Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Tengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf CendenZ » Sun 01. Apr 2012 18:25

Það eru aðalega þéttarnir sem eru hvað viðkæmasti, þeir tærast í miklu raka.
En í of litlum raka stútast svo PSU-in :)



Skjámynd

AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AciD_RaiN » Sun 01. Apr 2012 18:48

Það eru til slatti af bókum á netinu um hvernig sé best að stjórna raka í einmitt skúrum og litlum herbergjum þegar maður er með cannabis ræktanir. Það gæti kannski eitthvað hjálpað þér að skoða þann þátt í þessum ritum :)


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf appel » Sun 01. Apr 2012 18:53

Þessir ATX turnar eru orðnir obsolete þegar maður þarf að fara geyma þá ÚTI!


*-*

Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf kubbur » Sun 01. Apr 2012 19:00

klæða vélarnar í nælonsokka og raki tilheyrir sögunni


Kubbur.Digital


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf IL2 » Sun 01. Apr 2012 19:25

Ég gæti trúað því að of lítill raki og of mikill hiti yrði frekar vandamál.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf vesley » Sun 01. Apr 2012 20:32

Þetta gæti verið mjög sniðug lausn ef þú nærð stjórn á rakanum nema þá á sumrin.

Hitastigið inní svona litlum skúrum fer oft langt yfir 30°C þegar sólin er uppi og miðað við hvernig næsta sumar gæti orðið þá mun verða mjög heitt þar inni og þú þyrfti þá ágætis kælingu þar inni sem ætti ekki að vera stórmál ef hávaði er ekki stórt áhyggjuefni. Maður hefur nú heyrt lætin í sumum af serverunum.

En ef sólin skín lítið á þennan skúr þá gæti þetta verið snilldar staður fyrir tölvurnar :)




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Sun 01. Apr 2012 21:09

@OliA - Til þess að kæla geymsluna enn frekar þyrfti ég búnað sem myndi dæla meira af lofti þangað inn, og það er engin (mér sjáanleg) leið til þess þar sem geymslan er miðsvæðis í húsinu og margir veggir í næstu glugga/útveggi. Ég var með bestu mögulegu hljóðlátu vifturnar sem fengust hérna heima en þær dugðu ekki til. Fyrir utan það þá nota ég skúrinn á pallinum afar lítið og mér veitti ekkert af meira plássi inn í geymslu. Planið hefur líka lengi verið að fara í rack þjóna og þeir eru yfirleitt ekki þekktir fyrir að vera í hljóðlátari kantinum.

@CendenZ - Hvað er frystihúsamálning?

@Garri - Ég er voðalega paranoid með flestar mínar eigur, svo það er ekki stórt vandamál. Skúrinn er nánast hvergi sjáanlegur nema inn úr húsi hjá mér, sést ekki af götunni og ekki nema ganga framhjá útidyrahurðinni hjá mér og framhjá stofugluggum. Með því að fara þá leið er búið að ganga framhjá einni öryggismyndavél, og svo yrði önnur vél inn/við skúrinn sjálfann. Í kringum allann pallinn er 2m hár veggur og núna í vor kemur læst grindverk við eina opna innganginn inn á hann. Með öðrum orðum, þú sérð þennan skúr ekkert fyrir tilviljun. Svo hafa hundarnir séð um að fæla burt óvelséða gesti ;)

Ein af aðal áhyggjunum mínum var akkúrat varðandi frostið, hvort 4-5 vélar séu nóg til að hita þetta rými upp á köldustu vetrarnóttum, HDD'arnir hafa engan vegin gott af því að fara niður fyrir 20-25°. Ég hugsa þó að hitavandamál væru líklegri fremur en kulda, e-ð sem tvískipt varmadælukerfi svipað og er notað í sumum bústöðum eða skrifstofum gæti leyst, sem geta bæði kælt og hitað - En eins og ég minntist á, mig grunar að þetta sé djöfulli dýr lausn fyrir svona hobbýverkefni.

@Vesley - Ég er reyndar ekki búinn að búa þarna nógu lengi til að geta sagt til um það með vissu en mig grunar að sólin nái aldrei að skína beint á skúrinn, amk ekki þegar hún er hátt á lofti.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Tengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf CendenZ » Sun 01. Apr 2012 21:49

Málningin sem maður málar bílskúrinn með, kemur í veg fyrir örverugróður og ýtir undir uppgufun á raka sem sest annars á veggi
Svo bara klæða gólfið með gólfdúk, það er alltaf raki þar sem rakt volgt loft kemst í snertingu við annað hvort kalt þurrt loft eða heitt þurrt loft

Þetta ætti ekki að kosta mikið, jafnvel vera með rakamæli til að mæla þetta áður en þú ferð í einhverjar forvarnir. Kannski myndast ekkert mikill raki, kannski myndast allt of mikill raki.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf tdog » Sun 01. Apr 2012 21:53

Þú getur tekið affallið úr ofnakerfinu eða gólfhitanum og tekið hann í tvær lykkjur í skúrnum ef þið ert hræddur við frost.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf GuðjónR » Sun 01. Apr 2012 22:03

Einfaldasta lausnin er að losa sig við hundana og hafa tölvurnar í geymslunni innaf þvottahúsinu.




