Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin


Höfundur
Addi_rokk
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 18. Apr 2010 18:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf Addi_rokk » Fim 24. Feb 2011 14:36

Sælir kæru Vaktarar!

Ég er að "smíða" mér tölvu, og ætla að fara að versla Örgjörvann í hana.
Ég hafði hugsað mér að kaupa AMD Phenom II X4 955BE, en ég hef lesið að það sé hægt að "unlocka" tveim auka kjörnum í X2 555 örranum
og þannig breytt honum í X4 B55 og sparað mér smá pening en fengið jafn öflugan örgjörva.
Móðurborðið sem ég er með heitir MSI 870A-G54 og það styður þetta með einfaldri aðgerð í BIOS, fylgir lítill miði með því
sem segir manni hvernig maður gerir þetta. Hljómar eiginlega of einfallt til að vera satt :D .

Svo spurningin til ykkar er:
Á ég að taka séns á því að mér takist að "unlocka" 555 örrann og þannig spara mér ca.5þús (+ alltaf gaman að fikta :D )
eða fara bara "the safe way" og taka 955-inn???

Og líka, hefur einhver hér á vaktinni prufað þetta, og þá hvernig gekk?

Takk fyrir



Skjámynd

Hörde
Ofur-Nörd
Póstar: 242
Skráði sig: Mið 12. Feb 2003 15:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf Hörde » Lau 26. Feb 2011 14:42

Ég myndi persónulega ekki taka sénsinn. Þó það sé gaman þegar það heppnast þá siturðu uppi með mun slakari örgjörva þegar það heppnast ekki. Það væri annað ef þetta væri munurinn á 15 og 30 þúsund kalli, en þarna ertu basically að veðja 15 þúsund til að græða 5.

Mafíurekin spilavíti bjóða betri vinningslíkur en þetta.




HelgzeN
</Snillingur>
Póstar: 1083
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf HelgzeN » Lau 26. Feb 2011 15:37

talaðu við beatmaster mér sýnist hann vera búin að gera þetta. ;)


Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf MatroX » Lau 26. Feb 2011 15:46

þar sem ég veit nokkurnvegin hvað þú ert að fara nota tölvuna í þá myndi ég mæla með að þú færir allavega í 1050t http://buy.is/product.php?id_product=1549

það er oftast best að eyða aðeins meira í örrann.


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf beatmaster » Lau 26. Feb 2011 16:04

Ef að þú kemst í Black Edition 955 fyrir aðeins 5000 kr. meira taktu hann þá

Ef að þú átt 27.000 kr til að eyða í örgjörvann taktu þá 1055T sem að MatroX linkar á

Ég þarf einmitt að breyta hjá mér undirskriftinni því að báðir kjarnarnir sem að er slökkt á í 550 örgjörvanum mínum virðast vera ónothæfir til lengri tíma, enda fór þetta sílikon í Dual Core frekar en Quad hjá AMD

Þegar að verðmunurinn er orðinn svona lítill þá myndi ég sleppa unlock ævintýrinu þetta er of riskí, mínir aukakjarnar aflæsast alveg en krassa á 1 sekúndu í Prime95 og Windows-ið hjá mér verður allt "skrýtið" breytist ekkert við að auka Voltin og ég myndi ekki mæla með að taka sénsinn (kanski bara pirringur í mér því að ég eyddi öllum gærdeginum í gær í að reyna að fá þetta til að virka án fullnægjandi árangurs :-({|= )


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Zpand3x
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 12. Des 2009 22:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf Zpand3x » Lau 26. Feb 2011 18:27

beatmaster skrifaði:Ef að þú kemst í Black Edition 955 fyrir aðeins 5000 kr. meira taktu hann þá

Ef að þú átt 27.000 kr til að eyða í örgjörvann taktu þá 1055T sem að MatroX linkar á

Ég þarf einmitt að breyta hjá mér undirskriftinni því að báðir kjarnarnir sem að er slökkt á í 550 örgjörvanum mínum virðast vera ónothæfir til lengri tíma, enda fór þetta sílikon í Dual Core frekar en Quad hjá AMD

Þegar að verðmunurinn er orðinn svona lítill þá myndi ég sleppa unlock ævintýrinu þetta er of riskí, mínir aukakjarnar aflæsast alveg en krassa á 1 sekúndu í Prime95 og Windows-ið hjá mér verður allt "skrýtið" breytist ekkert við að auka Voltin og ég myndi ekki mæla með að taka sénsinn (kanski bara pirringur í mér því að ég eyddi öllum gærdeginum í gær í að reyna að fá þetta til að virka án fullnægjandi árangurs :-({|= )


Ég er líka búinn að slökkva á fjórða mínum .. er með hann í 3 kjörnum , það á víst ekki að muna neinu á 3 core og 4 core í leikjum,
sjá hérna
(þetta er Intel Core 2 Quad Q6600 og kjarnarnir eru disable-aðir í windows, borið saman 1 core vs 2 cores vs 3 cores vs 4 cores).

En annars er stutt í Bulldozer. Ég ætla klárlega að upgrade-a í sumar :P
Síðast breytt af Zpand3x á Lau 26. Feb 2011 18:34, breytt samtals 1 sinni.


i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, MSI B550I Gaming Edge Wifi, GTX 1660 Super, 2x16GB, DAN Cases A4-SFX V4.1


Höfundur
Addi_rokk
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Sun 18. Apr 2010 18:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf Addi_rokk » Lau 26. Feb 2011 18:33

Takk fyrir góðar ráðleggingar!

X2 555 sleginn út af borðinu.




original
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Fim 27. Jan 2011 14:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf original » Sun 27. Feb 2011 13:30

ég er með unlockaðann 560 ;) 3,8Ghz x4, algjör snilld



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Val á örgjörva, X2 555 eða X4 955, hjálp vel þegin

Pósturaf MatroX » Sun 27. Feb 2011 15:03

Zpand3x skrifaði:
beatmaster skrifaði:Ef að þú kemst í Black Edition 955 fyrir aðeins 5000 kr. meira taktu hann þá

Ef að þú átt 27.000 kr til að eyða í örgjörvann taktu þá 1055T sem að MatroX linkar á

Ég þarf einmitt að breyta hjá mér undirskriftinni því að báðir kjarnarnir sem að er slökkt á í 550 örgjörvanum mínum virðast vera ónothæfir til lengri tíma, enda fór þetta sílikon í Dual Core frekar en Quad hjá AMD

Þegar að verðmunurinn er orðinn svona lítill þá myndi ég sleppa unlock ævintýrinu þetta er of riskí, mínir aukakjarnar aflæsast alveg en krassa á 1 sekúndu í Prime95 og Windows-ið hjá mér verður allt "skrýtið" breytist ekkert við að auka Voltin og ég myndi ekki mæla með að taka sénsinn (kanski bara pirringur í mér því að ég eyddi öllum gærdeginum í gær í að reyna að fá þetta til að virka án fullnægjandi árangurs :-({|= )


Ég er líka búinn að slökkva á fjórða mínum .. er með hann í 3 kjörnum , það á víst ekki að muna neinu á 3 core og 4 core í leikjum,
sjá hérna
(þetta er Intel Core 2 Quad Q6600 og kjarnarnir eru disable-aðir í windows, borið saman 1 core vs 2 cores vs 3 cores vs 4 cores).

En annars er stutt í Bulldozer. Ég ætla klárlega að upgrade-a í sumar :P



verst að hann er ekki að fara spila mikið leiki á þessari vél. hann þarf á sem flestum kjörnum á að halda. þannig að 1050T , 1090T og 1100T væri besti kosturinn fyrir þig Addi


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |