Display driver vandamál


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 02:04

Sælir

Ég var að gera smá uppfærslu hjá mér, fékk mér GTX560-Ti og AMD1090T, var áður með Ati 5570 og AMD 550.

Áður en ég uppfærði var smávæginlegt vandamál hjá mér með skjákortið, þ.e. ég gat ekki stillt AA í neinum leik alveg sama í hvernig stillingum þeir hættu allir að virka um leið og ég setti AA á en virkuðu fínt með AA af.

En nú í dag var ég að uppfæra og þá virkar enginn leikur hjá mér, það virðist vera að um leið og leikurinn byrjar þá hætti skjákortið að virka. Það kemur bara black screen og tölvan restartar sér og windows kemur svo með að það hafi komið upp villa:

Problem signature:
Problem Event Name: BlueScreen
OS Version: 6.1.7601.2.1.0.768.3
Locale ID: 1039

Additional information about the problem:
BCCode: 116
BCP1: FFFFFA8005F13010
BCP2: FFFFF88013203B44
BCP3: 0000000000000000
BCP4: 0000000000000002
OS Version: 6_1_7601
Service Pack: 1_0
Product: 768_1

Files that help describe the problem:
C:\Windows\Minidump\121711-17534-01.dmp
C:\Users\ELDHUS\AppData\Local\Temp\WER-40497-0.sysdata.xml

Read our privacy statement online:
http://go.microsoft.com/fwlink/?linkid= ... cid=0x0409

If the online privacy statement is not available, please read our privacy statement offline:
C:\Windows\system32\en-US\erofflps.txt


Speccarnir hjá mér eru :
Móðurborð: AsRock 770Extreme (árs gamalt)
CPU: AMD1090T (Nýtt)
GPU: GTX560-Ti Gigabyte (Nýtt)
Memory: 2x2Gb (árs gamalt)
Power Supply: Corsair 650W (6 mánaða gamalt)
OS: Windows 7 64bit

Hiti er ekki vandamál, þ.e. CPU er í um 25 gráðu Idle,GPU í 28-30 gráðum idle.

Ég er aðeins búinn að googla þessa villu (116) og það virðist allt benda til driver vandamáls en ég er búinn að hreinsa alla drivera út hjá mér með Driver Sweeper og setja inn tvo mismunandi drivera upp hjá mér (265 og 290).

Dettur ykkur eitthvað í hug hvað þetta gæti verið, þetta fer að verða svolítið pirrandi ástand að vera með flest allt nýtt en að ekkert virki.
Var einmitt núna að skoða myndband frá youtube og þá slökkti tölvan á sér og kom með þessa sömu villu.

Í von um góð svör.

Kv



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Plushy » Lau 17. Des 2011 04:23

Lenti í sama vandamáli nema hún slökkti reyndar ekki á sér. Ég fór með kortið mitt (GTX 570 OC) í Tölvutek þar sem ég keypti það og gat framkallað villuna. Það var síðan látið mig fá bráðabirgðakort á meðan þeir pöntuðu nýtt. Síðan var kortið mitt eflaust sent í RMA til Gigabyte. Tölvutek +1!

Farðu með það í viðgerð? :) Kortið á ekki að hegða sér svona. Það skipti mig engu máli hvaða driver ég notaði. Ég prófaði annað kort (GTX 560 SOC) og það virkaði strax fínt úr kassanum.




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 16:13

Ég fór með kortið niðrí Tölvutek og þar var strax úrskurðað að spennugjafinn í tölvunni væri bilaður án þess að líta á kortið. Þeir buðust svo sem að kíkja á tölvuna hjá mér en ég skil ekki afhverju þeir prófuðu bara ekki kortið.
Ég hélt að lámarksspennugjafinn fyrir þetta kort væri 500w og að kortið væri að taka 285w þannig að 650w ætti að vera meira en nóg. Rökin sem að þeir komu með að spennugjafar falla um 20% á fyrsta ári þeirra. Það hlýtur þá að þurfa að hafa það í huga þegar maður kaupir aflgjafa að 650w aflgjafi verði orðinn 520w eftir árið.

Ég er búinn að setja gamla kortið í aftur hjá mér og það virkar fínt þannig að spennugjafinn er ekki alveg ónýtur.

Kveðja



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Plushy » Lau 17. Des 2011 16:21

Þeir hafa samt rétt fyrir sér. Hjá mér var það annaðhvort kortið eða aflgjafinn. Gæti líka bara vel verið að vegna þess að GTX 560 tekur minna afl en GTX 570 að það virkaði. En já, drægnin í aflgjöfum minnkar ár frá ári allt að 20% minnir mig.




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 16:25

En afhverju ekki að eyða ca. 10-20 min í að prófa kortið og útiloka það í staðin að bjóða mér að koma aftur með tölvuna og skoða hana. Aflgjafinn sem að ég er með er 5 mánaða gamall þannig að ég ætla ekki að kaupa það að hann sé kominn niðurfyrir þessi 500w strax og eftir litla notkun.

Kv




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf axyne » Lau 17. Des 2011 17:19

Skoðaðu þetta http://extreme.outervision.com/PSUEngine

Gefur þér cirkabát hversu stórt psu þú þarft.

Ég sló inn í reiknivélina vélinni þinni og bætti við 1x hd, geisladrifi og 20% afföll á PSU.

