Uppfærsla


Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla

Pósturaf Rach » Fim 08. Des 2011 11:10

Jæja þá er víst komin tími til þess að koma sér upp almennilegri vél. Ég er með Haf 922 og harða diska en vantar restina. Notkun verður að spila leiki í 1080p, þarf engin ultra gæði en langar að spila á þessari upplausn næstu 2 og hálft til 3 ár býst þó við að þurfa að fara í SLI eða Crossfire á endanum. Budget væri ca. 130þ er þó tilbúinn að fara aðeins hærra ef það er þess virði. Býst við að versla við Kísildal, Tölvutækni eða att? Er þó ekki viss um reynslu manna á ábyrgðinni hjá att. Vélin verður væntanlega keypt á morgun eða laugardag eða mánudag.


Búinn að hugsa mér e-h svona

Aflgjafi 700w + Sem getur þá stutt tvö skjákort
Örgjavi i5 2500k Því miður virðist AMD ekki vera með neitt sem gefur svipaða performance og hvað þá performance per watt.
Örgjavakæling Ætli það sé ekki Hyper 212 + eða Scythe Katana væri til í að geta yfirklukkað örgjavan ágætlega(4-4.5ghz)
Móbo Væri helst til í z68 yfir p67 fyrir onboard video möguleikan. Þyrfti amk 2 usb 3.0 tengi, ágætt fyrir yfirklukkun(ekkert majour) og að geta keyrt Crossfire/Sli á amk 8x.
Vinsluminni 8gb 1600mhz Corsair, Kingston eða G-Skill. 1.5v max. Sé engan tilgang til að kaupa eitthvað óþekkt merki hér til að reyna að spara 500kr.
Skjákort Hérna eru helstu vandamálin hef verið að skoða allt frá 6850-6950 hjá AMD og 560-560ti hjá nVidia. Common sence-ið bendir á nVidia fyrir drivera en stuðningurinn við 3 skjái væri mjög vel þakkaður(TV + 2 skjáir)

Ég plana að setja tölvuna saman sjálfur en vil helst versla allt á einum stað vegna ábyrgðar. Með 560ti næ ég að setja tölvu á 140k í kísildalnum en ég hef áhyggjur af aflgjöfunum þar sem Tacens er ekki modular og ekki Corsair, Antec eða eitt af "stóru" merkjunum. Er einnig að pæla í að bæta við 60gb SSD(þá fyrir utan budgetið á vélinni) hef séð að Crucial m4 hafa komið mjög vel út en eru aðeins dýrari en t.d. Corsair og Mushkins.

Einnig er ég að stefna á nýjan skjá 22-24" á 30-40þ. BenQ virka alveg rosalega vinsælir en AOC eru þarna líka + 1 eða 2 ASUS skjáir.


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led


ScareCrow
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 391
Skráði sig: Þri 25. Ágú 2009 23:19
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf ScareCrow » Fim 08. Des 2011 11:18

lúkkar semi solid, sjálfur myndir ég ekki spara í örgjörva kælingu ef þú ætlar í OC og fara í noctua.


Intel i9 14900k | Asus TUF 4080 Super OC | 2x 32GB G.Skill Trident Z5 Neo RGB | 2tb Samsung 990 Pro | Asus ROG Strix 1000W | EK-Nucleus (10stk Lian Li Infinity) | Lian Li O11D Evo RGB | Asus ROG Maximus Hero Z790 |


Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Fim 08. Des 2011 12:29

Jáh. Ég er ekki alveg að tíma 15þ fyrir örgjavakælinguna sérstaklega þar sem þetta verður engin rosaleg yfirklukkun ef ég fer út í það, En einhverjar skoðanir á skjákorti?


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Fim 08. Des 2011 12:31

hvað viltu eyða í móðurborðið ?

ég mæli með þessu skjákorti: http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_138_141&products_id=7556
HD 6950 á víst að vera að koma betur út hledur en GTX 560Ti og það á líka að koma betur út í crossfire heldur en 560Ti í sli hef ég heyrt... (HD 6950 er líka 2GB)




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Fim 08. Des 2011 12:34

Ekkert fast á móðurborðinu. Eitthvað í kringum 25-28k virðast hafa það sem ég þarf þar.


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Fim 08. Des 2011 12:37

Rach skrifaði:Ekkert fast á móðurborðinu. Eitthvað í kringum 25-28k virðast hafa það sem ég þarf þar.

