðurborðið sem Acid sýndi þér.

Hvað varðar festingarnar á örgjörvakælingunni þá eru sömu festingar fyrir 1155 og 1156 þó svo að það séu ekki sömu örgjörvarnir sem fara í þau socket. Þ.a. þessi kæling er alveg legit :)


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 16:06

Frábært,

Þakka kærlega fyrir svörin Eiiki og Acid-Rain.

Bestu kveðjur.
Daníel.



Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Reputation: 25
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf lifeformes » Mán 23. Apr 2012 18:34

svona aðeins að skipta mér að, en þá myndi ég fara í sli borð eða crossfire, svona uppá framtíðina að gera :happy




Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 20:22

Hvaða móðurborði myndirðu þá mæla með lifeformers?

Bestu kveðjur.
Daníel.



Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Reputation: 25
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf lifeformes » Mán 23. Apr 2012 20:48

það er svo endalaust margt í boði bara spurning hvað þú ert tilbúinn að eyða í þau.

t.d. http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1714
http://tolvutek.is/vara/gigabyte-s1155-z68xp-ud4-black-modurbord

bæði þessi borð styðja t.d. pci express 3.0 sem er fyrir nýjustu skjákortin, en til þess þarftu að upgrade-a í nýrri örgjörva
* To support PCI Express 3.0, you must install an Intel 22nm CPU
sem ég held að séu Ivy-bridge er ekki alveg viss á því samt, hef ekki kynnt mér það neitt svo best væri að einhver annar myndi staðfesta það frekar.
En þessi borð t.d. eru sýnist mér þokkalega future proof.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf Klaufi » Mán 23. Apr 2012 20:50

lifeformes skrifaði:bæði þessi borð styðja t.d. pci express 3.0 sem er fyrir nýjustu skjákortin, en til þess þarftu að upgrade-a í nýrri örgjörva
* To support PCI Express 3.0, you must install an Intel 22nm CPU
sem ég held að séu Ivy-bridge er ekki alveg viss á því samt, hef ekki kynnt mér það neitt svo best væri að einhver annar myndi staðfesta það frekar.
En þessi borð t.d. eru sýnist mér þokkalega future proof.


Staðfest.

Btw, Pci-e 2.0 er ekki að fara að "flöskuhálsa" einu 680Gtx korti, svona til samanburðar.


Mynd


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 20:51

Ég geri þá ráð fyrir því að ég geti keypt 2500k örgjörvann en til þess að nýta mér pci express 3.0 þá verð ég að uppfæra í betri örgjörva, annars keyrir pci express bara á 2.0?

Bestu kveðjur.
Daníel.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf Klaufi » Mán 23. Apr 2012 20:52

greatness skrifaði:Ég geri þá ráð fyrir því að ég geti keypt 2500k örgjörvann en til þess að nýta mér pci express 3.0 þá verð ég að uppfæra í betri örgjörva, annars keyrir pci express bara á 2.0?

Bestu kveðjur.
Daníel.


Sæll,
Það er rétt.

En eins og ég segi það er ekki að fara að hrjá þér af neinu viti strax.

Ertu búinn að ákveða skjákort?
Ef þú tekur 560Ti, og ákveður síðar að bæta öðru við, þá ertu ekki í neinum vandræðum þó þú sért að keyra á Pci-E 2.0.


Mynd

Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 23. Apr 2012 20:54

Klaufi skrifaði:
lifeformes skrifaði:bæði þessi borð styðja t.d. pci express 3.0 sem er fyrir nýjustu skjákortin, en til þess þarftu að upgrade-a í nýrri örgjörva
* To support PCI Express 3.0, you must install an Intel 22nm CPU
sem ég held að séu Ivy-bridge er ekki alveg viss á því samt, hef ekki kynnt mér það neitt svo best væri að einhver annar myndi staðfesta það frekar.
En þessi borð t.d. eru sýnist mér þokkalega future proof.


Staðfest.

Btw, Pci-e 2.0 er ekki að fara að "flöskuhálsa" einu 680Gtx korti, svona til samanburðar.