Recommended stærð 473W

Ef þú hefur tök á að prufa kortið í annari tölvu myndi ég gera það, annars láta þá í tölvutek prufa það.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Alfa » Lau 17. Des 2011 17:54

Sorry ég er nú ekki alveg að kaupa það að aflgjafar missi 20% afl á ári. Ég væri þá ekki að nota minn Corsair núna það er eitt sem er víst.

Fyrsta sem mér datt í hug þegar þú skrifaðir þetta er að þú hefðir þurft að uninstalla ATI drivernum fyrir skjákortið og nota t.d Driver Cleaner til að klára verkið. Best áður en þú settir hitt kortið í. Svo setja nýja 560ti kortið í og setja upp nvidia driveranna. En ... þú segist vera búin að því ?

Annað upgrade bios á móðurborð.

Þriðja, setja vélina upp og keyra memtest af CD

Fjórða prufa kortið í annarri vél.

Fimmta sem ég myndi gera væri clean install á windows ef memtestið virkar ...

Segjandi allt þetta þá er 5 ára aflgjafi orðin gamall engin spurning, sérstaklega ef þetta er vél sem er keyrandi 24-7. Ekki bara sjákortið tekur meira rafmagn, heldur CPU líklega líka. Einnig myndi ég skoða það hvað þessi aflgjafi er á 12v í amperum, hugsanlega er það ekki að duga fyrir 560ti ?


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 18:05

Ég var búinn að setja vélina upp hjá mér þarna : http://extreme.outervision.com/PSUEngine og fékk 494w.

ég var líka búinn að gera Driver sweeper og ég var að uppfæra BIOSinn og er að prófa að setja kortið upp aftur.

Aflgjafinn er 5 mánaða gamall ekki 5 ára.

Kv



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf OverClocker » Lau 17. Des 2011 18:29

Lufkin skrifaði:Rökin sem að þeir komu með að spennugjafar falla um 20% á fyrsta ári þeirra.


Þetta er nú bara rugl !!!




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 18:41

Var núna í Nvidia control panel og þar er preview á lítilli þrívíddar mynd og vélin endurræsti sig við það. Kortið getur ekki verið að taka full load við það og hún endurræsir sig líka við að skoða myndband.
Kortið fer aftur niðrí Tölvutek á morgun.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Alfa » Lau 17. Des 2011 18:50

Lufkin skrifaði:Ég var búinn að setja vélina upp hjá mér þarna : http://extreme.outervision.com/PSUEngine og fékk 494w.

ég var líka búinn að gera Driver sweeper og ég var að uppfæra BIOSinn og er að prófa að setja kortið upp aftur.

Aflgjafinn er 5 mánaða gamall ekki 5 ára.

Kv


Er þetta umræddur PSU http://www.corsair.com/professional-ser ... upply.html

Ef svo er 80+ og 52amp á single rail 12v, mér finnst nú ólíklegt að hann hefði hefði þetta ekki, my bad að lesa 5 ára, 5 mánaða er náttúrulega ekkert.

Ég myndi útiloka minnið, cpu og móðurborð nokkurnvegin með memorytest áður en ég færi með þetta. Það er mjög einfalt, en alltaf möguleiki að eitthvað hafi skemmst þegar þú varst að skipta um CPU og skjákort.

Og einnig ef þú átt félaga sem þú getur smellt þessu skjákortinu í og prufað.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight


Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 18:54

Já þetta er aflgjafinn.

Vélin virkar mjög vel hjá mér með gamla skjákortinu en það er sjálfsagt að renna henni í gegnum memory test.



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf OverClocker » Lau 17. Des 2011 18:55

Er þetta GTX560-Ti yfirklukkað frá framleiðanda?
Ef svo er, prófaðu að keyra það á stock hraða og láttu okkur vita hvort það virkar.




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 19:09

Nei það er ekki yfirklukkað, þetta er UD kort.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Klemmi » Lau 17. Des 2011 19:13

Hvaða bull er þetta í starfsmanninum um að aflgjafar falli 20% á ári?

Það má vel vera að InterTech draslið sem þeir eru að selja geri það, þó ég efist nú um að þeir séu svo slæmir, en almennilegir aflgjafar "slitna" ekki svona hratt. Innraviðnám þeirra eykst með tímanum en engan veginn svona svakalega á þetta stuttum tíma.

Þessi 650W Corsair aflgjafi, ef hann er í lagi, fer létt með þetta setup.




Höfundur
Lufkin
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Lau 13. Des 2008 19:41
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Lufkin » Lau 17. Des 2011 22:21

Var að runna memtest og engin vandamál þar.



Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 108
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Display driver vandamál

Pósturaf Alfa » Lau 17. Des 2011 22:30

Lufkin skrifaði:Já þetta er aflgjafinn.

Vélin virkar mjög vel hjá mér með gamla skjákortinu en það er sjálfsagt að renna henni í gegnum memory test.


Ok og nýji örgjörvinn komin í. Þá svona að mínu mati myndi ég segja ekki minna en 80% séns að skjákortið sjálft sé gallað. Það er kannski auðvelt trikk að fá þig í bilanaþjónustu með tölvuna eða fá þig til að kaupa nýjan aflgjafa til að klekkja á samkeppnisaðilanum TT vs TL.


TOW : Be quiet! Pure Base 500DX PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5800X3D + EK-Nucleus AIO CR240 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : PALIT 4080 RTX GAMEROCK
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 1TB WD 770 M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" + AOC 24G2U KEY : Roccat Vulcan 121 MOU : Logitech PRO X Superlight