Sooo... Ég er að setja saman lítinn risa, frá mínu sjónarhorni allavegana, og var að pæla hvað þið hefðuð út á hann að setja
Þetta er líka fyrsti póstinn minn þannig að endilega verið góðir
Þetta er fyrsta borðtölvan mín en ég hef stundað slatta af rannsóknarvinnu og þetta er það sem ég kom upp með fyrir budgetið. Um 200þ kjell.
AMD Phenom II X6 Six-Core Processor 1090T (3.2GHz) AM3, Retail (Black Edition)
Super Talent Chrome Series DDR3-1600 12GB (3x 4GB) CL9 Triple Channel Memory Kit
Cooler Master Storm Scout kassi
Cooler Master Silent Pro M1000 aflgjafi
Corsair SSD F120 gb
ASRock 880 Pro3 ATX AMD AM3+2B móðurborð
Og svo keypti ég mér:
BenQ G2420HDB 24" skjá líka
Ég ætla að nota þessa tölvu til leikjaspilunar aðallega og mun OC hana. Ég er ekki enn viss um hvaða skjákort ég ætla að taka. Var fyrst að pæla í
AMD Radeon 6950 2GB DDR5
En eftir slatta af umhugsun og review-viewing þá ákvað ég að sleppa því og væri alveg til í hugmyndir.
Skjákortið og kælingin koma næstu mánaðarmót þegar maður á efni á þeim. Það er innbyggt skjákort í móðurborðinu sem ætti að duga þangað til
Svo var ég að pæla hvort ég hafi farið overboard í vinnsluminninu? Ég sá bara 12gb og varð gráðugur en ég veit ekki enn hvort þetta hafi verið góð hugmynd. Ég er búinn að panta þetta allt saman og kemur á fimmtudaginn.
Hvernig lýst ykkur á þetta kæru vaktarar?
Ps. ég veit ekkert hvort ég haldi í móðurborðið en mér fannst helvíti sniðugt að vera tilbúinn fyrir nýju bulldozer örrana. Oooog ég var alinn upp sem AMD maður og á erfitt með að sætta mig við annað xD
Er að setja saman borðtölvu
Re: Er að setja saman borðtölvu
Ekkert vit í að taka triple channel minnisett á borð með tvem minnisrásum
Þetta á að öllum líkindum eftir að virka hjá þér en ég hefði tekið bara 2x4GB kubba og bætt svo við öðru eins setti ef ég teldi mig þurfa það mikið vinnsluminni.
Þetta á að öllum líkindum eftir að virka hjá þér en ég hefði tekið bara 2x4GB kubba og bætt svo við öðru eins setti ef ég teldi mig þurfa það mikið vinnsluminni.
Re: Er að setja saman borðtölvu
Fudge... Það er alltaf eithvað sem mér yfirsést... Mun þetta virka? Get ég notað Tripple channel RAM á dual channel mb?
Re: Er að setja saman borðtölvu
Þetta á líklegast eftir að ganga hjá þér en þú færð ekki optimal afköst úr minninnu á þennan veginn, svo hefur maður lent í vandræðum með triple channel minni á dual channel móðurborði svo það er ekki útilokað