Langar að bæta við þetta. Ef þú ert með 2x GTX 680 í SLI á PCI-e 2.0 og 2 8x lanes þá er það kannski fyrst að fara að muna einhverju í hraða SKYLST mér á því sem ég hef verið að lesa síðustu daga :)


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Reputation: 25
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf lifeformes » Mán 23. Apr 2012 21:09

Ég held að uppfærsla á 2x gtx680 sem kosta hvað? um 200.000.- saman? séu ekkert uppfærsla sem hann þarf að spá í (með fullri virðingu) nema að hann sé að fara að gera einhverja killer maskínu sem er teingd við kröfluvirkjun og verði geymd niðrí kjallara en ekki inní stofu . :megasmile



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 23. Apr 2012 21:14

lifeformes skrifaði:Ég held að uppfærsla á 2x gtx680 sem kosta hvað? um 200.000.- saman? séu ekkert uppfærsla sem hann þarf að spá í (með fullri virðingu) nema að hann sé að fara að gera einhverja killer maskínu sem er teingd við kröfluvirkjun og verði geymd niðrí kjallara en ekki inní stofu . :megasmile

Sorry var bara að hugsa upphátt (u know what I mean) :face


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mán 23. Apr 2012 21:32

Þakka kærlega öll innleggin:)

Ég held að ég haldi mig við stakt skjákort og velji móðurborð eftir því, þetta er tölva sem á að vera öflug en jafnframt eins hljóðlát og hægt er að hafa.

Ég ætla að skoða allt að ofan mjög vel og ég set svo inn innlegg þegar að ég hef lokið við kaupin:)

Bestu kveðjur.
Daníel.



Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf Klaufi » Mán 23. Apr 2012 21:34

Ekki málið, en ef að Klemmi eða Chaplin myndu svara hér þá fengirðu pottþétt svar.

Klemmi er allavega farinn að keyra allar vélar í sínu heimili nánast viftulausar ef ég man rétt ;)

Ekki hika við að spyrja ef við getum hjálpað þér með eitthvað fleira.


Mynd


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Þri 24. Apr 2012 13:59

Sælir allir saman

Ég hef verið að liggja aðeins yfir þessu og er með nokkrar spurningar.

Ef valið stendur á milli eftirfarandi þriggja Skjákorta hvert væri valið án tillits til kostnaðar en með tillit til hávaða frá vél.

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7454
MSI GTX560 ti Twin Frozen II OC

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7657
MSI AMD Radeon R6950 TWIN FROZR II

http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-gt ... -1gb-gddr5
Gigabyte GTX560 ti Twin Frozen II OC

Samkvæmt því sem ég get best séð þá skora 6950 kortin betur almennt í benchmarks en það er auðvitað dýrara en bæði GTX kortin. Á milli GTX kortanna þá heldur Gigabyte því fram að þeir hafi meiri kjarnaklukkuhraða. Munurinn þar á milli skiptir ekki máli nema ef það þýðir meiri greinilegan hávaða frá Gigabyte kortinu. Er það mat þeirra sem vita til að það er meiri hávaði frá Radeon kortinu en Nvidia kortunum hér að ofan?

Svo fylgja sennilega fleiri spurningar síðar en ég er mjög þakklátur fyrir hjálpina sem mér hefur verið veitt:)

Bestu kveðjur.
Daníel.




Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mið 25. Apr 2012 08:43

bump.




Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf greatness » Mið 25. Apr 2012 19:29

Sælir allir saman.

Eins og fyrr segir þá hef ég legið töluvert mikið yfir þessu og er að hugleiða eftirfarandi kaup. Endilega commenta ef þið sjáið eitthvað af þessu.


Kassi
Coolermaster
Kassi Silencio 550 - 18.950 kr.

Aflgjafi
Coolermaster
Silent pro 600 W - 18.950 kr.

Móðurborð
MSI
Z77a-G43 - 23.950 kr.

Örgjörvi
Intel
2500K - 34.750 kr.

Örgjörvavifta
Coolermaster
Hyper 212s Evo - 6.450 kr.

Skjákort
MSI Radeon
R7850 twin frozen - 48.950 kr.

Innra minni
Corsair 2x4 GB
1600 mhz DDR3 - 9.950 kr.

Stýriskerfisdiskur
Corsair SSD
120 GB - 29.450 kr.

Samsung
Drif DVD - 4.450

Samtals: 195.850 kr.




tar
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fim 29. Mar 2012 20:59
Reputation: 1
Staða: Tengdur

Re: Ráðlegging fyrir nýja tölvu

Pósturaf tar » Lau 05. Maí 2012 15:33

Ég var einmitt að spá í að fá mér spræka tölvu í þessum kassa (Cooler Master Silencio 550) og Cooler Master Hyper 212 EVO örgjöfakælingu.

Í upplýsingum um kassann
http://www.coolermaster.com/product.php?product_id=6702
stendur:
"Maximum Compatibility: CPU cooler height: 6.10-inch (154mm)"

Skv.
http://www.coolermaster.com/product.php?product_id=6741
er kælingin sögð 159 mm á hæð.

Hljóðeinangrunar svampurinn rekst því sennilega í þessa örgjöfakælingu þegar þú lokar kassanum. Það gæti þurft að skera smá svamp í burtu.

Ef þú tekur þennan kassa og þessa kælingu, mátt þú gjarnan láta vita hvernig gekk að loka kassanum og hvort þú skarst í svampinn.