Jæja ég er að fara að uppfæra og er voða mikið að spá í þessu þessa dagana, en eitt sem ég verð bara að fá mér er tveggja skjá setup. Ég þarf þetta bara!
En ég er að pæla, hvaða 2 skjái ætti maður að fá sér, mér langar helst í 2 alveg eins og hef þá verið að skoða benq 24" skjái, vegna verðs og svo eru þeir cool. En eru þeir kannski of stórir fyrir svona dual setup? Er með 22" skjá núna og mér finnst hann nú alveg nettur. Síðan er það svartíminn, er maður eitthvað að græða á því að fara úr 5ms í 2ms í leikjunum. Svona í alvöru talað? En já, kannski einhver comment á flotta skjái fyrir dual setup.
Síðan eru það skjákortin, ég hef alltaf verið ATI/AMD maður en það er ekkert heilagt, hef verið að skoða skjákortin og er að spá hvað er svona best value buy. T.d. eru þessi 6950 kort alltaf betri en 6870? kosta náttla meira en mig minnir að þessi fyrstu kort í hærri línu voru alltaf dáldið underpowered. Er mjög ryðgaður í þessu öllu eins og þeir sem vita eitthvað í þessu sjá fljótt.
En hvað með Geforce kortin, fæ ég meira value ef ég fer frekar í þau?
Ooog síðan hljóðkortið, hef alltaf keypt hljóðkort og mér langar endilega að halda því áfram, eitthvað flott fyrir krystaltæra tónlist og flott tölvuleikjahljóð, verð auðvitað með heyrnatól sem nota kortið vel.
En já, öll comment og uppástungur vel þegin, væri gott ef einhver sér að ég er að fara á rangan veg að rétta mig af svo ég geri fín kaup takk.
Val á skjám, skjákorti og hljóðkorti
Re: Val á skjám, skjákorti og hljóðkorti
24" benq skjárnir hafa verið að koma rosalega vel út svo ég mæli með þeim.
Ég get selt þér 480gtx á 45þús 2ár eftir að ábyrgð ef þú hefur áhuga. þetta kort er aðeins betra en 6970 frá amd.
með hljóðkortið er það klárlega Asus Xonar
Ég get selt þér 480gtx á 45þús 2ár eftir að ábyrgð ef þú hefur áhuga. þetta kort er aðeins betra en 6970 frá amd.
með hljóðkortið er það klárlega Asus Xonar
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Re: Val á skjám, skjákorti og hljóðkorti
2x 24" er ekki of stórt, mundu samt að pæla í því að hentugt getur verið að hafa þynnri brúnir á þeim uppá að þeir sitji hlið við hlið. Frekar en að mæla með skjá myndi ég einfaldlega bara prufa kíkja á staðina og fá að sjá þá, mundu samt að rosalega bjartir litir og skærir litir eru ekki gæði! Margir gera þau mistök að velja skjá útfrá því.
Það er yfirleitt ekki mikið að marka 1ms, 2ms og 5ms vegna þess að það gefur einungis upp svartímann á panelinum. Þetta er of langt fyrir einfalda útskýringu en þú getur kíkt á þennan hlekk og farið neðarlega í greinina til að sjá mun í myndum sem skýrir þetta betur en ég get gert.
http://www.tftcentral.co.uk/reviews/benq_xl2410t.htm
Bæði Nvidia og AMD skjákort eru mjög góð kaup allt uppí svona 45þús, þá ferðu að borga frekar mikið fyrir performance.
Nvidia er aðallega með betri stuðning í linux og meiri áherslu á 3D og CUDA.
ATI hefur hinsvegar eyefinity, svo t.d. með 6950 máttu fara uppí 4 skjái.
Hljóðkort er Asus Xonar gott.
Það er yfirleitt ekki mikið að marka 1ms, 2ms og 5ms vegna þess að það gefur einungis upp svartímann á panelinum. Þetta er of langt fyrir einfalda útskýringu en þú getur kíkt á þennan hlekk og farið neðarlega í greinina til að sjá mun í myndum sem skýrir þetta betur en ég get gert.
http://www.tftcentral.co.uk/reviews/benq_xl2410t.htm
Bæði Nvidia og AMD skjákort eru mjög góð kaup allt uppí svona 45þús, þá ferðu að borga frekar mikið fyrir performance.
Nvidia er aðallega með betri stuðning í linux og meiri áherslu á 3D og CUDA.
ATI hefur hinsvegar eyefinity, svo t.d. með 6950 máttu fara uppí 4 skjái.
Hljóðkort er Asus Xonar gott.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 20
- Skráði sig: Sun 23. Feb 2003 02:40
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hér
- Staða: Ótengdur
Re: Val á skjám, skjákorti og hljóðkorti
Takk fyrir innleggin, skal skoða asus xonar pottþétt.
Og það er síðan eitt, ef ég ætti að vera með þynnri brúnir væru þessir skjáir ekki alveg mega flottir?
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1760
Mun skoða þetta allt í persónu en ég á heima í kef og fer ekki oft í bæinn svo það er heimavinnan fyrst áður en ég eyði bensín í bæjarferð.
Og það er síðan eitt, ef ég ætti að vera með þynnri brúnir væru þessir skjáir ekki alveg mega flottir?
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1760
Mun skoða þetta allt í persónu en ég á heima í kef og fer ekki oft í bæinn svo það er heimavinnan fyrst áður en ég eyði bensín í bæjarferð.
_______________________________________