Er þetta þá ekki bara málið: http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2016

hef heyrt ehv segja að z68 sé soldið overpriced...




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Fim 08. Des 2011 12:40

Já z68 virðist vera einhverjum þúsund köllum dýrari en onboard video fítusinn er mjög þæginlegur ef e-h kemur fyrir skjákortið. Og fyrir bilanagreiningu etc. En hvernig er það með Att hafa einhverjir hérna reynslu af hvernig þeir eru með ábyrgðir og etc.


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Fim 08. Des 2011 12:46

Rach skrifaði:Já z68 virðist vera einhverjum þúsund köllum dýrari en onboard video fítusinn er mjög þæginlegur ef e-h kemur fyrir skjákortið. Og fyrir bilanagreiningu etc. En hvernig er það með Att hafa einhverjir hérna reynslu af hvernig þeir eru með ábyrgðir og etc.

veit ekki alveg með ábyrgð en þeir voru mjög almennilegir við mig þegar ég fór með tölvuna mína til þeirra í grun um að ehv væri að móðurborðinu sem ég keypti hjá þeim. Fór með hana til þeirra á föstudegi og fékk hana aftur á mánudeginum eftir helgina, og í ljós kom að ég hafði tengt ehv vitlaust en ekkert var bilað svo ég hefði þurft að borga fyrir skoðun nema það að þeir felldu það niður ! og plús að þeir gerðu flott cable management í tölvunni líka :happy



Skjámynd

steinthor95
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Þri 15. Nóv 2011 15:49
Reputation: 1
Staðsetning: Akureyri og Þingeyjarsveit
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf steinthor95 » Fim 08. Des 2011 12:56

ég er að pæla í alveg eins uppfærslu, myndi þetta ekki duga í 2-3 ár í leiki? eða jafnvel meira ef ekki er haft þá í hæstu gæðum og upplausn?


Tölvan: Gigabyte P67X-UD3 - Intel Core i5-2500K - corsair H100i - Asus strix Gtx 970 4GB - Mushkin 16GB DDR3 1333MHz - 4 TB HDD - 240 gb Kingston SSD - Thermaltake 850w - Corsair 550D
Jaðartæki: 2x 24" BenQ LED - Razer Blackwidow - Bose Quietcomfort 25 - Logitech G602


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Klemmi » Fim 08. Des 2011 16:13

Var sjálfur með sömu pælingar varðandi móðurborð, gott að hafa onboard video-möguleikann og samt 2-way SLI, a.m.k. x8

Kom mér á óvart hvað það var lítið í boði, ég endaði á því að fá mér Gigabyte Z68MA-D2H, fínasta borð með öllu sem ég þarf, en er MicroATX = Færri expansion raufar.

Fer leikandi með minn i5-2500K upp í 4.7GHz bara með multiplier breytingu :)




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Fim 08. Des 2011 17:02

Þetta er ein pælingin hjá manni. Gigabyte Z68A-D3H-B3 lookar eins og það uppfylli allar kröfur sem maður er með.
Sá slæma umfjöllun um AsRock borðin hér : http://hardocp.com/article/2011/12/07/a ... ard_review þannig að það + "no name" aflgjafar gera það ólíklegt að versla í kísildalnum.
Tölvutækni er með tvær tegundir af 560ti á sama verði, lookar eins og superior kæling(asus) vs. auka ábyrgð þar(pny).
Afgljafinn er solid + modular.
Vinsluminni er kingston og 1.35v
Allt lookar gott nema ég er ekki seldur á örgjafakælinguna og ekki enn viss með skjákortið.

Btw veit einhver hvernig Tölvutækni eru með ábyrgð á vélum sem maður setur saman sjálfur. Það litla sem ég hef verslað við þá hefur gengið vel, gekk inn með bilað lyklaborð fyrir nokkrum árum og var kominn með nýtt á 5 min.

@Klemmi Hvaða kælingu ertu með til að ná þessum tölum?
Viðhengi
Untitled.jpg
Untitled.jpg (106.1 KiB) Skoðað 2300 sinnum


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Klemmi » Fim 08. Des 2011 17:14

Rach skrifaði:@Klemmi Hvaða kælingu ertu með til að ná þessum tölum?


