Tölva frýs þegar hún stendur upprétt...


Höfundur
s1n
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Sun 23. Júl 2006 02:54
Reputation: 0
Staðsetning: Sauðárkrókur / Oslo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tölva frýs þegar hún stendur upprétt...

Pósturaf s1n » Þri 03. Jan 2012 01:19

Ég er í vandræðum með tölvu sem er reyndar að verða dálítið gömul, en það sem gerist við hana er að hún frýs alveg gjörsamlega, þeas allt á skjánum stoppar og hljóð ef það er í gangi hættir líka. Þetta getur gerst við ræsingu á tölvunni, áður en stýrikerfið er komið í gang.

Hérna eru specs:

Kóði: Velja allt

móðurborð: Asus A8R32-MVP Deluxe

PSU: Fortron Blue Storm 500W (460W)

CPU: AMD Athlon 64 X2 4800+ (Kælt með CNPS7000C, ál/kopar "blóm" með 120cm viftu)

Minni: 2x CORSAIR 1GB XMS (Parað sticks.)

Skjákort: nVidia GeForce GTX 460

OS HD: Western Digital 36gb 10k rpm Raptor
+3 aðrir HD, tveir eru í RAID.


Til að segja nánar frá þessu þá get ég látið tölvuna frjósa með því bara að banka létt ofan á kassann með fingrunum ef hún stendur upprétt, reyndar þarf svo lítið til að stundum kemst hún ekki einu sinni í windows loading screen því hún frýs.

Þetta byrjaði eftir að ég lét flytja hana í pósti frá Svíþjóð en þá hafði komið það öflugt högg á kassann sem hún var í að það kom svolítil dæld í grillið aftan á PSU og líka smá beygla á kassann sjálfann sem er ekki skrítið því þetta var hræódýrt og úr áli. Allavega var létt að laga þetta með dálítilli lagni með skrúfjárni og töng. Tölvan virkaði fínt nema bara eins og ég segi þegar það koma einhver svona létt högg á kassann.

T.d. var ég að spila einhvern FPS leik og var auðvitað nógu pirraður til að lemja í borðið þegar ég var ownaður illilega í eitt skiptið, það var þá sem þetta gerðist fyrst þetta var sumarið 2011, en ég hafði ekki mikinn tíma til að pæla í þessu þá. Þannig að núna var ég að hugsa um að reyna að komast að því hvað olli þessu í jólafríinu, aðallega því ég vil komast að því hvort þetta sé bara aflgjafinn sem bara þoldi ekki þessar barsmíðar eða hvort þetta sé móðurborðið sem er að gefa sig, kannski sprunga einhverstaðar sem gliðnar í sundur þegar tölvan er upprétt...

Tölvan virkar fínt þegar hún liggur á hliðinni og þá þarf að banka ansi fast í kassann til að hún frjósi... en ef hún er upprétt getur það gerst hvenar sem er og við minnstu hreyfingu.

Þetta er mjög skrítið allt saman, ég prófaði líka að boota henni upp í 15° halla og þá virkar hún líka fínt. Setti hana aftur niður á "lappirnar" og þá leið ekki langur tími þangað til hún fraus. Að ræsa í halla og leggja á hliðina virkar líka fínt.

Búinn að kíkja vel og vandlega í kassann og sé ekki neitt sem gæti haft áhrif, meir að segja búinn að pota í hitt og þetta á ýta við hlutum og toga í snúrur á meðan tölvan er í gangi en ég hef ekki ennþá fengið hana til að frjósa við það, nema einu sinni þegar ég rakst í kassaviftuna sem er aftan í og það held ég að hafi haft svipuð áhrif og þegar bankað er í hana, þannig að ekki komu miklar uppljóstrarnir úr því.

Prófaði að taka minnið og öll kort úr móðurborðinu og hreinsa ryk í burtu, en það virðist ekki ekki hafa breytt neinu nema WiFI kortið fór í fokk, og vildi ekki virka fyrr en ég setti það í annað PCI slot og setti drivera upp á nýtt, það er spurning hvort það sé tengt hinu. Ég get svosem prófað að taka það kort úr og ræsa tölvuna...

EItt sem ég gæti líka prófað er að ræsa tölvuna með öðrum aflgjafa/PSU en ég þyrfti þá að fá hann lánaðan hjá vini eða spyrja fallega á einhverju verkstæðinu...

Annars er ég dáldið lost og finnst þetta mjög skrítið og ákvað að koma hingað og spyrja ykkur hvort þið hafið lent í svipuðu eða getið bent mér á eitthvað sem ég get prófað til að skera úr um hvaða hlutur í tölvunni sé bilaður. :lol:


____
Riggið mitt:
[Chieftek CH-03SL-SL-A | 500 W Bluestorm | ASUS A8R32-MVP | AMD64 X2 4800 (939) ]
[2 x 1 GB Corshair XMS2 | 36GB Raptor 10krpm + 250 WD sata | GIGABYTE GeForce GTX 460 1GB OC]

Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva frýs þegar hún stendur upprétt...

Pósturaf einarhr » Þri 03. Jan 2012 01:25

Spurning hvort HDD hafi orðið fyrir hnjaski og þess vegna er tölvan leiðileg ef hún er lóðrétt eða lárétt. Prófaðu að keyra HDD test á diskinn og jafnvel að losa hann úr vélinni og hafa hann til skiptis lóðrétt eða lárétt þegar þú prófar vélina.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


Höfundur
s1n
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Sun 23. Júl 2006 02:54
Reputation: 0
Staðsetning: Sauðárkrókur / Oslo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva frýs þegar hún stendur upprétt...

Pósturaf s1n » Þri 03. Jan 2012 21:14

Takk, ætla að prófa það. Hörðu diskarnir voru ekki í tölvunni þegar hún var flutt. (Svíjar leyfa ALLS EKKI pakka sem eru þyngri en 20kg.)


____
Riggið mitt:
[Chieftek CH-03SL-SL-A | 500 W Bluestorm | ASUS A8R32-MVP | AMD64 X2 4800 (939) ]
[2 x 1 GB Corshair XMS2 | 36GB Raptor 10krpm + 250 WD sata | GIGABYTE GeForce GTX 460 1GB OC]