Tölvukaup (Gott batterí, lítil bilanatíðni og hröð vinnsla)


marri87
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Þri 14. Des 2004 17:43
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup (Gott batterí, lítil bilanatíðni og hröð vinnsla)

Pósturaf marri87 » Lau 07. Jan 2012 21:21

Olafst skrifaði:
thk skrifaði:góð í forritun

Vertu þá viss um að lyklaborðið á vélinni sé íslenskt eða nordic til að fá <>| takkann.
Hann er ekki á sumum vélum sem menn eru að selja hér á landi með US layouti.


Aftur á móti ef þú ætlar að forrita eitthvað meira en bara fyrir skólann þá munar helling að vera með english layout stillt. Langflestir forritunartakkarnir eins og ;, {}, [], / eru mun þægilegra staðsettir á en layout en íslensku.




Höfundur
thk
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 06. Jan 2012 14:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup (Gott batterí, lítil bilanatíðni og hröð vinnsla)

Pósturaf thk » Lau 07. Jan 2012 21:33

marri87 skrifaði:
Olafst skrifaði:
thk skrifaði:góð í forritun

Vertu þá viss um að lyklaborðið á vélinni sé íslenskt eða nordic til að fá <>| takkann.
Hann er ekki á sumum vélum sem menn eru að selja hér á landi með US layouti.


Aftur á móti ef þú ætlar að forrita eitthvað meira en bara fyrir skólann þá munar helling að vera með english layout stillt. Langflestir forritunartakkarnir eins og ;, {}, [], / eru mun þægilegra staðsettir á en layout en íslensku.

Ég býst nú ekki við að það verði mikið vandamál, maður hlýtur að læra fljótt á sína eigin fartölvu.
Takk samt fyrir ábendinguna.

Klemmi skrifaði:
thk skrifaði:Það er aðallega spurning um þetta skjákort, ég býst reyndar ekki við að vera að nota external skjá en væri hægt að skipta því upp í 2gb?
Myndir þú mæla með því og hvað myndi það kosta?
Einnig, væri hægt að fá rafhlöðu með meiri endingatíma?


Fartölvum, fyrir utan Dreamware tölvurnar hjá Start, er yfirleitt mjög lítið hægt að breyta, yfirleitt er það eina sem hægt er að gera að stækka minnið og skipta um harðan disk (og svo þráðlaust netkort og geisladrif en mjög fáir sem fara út í það).
Tölvan kemur með þessu skjákorti og það er ekki hægt að skipta því út.
Hér er annars linkur á umræður um þetta sama kort, hvort að það sé vit í að fara í 2GB frekar en 1GB, svörin eru hjá öllum þau sömu, kortið er ekki nógu öflugt hvort eð er til þess að 1GB verði flöskuháls.

Varðandi rafhlöðuna á þá nei, því miður hef ég ekki séð öflugri rafhlöður, og ef það er á annað borð hægt, þá myndi slík rafhlaða líklega kosta nálægt 30þús kr. :(


Mér líst ekki alveg nógu vel á Dreamware tölvuna en það eru kannski bara fordómar að minni hálfu.
Ég vil frekar kaupa merki sem hefur sannað sig hér á landi fyrst (þrátt fyrir að vita ekkert hvernig þessar Dreamware tölvur eru í raun).

Annars er þetta flott mál, nú lítur ákvörðunin út fyrir að koma niður á aðeins endingaminna batterí (Toshiba segir 4,5 klst í endingu, þrátt fyrir að það þurfi nú ekki að vera heilagur sannleikur) og svo skjákortinu (sem lítur ekki út fyrir að skipta miklu máli).

Þetta lítur allt mjög vel út og mér lýst mjög vel á Asus-inn, takk fyrir aðstoðina. :D




Höfundur
thk
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fös 06. Jan 2012 14:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup (Gott batterí, lítil bilanatíðni og hröð vinnsla)

Pósturaf thk » Lau 07. Jan 2012 22:13

Klemmi skrifaði:
thk skrifaði:Acer: 2.2/Turbo 3.1GHz Intel Core i7-2670QM - Quad core með 6MB flýtiminn
Asus: Intel Core i7-2670QM 2.2GHz(Turbo Boost allt að 3.1GHz), 6MB í flýtiminni

Er þetta sami örgjörvi bara öðruvísi lýsing?
Veistu hvað rafhlaðan endist lengi í Asus vélinni?


Sami örgjörvi en lýsingin öðruvísi :)
Litaði þetta fínt svo þú sæir að allar tölurnar stemma.



Er þetta þá 2.2 GHz eða 3.1 ?
Hvað er þetta Turbo 3.1GHz ?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3608
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Tölvukaup (Gott batterí, lítil bilanatíðni og hröð vinnsla)

Pósturaf dori » Sun 08. Jan 2012 00:37

marri87 skrifaði:
Olafst skrifaði:
thk skrifaði:góð í forritun

Vertu þá viss um að lyklaborðið á vélinni sé íslenskt eða nordic til að fá <>| takkann.
Hann er ekki á sumum vélum sem menn eru að selja hér á landi með US layouti.


Aftur á móti ef þú ætlar að forrita eitthvað meira en bara fyrir skólann þá munar helling að vera með english layout stillt. Langflestir forritunartakkarnir eins og ;, {}, [], / eru mun þægilegra staðsettir á en layout en íslensku.

Þú getur haft en layout á ISO lyklaborði en þú getur ekki haft fullvirkandi is lyklaborð á ANSI lyklaborði (þar sem það vantar þennan umtalaða "105ta takka". Also, ég gæti ekki hugsa mér að skipta um layout á lyklaborði til að pipa á milli forrita.