er hægt að kaupa þetta hér á íslandi ?
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1616
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Reputation: 45
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
er hægt að kaupa þetta hér á íslandi ?
http://www.m-audio.com/index.php?do=pro ... aa6ae2db1c hver er með umboð fyrir þetta á ísland veit einhvern hljóðkort ??????? er þetta betra en creative ?
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
jebb, fæst í Tónabúðinni, eins og Shroom segir, sjá http://www.tonabudin.is/myndir/Verdlist ... 202004.htm
Ég er með eitt svona sjálfur; mjög fín hljóðgæði.
Ég er með eitt svona sjálfur; mjög fín hljóðgæði.
-
- Kóngur
- Póstar: 6489
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
correction: bestu hljómgæðin ég skrifaði grein um þetta kort hérna fyrir einhverjum mánuðum síðan.skipio skrifaði:jebb, fæst í Tónabúðinni, eins og Shroom segir, sjá http://www.tonabudin.is/myndir/Verdlist ... 202004.htm
Ég er með eitt svona sjálfur; mjög fín hljóðgæði.
"Give what you can, take what you need."
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Revo er jú gott, en ég myndi nú ekki alveg kalla það best. Kannski eitt besta kortið fyrir heimabíó, en alls ekki besta kortið almennt.
RME Digi væri t.d. eitt kort sem væri betra en Revo: http://www.stereophile.com/accessoryrev ... index.html
RME Digi væri t.d. eitt kort sem væri betra en Revo: http://www.stereophile.com/accessoryrev ... index.html
-
- has spoken...
- Póstar: 158
- Skráði sig: Mið 12. Mar 2003 11:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: behind you
- Staða: Ótengdur
Creative kortin eru lang best í leikina og nógu góð í allt annað og með ágætis forrit með til að bæta hljóð / tónlist "live" og skiptir það miklu máli, auk þess sem þau eru vel supported á Windows og MS kalla þá einn af "favorite partners"
Þótt það kosti meira ættirðu að fjárfesta í hljóðkorti með boxi, það eru mun betri hljóð og tengimöguleikar í þeim og t.d. ef þú notar head-phones og losnar við allar mögulegar hljóð truflanir frá móðurborðinu.
Hafðu líka í huga að það er betra að kaupa góða 5.1 hátalara en lélega 7.1
Þótt það kosti meira ættirðu að fjárfesta í hljóðkorti með boxi, það eru mun betri hljóð og tengimöguleikar í þeim og t.d. ef þú notar head-phones og losnar við allar mögulegar hljóð truflanir frá móðurborðinu.
Hafðu líka í huga að það er betra að kaupa góða 5.1 hátalara en lélega 7.1
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
IceCaveman skrifaði:Þótt það kosti meira ættirðu að fjárfesta í hljóðkorti með boxi, það eru mun betri hljóð .. í þeim ...
Rangt, nú býst ég við að þú sért að tala um Audigy kortin þar sem lítill I/O kassi fylgir með. Í því tilfelli er enginn ábáti af þessum kassa annar en auknir tengimöguleikar sem eru reyndar mjög lítils virði (hver notar MIDI tengi (?) og svo er SPDIF yfir COAX miklu betra en yfir ljósleiðara).
Það er að vísu auka A/D breytir í kassanum fyrir þá sem hafa áhuga á að taka upp en ég hef hvergi heyrt að það sé betri gæði með honum heldur en þegar tengið á hljóðkortinu er notað. D/A breytirinn er hinsvegar á hljóðkortinu sjálfu og hljóðið er því flutt með hliðrænum hætti yfir í kassann og því verra að tengja hátalara og heyrnartól við hann.
Þessvegna er það hin mesta peningasóun að kaupa Platinum útgáfuna af Audigy og Audigy2. USB-útgáfan er einfaldlega svottan brandari að ég ætla ekki að eyða orðum í hana en fyrir þá sem þurfa USB-hljóðkort eru M-audio USB-kortin tvímælalaust miklu betri kostur en Audigy2 USB.
Fyrir þá sem spá í hljóðgæðum eru bestu kaupin í Revo kortinu (breytir t.d. ekki 44khz hljóði í 48khz eins og SB-kortin) en Audigy2 er aðeins betra fyrir tölvuleiki, sérstaklega fyrir þá sem eru með marga hátalara.
-
- spjallið.is
- Póstar: 405
- Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
- Reputation: 0
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
elv skrifaði:skipio skrifaði:(hver notar MIDI tengi (?)
Ég
Þá kaupir þú væntanlega frekar eitthvað alvöru hljóðkort með almennilegum A/D kubbi í staðinn fyrir eitthvert Creative leikjakort. Það myndi ég allavega frekar gera. Hægt að fá mjög góð kort fyrir minni pening en þennan 25k+ sem Audigy2 með boxi kostar.
-
- Kóngur
- Póstar: 6489
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Revo eru bestu "mainstream" PCI hljóðkortin á markaðnum uppá hljómgæði og litlar truflanir frá aflgjafanum.
þeir eru mjög vinsælir í stúdíóbransanum, vegna þess að þeir selja MJÖG góð og ódýr 10/10 kort sem að taka upp í 96KHz og 24bit, og með nánast ekkert interfearance frá aflgjafanum. gæðin jafnast á við 96 HD Inteface-in frá protools, og sumir segja að M-Audio kortin séu jafnvel betri.
það er hinsvegar rétt hjá ICMan að vissu leiti að það er betra að vera með utanáliggjandi hljóðkort.. en aðeins ef þau eru með sér power snúru. USB virkar EKKI ef maður vill góð hljómgæði. usb er með MJÖG veika spennu, og í flestum tilfelum leynist smá 50Hz tíðni í straumnum og HELLINGUR af vinslu tíðnum frá hörðumdiskum, geisladrifum og öllu mögulegu í tölvunni.
ef maður er með utanáliggjandi hljóðkort með góðu powersupply sem að sleppir að taka við straum úr usb, þá er bókað að það er með mun lægra SNR og THD en nákvæmlega eins PCI kort.
þeir eru mjög vinsælir í stúdíóbransanum, vegna þess að þeir selja MJÖG góð og ódýr 10/10 kort sem að taka upp í 96KHz og 24bit, og með nánast ekkert interfearance frá aflgjafanum. gæðin jafnast á við 96 HD Inteface-in frá protools, og sumir segja að M-Audio kortin séu jafnvel betri.
það er hinsvegar rétt hjá ICMan að vissu leiti að það er betra að vera með utanáliggjandi hljóðkort.. en aðeins ef þau eru með sér power snúru. USB virkar EKKI ef maður vill góð hljómgæði. usb er með MJÖG veika spennu, og í flestum tilfelum leynist smá 50Hz tíðni í straumnum og HELLINGUR af vinslu tíðnum frá hörðumdiskum, geisladrifum og öllu mögulegu í tölvunni.
ef maður er með utanáliggjandi hljóðkort með góðu powersupply sem að sleppir að taka við straum úr usb, þá er bókað að það er með mun lægra SNR og THD en nákvæmlega eins PCI kort.
"Give what you can, take what you need."