Óþolandi óhljóð


Höfundur
GilliHeiti
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Mið 28. Júl 2010 23:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Óþolandi óhljóð

Pósturaf GilliHeiti » Þri 19. Okt 2010 13:49

Svo að ég þurfi ekki að búa til nýjan þráð þá spyr ég ykkar bara hér í þessum.

Ég var semsagt að fá mér nýja borðtölvu og þar sem ég á heimabíó þá ákvað ég að tengja tölvuna í heimabíóið með Audio RCA sterio (rauða og hvíta á öðrum endanum og headphonetengi á hinum).
Ég hef snúruna tengda í headphone tengið á tölvunni og hinn endann í AUX á heimabíóinu og það virkar mjög vel. Nema hvað að alltaf þegar tölvan "hugsar", t.d. þegar ég opna eitthvað forrit eða jafnvel bara núna þegar ég skrifa eitthvað hér þá heyri ég þessi óþolandi tölvuhljóð (líkt og í gamla daga þegar maður ætlaði á netið og gerði dial up (http://www.youtube.com/watch?v=gsNaR6FRuO0) nema hvað að það er bara eitt sérstakt hljóð sem heyrist alltaf aftur og aftur, mörg í röð, eftir því sem tölvan hugsar. Ég setti upp tölvuna sjálfur, var það í fyrsta skipti og ég veit ekki hvort þetta sé bara eitthver takki í system options sem mennirnir sem setja venjulega upp nýjar tölvur slökkva einfaldlega á. Þetta er að gera mig alveg sturlaðann.

Endilega bjargið mér úr þessum viðbjóð, er búinn að prófa að googla þetta en ég fann ekkert nema hvernig slökkva ætti á Windows bíppunum (Warning og allt það).



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Óþolandi óhljóð

Pósturaf Daz » Þri 19. Okt 2010 14:05

Kemur ekkert bíbb ef þú ert með headphones tengda í headphones tengið? Hefurðu prófað að tengja í eitthvað annað hljóð-út tengi en headphones? "Front speaker out" ?




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1795
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Óþolandi óhljóð

Pósturaf axyne » Þri 19. Okt 2010 17:12

gef mér það að þú sért að nota innbyggt hljóðkort í tölvunni. Onboard hljóðkort eru mismunandi að gæðum og þetta er ekkert óvenjulegt það sem þú talar um, ég býst við að þú heyrir ekkert í þessu þegar þú ert með tónlist eða bíómynd í gangi ?

Best er fyrir þig að hafa volume í tölvunni í botni og hækka/lækka á græjunum. Ætti að minnka við það.

Eina lausnin til að losna algjörlega við þetta er að kaupa sér sér hljóðkort fyrir tölvuna.


Electronic and Computer Engineer


Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Óþolandi óhljóð

Pósturaf Gets » Þri 19. Okt 2010 20:21

axyne skrifaði:gef mér það að þú sért að nota innbyggt hljóðkort í tölvunni. Onboard hljóðkort eru mismunandi að gæðum og þetta er ekkert óvenjulegt það sem þú talar um, ég býst við að þú heyrir ekkert í þessu þegar þú ert með tónlist eða bíómynd í gangi ?

Best er fyrir þig að hafa volume í tölvunni í botni og hækka/lækka á græjunum. Ætti að minnka við það.

Eina lausnin til að losna algjörlega við þetta er að kaupa sér sér hljóðkort fyrir tölvuna.




X2