Viftulausa Prolimatech Megahalem :) Hitatölurnar voru þó hærri en ég vildi sjá, svo ég keyri hann bara á stock nema ég þurfi kraftinn (var að hoppa í ca. 68°C undir álagi, undir hættumörkum en of heitt fyrir minn smekk)

Litli bró er reyndar með sama sett, Gigabyte Z68MA-D2H og i5-2500K, hann er að keyra þetta á 4.7GHz á Zalman CNPX10 Performa og heyrist ekki í viftunni, en reyndar í góðum Antec P182 kassa.

Ég hef því miður ekki reynslu af þessari Xigmatek viftu, hef góða reynslu af Xigmatek yfir höfuð en þori ekki að fullyrða neitt nema hafa hands-on reynslu að baki.

Varðandi ábyrgðina að þá er að sjálfsögðu full ábyrgð á öllum vörum, nema á þeim sjáist eða ef þú tengir eitthvað það vitlaust að augljóslega sé því að kenna að eitthvað skemmdist, einu tilfellin sem ég man eftir að hafa þurft að neita einhverjum um ábyrgð á nýjum hlutum var vegna þess að það mikið kælikrem var sett á örgjörvann að það var búið að flæða undir örgjörvann og í socketið sjálft og ekki dugði að reyna að þrífa það, man eftir 3x þannig atvikum :(
Og jú, einu sinni þegar eigandi hafði skrúfað móðurborð beint í kassann ÁN koparplattanna, bæði hafði það beyglað borðið og líklega skammhleypt á milli, annað hvort af þessu skemmt borðið.

Annars er þumalputtareglan hjá okkur varðandi ábyrgð að ef við getum fengið það í ábyrgð að utan, þá framlengjum við því til kúnna, sbr. 3 ára ábyrgðina á PNY og Samsung, lífstíðarábyrgðina á vinnsluminnum o.s.frv. :)




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Lau 10. Des 2011 18:02

Jæja. Keypti vélina í dag, fór niður í tölvutækni og endaði með Thermaltake 875w, Gigabyte Z68A, Asus 560ti, 2500k, Noctua kælingu, Kingston 8gb 1600mhz, Mushkin Chronos 60gb SSD + e-h geisladrif. Fór aðeins yfir það sem ég planaði að eyða en ætti að vera þess virði.

Mun setja þetta í Haf 922 kassan á morgun, einhver tips með hvaða magn á kælikremi á að setja, býst við að ca. hrísgrjón á miðjan örgjavan sé nóg og einnig veit einhver um góð myndbönd um hvernig á að installa Noctua NH-D14 eða bara öllu klappinu.


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Lau 10. Des 2011 18:12

Rach skrifaði:Jæja. Keypti vélina í dag, fór niður í tölvutækni og endaði með Thermaltake 875w, Gigabyte Z68A, Asus 560ti, 2500k, Noctua kælingu, Kingston 8gb 1600mhz, Mushkin Chronos 60gb SSD + e-h geisladrif. Fór aðeins yfir það sem ég planaði að eyða en ætti að vera þess virði.

Mun setja þetta í Haf 922 kassan á morgun, einhver tips með hvaða magn á kælikremi á að setja, býst við að ca. hrísgrjón á miðjan örgjavan sé nóg og einnig veit einhver um góð myndbönd um hvernig á að installa Noctua NH-D14 eða bara öllu klappinu.

Til hamingju :happy
hérna er mjög gott myndban sem sýnir og útskýrir vel... http://www.youtube.com/watch?v=d_56kyib-Ls ég horfði á það þegar ég var að setja mína tölvu saman :8)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Klemmi » Lau 10. Des 2011 21:00

Rach skrifaði:Jæja. Keypti vélina í dag, fór niður í tölvutækni og endaði með Thermaltake 875w, Gigabyte Z68A, Asus 560ti, 2500k, Noctua kælingu, Kingston 8gb 1600mhz, Mushkin Chronos 60gb SSD + e-h geisladrif. Fór aðeins yfir það sem ég planaði að eyða en ætti að vera þess virði.

Mun setja þetta í Haf 922 kassan á morgun, einhver tips með hvaða magn á kælikremi á að setja, býst við að ca. hrísgrjón á miðjan örgjavan sé nóg og einnig veit einhver um góð myndbönd um hvernig á að installa Noctua NH-D14 eða bara öllu klappinu.


