Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??


Höfundur
Hoddikr
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Sun 20. Mar 2011 11:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Hoddikr » Sun 20. Mar 2011 12:43

Ég er með Verbatim 1TB flakkara http://www.verbatim.com/prod/hard-drive ... sku-96571/
sem ég nota fyrir myndir,kvikmyndir og tónlist.
Vandamálið er að hann er Fat32 og þess vegna get ég ekki fært stærri file en 4gb á hann.
Það eru einhver 600gb af gögnum á disknum sem ég vill ekki missa en hef engan annan disk til að taka backup af þessu.

Ég er búinn að lesa á netinu hvernig ég get breytt honum í ntfs, t.d. hér http://technet.microsoft.com/en-us/libr ... 56984.aspx
og einnig hér á spjallinu, og eru það nokkuð misvísandi upplýsingar.

Nú er ég enginn snillingur í þessum efnum og þess vegna vildi ég spyrja ykkur.
1. Hversu líklegt er að ég tapi engum gögnum við þessa aðgerð?

2. Nú er bara eitt og hálft ár síðan ég keypti hann svo hann er nokkuð nýlegur, en kemur samt með Fat32.
Er þá einhver ástæða af hverju hann er ekki ntfs? Og þess vegna vitleysa að breyta honum?

3. Er líklegt að ég lendi í einhverjum vandræðum með hann ef ég breyti honum?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf lukkuláki » Sun 20. Mar 2011 12:58

Hoddikr skrifaði:Ég er með Verbatim 1TB flakkara http://www.verbatim.com/prod/hard-drive ... sku-96571/
sem ég nota fyrir myndir,kvikmyndir og tónlist.
Vandamálið er að hann er Fat32 og þess vegna get ég ekki fært stærri file en 4gb á hann.
Það eru einhver 600gb af gögnum á disknum sem ég vill ekki missa en hef engan annan disk til að taka backup af þessu.

Ég er búinn að lesa á netinu hvernig ég get breytt honum í ntfs, t.d. hér http://technet.microsoft.com/en-us/libr ... 56984.aspx
og einnig hér á spjallinu, og eru það nokkuð misvísandi upplýsingar.

Nú er ég enginn snillingur í þessum efnum og þess vegna vildi ég spyrja ykkur.
1. Hversu líklegt er að ég tapi engum gögnum við þessa aðgerð?

2. Nú er bara eitt og hálft ár síðan ég keypti hann svo hann er nokkuð nýlegur, en kemur samt með Fat32.
Er þá einhver ástæða af hverju hann er ekki ntfs? Og þess vegna vitleysa að breyta honum?

3. Er líklegt að ég lendi í einhverjum vandræðum með hann ef ég breyti honum?


Ég myndi líta á þetta svona:
1.) Þú MUNT tapa öllum gögnum (Taktu backup)
2.) Venjan er sú að flakkarar koma ekki formataðir úr búðinni eða amk. er það mín reynsla. Ég myndi breyta honum í NTFS ekki spurning.
3.) Nei ekki vegna formatsins en flakkari er ekki hugsaður sem öryggisgeymsla bara afritunargeymsla. Þeas. Þau gögn sem þú ert með á flakkaranum ÆTTIÐU líka að vera með annarsstaðar annars ertu SCREWD ef flakkarinn bilar !


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
Hoddikr
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Sun 20. Mar 2011 11:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Hoddikr » Sun 20. Mar 2011 15:14

Takk fyrir svarið
ég ætti þá bara að gleyma þessu og kaupa nýjan til að flytja gögnin yfir og breyta honum svo.

En hvar er best að geyma gögn sem maður vill ekki tapa?




Drone
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Fim 10. Sep 2009 01:03
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Drone » Sun 20. Mar 2011 15:28

Nei, þú átt ekki að tapa gögnum við að nota /convert í gegnum cmd.
Þú getur convertað frá FAT32 yfir í NTFS en þú getur ekki convertað til baka.
Ég hef gert þetta á nokkrum diskum án þess að missa gögn við það

http://www.ntfs.com/quest3.htm



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf lukkuláki » Sun 20. Mar 2011 15:29

Hoddikr skrifaði:Takk fyrir svarið
ég ætti þá bara að gleyma þessu og kaupa nýjan til að flytja gögnin yfir og breyta honum svo.

En hvar er best að geyma gögn sem maður vill ekki tapa?


Það er mismundandi og fer svolítið eftir því hveru mikilvæg gögnin eru.