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Sun 01. Apr 2012 22:08

GuðjónR skrifaði:Einfaldasta lausnin er að losa sig við hundana og hafa tölvurnar í geymslunni innaf þvottahúsinu.


Þá losa ég mig fyrr við tölvurnar.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf GuðjónR » Sun 01. Apr 2012 22:09

AntiTrust skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Einfaldasta lausnin er að losa sig við hundana og hafa tölvurnar í geymslunni innaf þvottahúsinu.


Þá losa ég mig fyrr við tölvurnar.


Setja hundana í kofann?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf tdog » Sun 01. Apr 2012 22:11

GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Einfaldasta lausnin er að losa sig við hundana og hafa tölvurnar í geymslunni innaf þvottahúsinu.


Þá losa ég mig fyrr við tölvurnar.


Setja hundana í kofann?


Setja konuna í kofann, hundana í hjónaherbergið og tölvurnar í geymsluna og loka bara þvottahúsinu :troll




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf IL2 » Sun 01. Apr 2012 22:14

Setur hvítt einangrunarplast undir gólfið og síðan að innan. Gengur frá rafmagni og lofttúðum og síðan byggingarplast yfir allt saman með góðum frágangi og klæðir síðan með gifsi. Það gleypir í sig rakan og lætur hann síðan aftur frá sér ef ég man rétt úr Iðnskólanum.

En og aftur myndi ég ekki hafa áhygggjur í svona littlu rými að hitinn verði ekki nógur. Hvað er heitt í rýminu þar sem þær eru núna?

Ef þú nennir gætirðu mælt hita og rakastig þar inni og svo annarstaðar í húsinu.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf biturk » Sun 01. Apr 2012 22:19

ég myndi setja glært byggingarplast á timbrið að innan verðu, steinull þar á og klæða síðann með plasti og teipa samskeiti með sika teipi

setja síðann bara lofttúðu á þakið með filter svepp og málið er steindautt fyrir veggi, þarft að gera sama fyrir loftið ef sú er raunin, gifs væri líka ágætis hugmynd yfir steinullina, við megum ekki gleima að ullin þéttir jafnt hitann inni sem og kuldann úti!

og svo svipaða lausn fyrir gólfið nema bara setja timbur plötur og síðann dúk til að þétta algerlega


svona ættiru að geta haldið svipuðum raka og í venjulegri íbúð


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Sun 01. Apr 2012 22:24

Allt farið að sigla í rétta átt hérna

En ef þetta plan mitt er af e-rjum ástæðum ekki framkvæmanlegt, þá er spurning hvort ég geti tengt barka við loftinntakið í geymslunni og tengt við e-rskonar viftu/AC.

@IL2 og Biturk- Takk fyrir info-ið, hef þetta í huga. Ef ég ætti að giska myndi ég segja að það væri líklega í kringum 30° inn í serverherbergi með lokaða hurð eins og er. Þarf að mæla herbergið, bæði hita og raka til að hafa e-r viðmið, fer í að kaupa hita og rakamælir á morgun.

Er þetta kannski e-ð sem ég ætti að skoða áður en ég fer út í stærri ventilation aðgerðir : http://www.hagblikk.is/xf100h.asp ?

Hvað samt sem almennt loftflæði, burtséð frá raka. Þarf ég ekki að vera með e-rskonar push/pull kerfi í gangi í svona litlu rými?



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf tdog » Sun 01. Apr 2012 22:35

AntiTrust skrifaði:Er þetta kannski e-ð sem ég ætti að skoða áður en ég fer út í stærri ventilation aðgerðir : http://www.hagblikk.is/xf100h.asp ?

Er þetta ekki svona baðherbergisvifta, sem fer í gang þegar baðkarið er farið að fyllast og móðan farin að setjast á gluggana? Varla verður rakastigið í geymslunni það mikið að þessi fari í gang.



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf DJOli » Sun 01. Apr 2012 22:36

Ég veit ekki hvort það veki áhuga, en það fyrsta sem mér datt í hug varðandi kælingu í kofanum væru kannski tvær 140-160mm viftur, mögulega fleiri til að halda góðu loftflæði, og þaðan kom sú hugmynd um að pæla í sólarpanel(um) á þakið.

Ætti ekki að vera of mikið vandamál að verða sér úti um svoleiðis, en hinsvegar hef ég ekki hugmynd hvað sólarpanell kostar.

Planið væri þá að fara sólarpanelana tengda við einhverja miðstöð sem hægt væri að tölvustýra í gegnum innranet, svo að kofinn þyrfti sem minnst viðhald allan sólarhringinn, svo væri jú náttúrulega hægt að redda ódýrum vefmyndavélum ef þú ert í vafa um öryggi. Þær eru jú, ekki svo dýrar.

