Tæknival skrifaði:2.2.2004 11:19:12
Intel kynnir nýja kynslóð Pentium 4
Örgjörvarisinn Intel hefur kynnt nýja kynslóð Pentium 4 örgjörvanna sem byggja á svokallaðri 90-nanómetratækni (Prescott). Til fróðleiks má nefna að einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Nýju örgjörvarnir leysa af hólmi örgjörvana með 130-nanómetra tækninni en þeir kallast Northwood. Í Prescott eru 125 milljónir smára og 1 MB Level-2-cashe og örgjörvarnir eru 2,8 til 3.2 GHz. Enn hraðvirkari Prescott örgjörvi er vætanlegur síðar, 3,4 GHz.
Meira á ZDNet - Mitt álit
þeir skrifuðu cache vitlaust