Ef þetta er þitt fyrsta skipti í samsetningu, þá er það bara að gera þetta rólega og ekki þvinga neitt, þ.e.a.s. ef t.d. skjákortið er ekki að smella ofan í, þá eru allar líkur á því að þú sért ekki með það nægilega aftarlega í kassanum og sért bara að þrýsta bracketinu ofan á móðurborði, not cool :)

Ef þú ert ekki með neinn vanan til að aðstoða þig, þá er það nr. 1, 2 og 3 að skoða bæklingana ef þú ert óviss með eitthvað ;)

Hér er smá tossalisti, það sem ég geri þegar ég set tölvur saman:
1. Móðurborð upp úr kassanum, setja örgjörva og vinnsluminni varlega í.

2. Setja bracket fyrir örgjörvakælingu á móðurborðið SVO setja kælikrem á örgjörvann og kælinguna á, muna að taka plastfilmuna sem oft er neðst á kælingunni af. Ástæðan fyrir því að ég legg áherslu á að setja fyrst bracketið er sú að það er svo auðvelt að klína kælikreminu útum allt ef maður setur það fyrst og er svo að snúa móðurborðinu við til að setja bracketið undir. Muna einnig að TENGJA CPU VIFTUNA á CPU-FAN hausinn :)

3. Kassinn upp á borð, taka báðar hliðar af honum og taka allar snúrur og slétta þær, þ.e.a.s. bara klippa dragbönd ef þær eru fastar saman og passa að það séu engir hnútar o.s.frv.
Yfirleitt skelli ég svo IO-bracketinu fyrir móðurborðið í kassann núna svo það gleymist ekki seinna meir.

4. Setja koparplattana sem móðurborðið situr svo seinna meir á í kassann, passa að þeir séu á réttum stað fyrir móðurborðið þitt.

5. Ef aflgjafinn er efst í kassanum, þá set ég aflgjafann í næst, þar sem það getur verið bras að koma honum í seinna ef þú ert með stóra örgjörvakælingu. MUNA AÐ SVISSA EF ÞESS ÞARF ÚR 115V YFIR Í 230!
ANNARS, þá set ég móðurborðið í núna, passa að það smelli aftan í IO-bracketið og engir vírar séu þar á milli, getur auðveldlega gerst ef það er t.d. vifta þar beint fyrir ofan. Þæginlegt er að halda í örgjörvakælinguna þegar þú ert að setja móðurborðið í og stilla það af.

6. Nú er móðurborðið komið í, þá tengi ég takkana, LED-ljósin, USB-front, Audio-front og ef það eru fleiri tengi að framan núna. Gott að glugga í bæklinginn ef þú ert ekki með á hreinu hvað á að vera hvar. Muna að ganga vel frá köplum :) Einnig gott að ganga líka frá vírum frá aukaviftum o.s.frv. núna

7. Nú er komið að aflgjafanum í kössum þar sem hann er neðst, skelli honum í, MUNA AÐ SVISSA EF ÞESS ÞARF ÚR 115V YFIR Í 230!, set geisladrifið og hörðu diskana á sinn stað, ástæðan fyrir því að ég geymi þetta þar til síðast er að í skrefunum hér á undan getur maður hafa þurft að snúa kassanum nokkru sinnum á borðinu o.s.frv. og þá er það þyngra með aflgjafann og hættulegra ef einhver högg kæmu upp á harða diskinn, better be safe than sorry.

8. Tengi allt frá aflgjafanum, geng frá öllum köplum sem frá honum koma og muna að draga afl-tengi fyrir skjákortið á réttan stað. MUNA eftir 4/8-pinna power tenginu efst á móðurborðinu, ótrúlegt hvað það gleymist oft.

9. Nú er lítið eftir, tengja fyrst og ganga vel frá SATA köplum í geisladrif og harðan disk.

10. Og að lokum er það að smella skjákortinu í, muna að taka bracketin úr aftan í kassanum fyrst ;) Ástæðan fyrir því að maður geymir þetta þar til síðast er að það er yfirleitt erfiðara að ganga vel frá köplum þegar skjákortið er komið í, þá sérstaklega SATA köplum á microATX borðum.