Svo með þennan kóða:

If (hitanemi) = (under(0°C) Then
(hraði á viftum) = (faster)
Endif

Ég myndi hafa þetta svona:
(Miðað við viftur sem ná sirka 2600rpm, minnir að minimum hraðinn á þeim sé þá annaðhvort 600 eða 800rpm)

If (hitanemi) = (-5°C) Then
(hraði á viftum) = (900rpm)
If (hitanemi) = (0°C) Then
(hraði á viftum) = (1200rpm)
if (hitanemi) = (10°c) Then
(hraði á viftum) = (1600rpm)
If (hitanemi) = (18°C) Then
(hraði á viftum) = (2000rpm)
If (hitanemi) = (25°C) Then
(hraði á viftum) = (2400rpm)
If (hitanemi) = (28°C) Then
(hraði á viftum) = (2600rpm(max))
Endif


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Sun 01. Apr 2012 22:48

tdog skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Er þetta kannski e-ð sem ég ætti að skoða áður en ég fer út í stærri ventilation aðgerðir : http://www.hagblikk.is/xf100h.asp ?

Er þetta ekki svona baðherbergisvifta, sem fer í gang þegar baðkarið er farið að fyllast og móðan farin að setjast á gluggana? Varla verður rakastigið í geymslunni það mikið að þessi fari í gang.


Jú, líklega. Veit ekki hver efri og neðri mörk stillinganna á henni eru, svo ekki hugmynd hvort hún myndi nýtast e-ð.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf IL2 » Sun 01. Apr 2012 22:53

biturk, mátt ekki hafa plast yst, heldur þakpappa. Plastið heldur rakanum inni sem er ekki gott.

Ég held að þú komir ekki til með að þurfa að hafa miklar áhyggjur af því að rakinn fari mikið yfir 40%. Ég er með tvær tölvur í herberginu, hvoruga í gangi allan sólarhringinn en yfirleitt báðar í gangi þegar ég kveiki á þeim og ég á í stökustu vandræðum með hvað loftið er þurt. Ofninn er aldrei í gangi og rakaneminn fer aldrei upp í 40% nema með galopinn glugga í grenjandi rigningu.

Viftan sem linkurinn er á væri kanski ágætis öryggisbúnaður, en færi líklegast sjaldan í gang ef frágangurinn er í lagi á öllu.

p.s Með að tengja A/C eða viftu í geymsluna þá þarftu einhvern in eða útblástur á móti til að ná hringrás. Gleymdi einmitt að spyrja um hvar túðan væri í geymslunni og hvort eitthvað veggjunum væri útveggur?



Skjámynd

OliA
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Mið 19. Mar 2003 01:23
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf OliA » Sun 01. Apr 2012 23:25

@AntiTrust

Er vatn í serverherberginu hjá þér fyrir ? Þ.e. kalt vatn og frárennsli ?
Ef svo er þá er bara að tengja lítinn radiator inn á kaldavatnið og þá ertu kominn með kælingu á lofti sem er þarna fyrir.
Bara hugmynd ef skúrinn ef of mikið.


The real problem with hunting elephants is carrying the decoys.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf GuðjónR » Sun 01. Apr 2012 23:37

En svo ég hætti að fíflast í þér með hundana, værir þú ekkert hræddur um að tölvunum yrði stolið ef þær væri í skúr út í garði?




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf AntiTrust » Mán 02. Apr 2012 01:12

@IL2, nei eins og ég minntist held ég á í e-rju svarinu mínu þá er þessi geymsla voðalega miðsvæðis í húsinu og því engir gluggar né útveggir nálægt. Túðan er hinsvegar í loftinu í einu horninu, er með alla þjónanna beint þar fyrir neðan eins og er í dag.

@OliA, nei engar vatnslagnir, væri svosem ekkert mesta mál í heimi að græja það úr þvottahúsinu en ekki endilega e-ð sem ég er spenntur fyrir.

@GuðjónR, bæði og, en ég myndi að sjálfsögðu gera tilheyrandi ráðstafanir, myndavél með nætursjón og hreyfiskynjun tengda við e-rskonar alarm kerfi, bæði ljós og vælu. Annars er skúrinn tiltölulega falinn og ekkert sem myndi gefa til kynna að það væru e-r verðmæti þarna inní.




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf IL2 » Mán 02. Apr 2012 01:36

Með því að setja viftu í túðuna myndirðu líklega strax minka hitann þarna inni.

Var líka að velta fyrir mér að ef þú smíðaðir barka aftan á vélarnar þar sem aflgjafinn er og létir þá sameinast í einn barka sem blési beint út, þá myndi strax minka hitinn á sumrin í skúrnum. Væri náttúrulega einfaldara með "rack setup"



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Utandyra servergeymsla / Eðlisfræði/húsasmiðahjálp?

Pósturaf tlord » Mán 02. Apr 2012 12:34

skrúfaðu bara lítinn hitaveitu ofn í loftið á herberginu og láttu kalt vatn renna rólega í gegnum hann. stutt í lagnir í þvottahúsinu væntanlega