Sumir eru að nota hýsingu eða einhvernskonar gagnageymslu hjá hýsingaraðila eins og Skýrr eða símanum ofl.
Ég er sjálfur að nota Safesync frá Trend http://us.trendmicro.com/us/products/personal/safe-sync/
sem tekur sjálfvirkt afrit af öllum þeim gögnum sem ég vill ekki missa fyrir nokkur þúsund á ári.
Með Safesync þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af vélbúnaði eða gögnunum þau eru dulkóðuð og í öruggri geymslu hjá Trend.

Þú ætti í það minnsta að vera með þau gögn sem þú afritar td. af fartölvunni og yfir á flakkara, líka á fartölvunni því að vera með öll mikilvæg gögn á einum stað er ekki í lagi, þeas. ef þú afritar gögn af fartölvunni yfir á td. flakkara EKKI ÞÁ EYÐA ÞEIM AF FARTÖLVUNNI hafðu þau þar LÍKA (2 falt öryggi)
eða vera með 2 -3 flakkara og passa að þessi gögn séu alltaf á þeim báðum og ef einn sýnir veikleikamerki þá skipta um hann strax.
Það eru ýmsar leiðir bara spurning hvað hentar þér.
Ég þekki einn sem tekur alltaf afrit á flakkara og fær að geyma hann á öðru heimili.
Þá á hann gögnin sín ef það yrði brotist inn til hans eða eldur brytist út. Þá er ég nú hrifnari af online gagnageymslum sem hafa þó þann galla að ef ég þyrfti að ná í ÖLL gögnin mín í dag þá erum við að tala um mörg hundruð GB. niðurhal sem myndi ekki vera vinsælt hjá Vodafone.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Höfundur
Hoddikr
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Sun 20. Mar 2011 11:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Hoddikr » Sun 20. Mar 2011 15:41

Drone skrifaði:Nei, þú átt ekki að tapa gögnum við að nota /convert í gegnum cmd.
Þú getur convertað frá FAT32 yfir í NTFS en þú getur ekki convertað til baka.
Ég hef gert þetta á nokkrum diskum án þess að missa gögn við það

http://www.ntfs.com/quest3.htm


lol þetta er einmitt málið sem ég tók eftir þegar ég var að leita upplýsinga á netinu
Drone segir = ég tapa engum gögnum
Lukkuláki segir = ég tapa öllum gögnum
:-k :-k




Drone
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Fim 10. Sep 2009 01:03
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Drone » Sun 20. Mar 2011 15:48

Held að Lukkuláki sé bara að meina að það sé best að hafa varann á þegar átt er við viðkvæm gögn sem ekki eru til á fleiri en einum stað.
Ef að convertið mistekst td. þá getur filesystemið á disknum hrunið og þá þarf að fara í data recovery til að nálgast gögnin aftur.

Ef þú villt vera pottþéttur með þetta þá geturu farið með flakkarann á ódýrt tölvuverkstæði, beðið þá um að gera þetta fyrir þig, held að þú yrðir bara rukkaður um startgjald eða 1klst á verkstæði, sem væri þá 2.990kr hjá Tölvutek.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Oak » Sun 20. Mar 2011 15:57

lukkuláki skrifaði:2.) Venjan er sú að flakkarar koma ekki formataðir úr búðinni eða amk. er það mín reynsla.

Greinilega mjög langt síðan að þú hefur keypt þér flakkara. Tilbúnir flakkarar t.d. WD MyBook og Elements og nýji Samsung flakkarinn eru allir með uppsetta diska með NTFS. :)


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf lukkuláki » Sun 20. Mar 2011 16:01

Oak skrifaði:
lukkuláki skrifaði:2.) Venjan er sú að flakkarar koma ekki formataðir úr búðinni eða amk. er það mín reynsla.

Greinilega mjög langt síðan að þú hefur keypt þér flakkara. Tilbúnir flakkarar t.d. WD MyBook og Elements og nýji Samsung flakkarinn eru allir með uppsetta diska með NTFS. :)


Já það er svolítið langt síðan en auðvitað eiga þessir hlutir að koma tilbúnir til notkunar það er bara eðlilegt.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

bulldog
Besserwisser
Póstar: 3439
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf bulldog » Sun 20. Mar 2011 16:04

þarft að formatta flakkarann ef þú ætlar að breyta um skrárkerfi í honum.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Breyta flakkara úr FAT32 í NTFS??

Pósturaf Oak » Sun 20. Mar 2011 16:40

bulldog skrifaði:þarft að formatta flakkarann ef þú ætlar að breyta um skrárkerfi í honum.

ekki ef þú ætlar að skipta úr FAT32 í NTFS.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64