Svo er bara að stinga í samband og njóta :)

Held ég sé ekki að gleyma neinu, gangi þér bara vel að setja þetta saman og njóttu nýja gripsins! :beer




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf MrIce » Lau 10. Des 2011 21:09

Klemmi skrifaði:
Rach skrifaði:Jæja. Keypti vélina í dag, fór niður í tölvutækni og endaði með Thermaltake 875w, Gigabyte Z68A, Asus 560ti, 2500k, Noctua kælingu, Kingston 8gb 1600mhz, Mushkin Chronos 60gb SSD + e-h geisladrif. Fór aðeins yfir það sem ég planaði að eyða en ætti að vera þess virði.

Mun setja þetta í Haf 922 kassan á morgun, einhver tips með hvaða magn á kælikremi á að setja, býst við að ca. hrísgrjón á miðjan örgjavan sé nóg og einnig veit einhver um góð myndbönd um hvernig á að installa Noctua NH-D14 eða bara öllu klappinu.


Ef þetta er þitt fyrsta skipti í samsetningu, þá er það bara að gera þetta rólega og ekki þvinga neitt, þ.e.a.s. ef t.d. skjákortið er ekki að smella ofan í, þá eru allar líkur á því að þú sért ekki með það nægilega aftarlega í kassanum og sért bara að þrýsta bracketinu ofan á móðurborði, not cool :)

Ef þú ert ekki með neinn vanan til að aðstoða þig, þá er það nr. 1, 2 og 3 að skoða bæklingana ef þú ert óviss með eitthvað ;)

Hér er smá tossalisti, það sem ég geri þegar ég set tölvur saman:
1. Móðurborð upp úr kassanum, setja örgjörva og vinnsluminni varlega í.

2. Setja bracket fyrir örgjörvakælingu á móðurborðið SVO setja kælikrem á örgjörvann og kælinguna á, muna að taka plastfilmuna sem oft er neðst á kælingunni af. Ástæðan fyrir því að ég legg áherslu á að setja fyrst bracketið er sú að það er svo auðvelt að klína kælikreminu útum allt ef maður setur það fyrst og er svo að snúa móðurborðinu við til að setja bracketið undir. Muna einnig að TENGJA CPU VIFTUNA á CPU-FAN hausinn :)

3. Kassinn upp á borð, taka báðar hliðar af honum og taka allar snúrur og slétta þær, þ.e.a.s. bara klippa dragbönd ef þær eru fastar saman og passa að það séu engir hnútar o.s.frv.
Yfirleitt skelli ég svo IO-bracketinu fyrir móðurborðið í kassann núna svo það gleymist ekki seinna meir.

4. Setja koparplattana sem móðurborðið situr svo seinna meir á í kassann, passa að þeir séu á réttum stað fyrir móðurborðið þitt.

5. Ef aflgjafinn er efst í kassanum, þá set ég aflgjafann í næst, þar sem það getur verið bras að koma honum í seinna ef þú ert með stóra örgjörvakælingu. MUNA AÐ SVISSA EF ÞESS ÞARF ÚR 115V YFIR Í 230!
ANNARS, þá set ég móðurborðið í núna, passa að það smelli aftan í IO-bracketið og engir vírar séu þar á milli, getur auðveldlega gerst ef það er t.d. vifta þar beint fyrir ofan. Þæginlegt er að halda í örgjörvakælinguna þegar þú ert að setja móðurborðið í og stilla það af.

6. Nú er móðurborðið komið í, þá tengi ég takkana, LED-ljósin, USB-front, Audio-front og ef það eru fleiri tengi að framan núna. Gott að glugga í bæklinginn ef þú ert ekki með á hreinu hvað á að vera hvar. Muna að ganga vel frá köplum :) Einnig gott að ganga líka frá vírum frá aukaviftum o.s.frv. núna

7. Nú er komið að aflgjafanum í kössum þar sem hann er neðst, skelli honum í, MUNA AÐ SVISSA EF ÞESS ÞARF ÚR 115V YFIR Í 230!, set geisladrifið og hörðu diskana á sinn stað, ástæðan fyrir því að ég geymi þetta þar til síðast er að í skrefunum hér á undan getur maður hafa þurft að snúa kassanum nokkru sinnum á borðinu o.s.frv. og þá er það þyngra með aflgjafann og hættulegra ef einhver högg kæmu upp á harða diskinn, better be safe than sorry.

8. Tengi allt frá aflgjafanum, geng frá öllum köplum sem frá honum koma og muna að draga afl-tengi fyrir skjákortið á réttan stað. MUNA eftir 4/8-pinna power tenginu efst á móðurborðinu, ótrúlegt hvað það gleymist oft.

9. Nú er lítið eftir, tengja fyrst og ganga vel frá SATA köplum í geisladrif og harðan disk.

10. Og að lokum er það að smella skjákortinu í, muna að taka bracketin úr aftan í kassanum fyrst ;) Ástæðan fyrir því að maður geymir þetta þar til síðast er að það er yfirleitt erfiðara að ganga vel frá köplum þegar skjákortið er komið í, þá sérstaklega SATA köplum á microATX borðum.

Svo er bara að stinga í samband og njóta :)

Held ég sé ekki að gleyma neinu, gangi þér bara vel að setja þetta saman og njóttu nýja gripsins! :beer


Og þetta er ástæðan afhverju við treystum á þetta forum! good job Klemmi! :beer


-Need more computer stuff-

Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Akumo » Lau 10. Des 2011 21:18

Snilld Klemmi :D Svo er bara að njóta þess að setja þetta saman, það er geeegggjað!




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Lau 10. Des 2011 23:09

Takk klemmi, þetta ætti að hjálpa.

Stöðurafmagn ætti að vera non issue ef kassinn er snertur reglulega er það ekki?


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Lau 10. Des 2011 23:15

Rach skrifaði:Takk klemmi, þetta ætti að hjálpa.

Stöðurafmagn ætti að vera non issue ef kassinn er snertur reglulega er það ekki?

jú mikið rétt, þ.e. þú verður að snerta málm ekki plast :happy




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Lau 10. Des 2011 23:28

Alveg eins og ég bjóst við :D Takk. Þetta verður fjör á morgun. Byrjaður að lesa móðurborðs bæklingin hehe


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Lau 10. Des 2011 23:35

Rach skrifaði:Alveg eins og ég bjóst við :D Takk. Þetta verður fjör á morgun. Byrjaður að lesa móðurborðs bæklingin hehe

já þetta er fjör :D mundu bara að vera þolinmóður ! það tekur yfirleitt ekkert stuttan tíma í fysta sinn, allavega tók það mig svolítin tíma að koma þessu 100% rétt saman hehe :sleezyjoe




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf MrIce » Lau 10. Des 2011 23:48

Better safe than sorry, allt sem ég get mælt með ^^ og er þú ert í vandræðum með hversu mikið kælikrem á að skella á CPU þá eru slatti af myndböndum á youtube sem eru með mismunandi ways to do it ^^


Annars segi ég bara best of luck og myndir when done ^^


-Need more computer stuff-


Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Sun 11. Des 2011 11:45

Þegar það er verið að setja örgjavan í og festa hann s.s ýta niður "socket lever" er eðlilegt að þetta sé eins og maður sé að fara að brjóta þetta? Þetta myndband virðist styðja þá tilfinningu en það er socket 1556(http://www.youtube.com/watch?v=_j9SVqvq ... re=related)


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led

Skjámynd

Magneto
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 21:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Magneto » Sun 11. Des 2011 11:49

Rach skrifaði:Þegar það er verið að setja örgjavan í og festa hann s.s ýta niður "socket lever" er eðlilegt að þetta sé eins og maður sé að fara að brjóta þetta? Þetta myndband virðist styðja þá tilfinningu en það er socket 1556(http://www.youtube.com/watch?v=_j9SVqvq ... re=related)

já, ég pældi einmitt í þessu líka þegar ég var að setja mína saman :happy þarft að þrýsta þónokkuð niður til að festa...




Höfundur
Rach
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 20:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Uppfærsla

Pósturaf Rach » Sun 11. Des 2011 12:42

Jæja örgjavinn kominn í og festur en það virðist sem að það vanti tvær skrúfur með kælingunni.

https://docs.google.com/viewer?url=http ... .pdf&pli=1 Thumbscrews x4 það eru bara 2. Þannig að ég virðist ekki geta klárað þetta í dag.


intel i5 2500k | Gigabyte Z68A-D3H-B3 | Asus 560ti |Kingston 8gb 1600mhz | Samsung 840 250gb + 2TB Storage |Thermaltake xt 875w |Cooler Master Haf 922 |x2 24" BenQ Led