Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf cocacola123 » Fös 17. Sep 2010 18:23

Ég er búinn að hugsa útí þetta og er bara mjög ráðaviltur :(

Eins og er sýnist þetta magnað og væri ögulgega snilld að fara í Tiger með þessu :P En ég veit ekki hvað er "the smart choice". Ef ég fengi mér einn Move stick þá myndi mér öruglega langa í annann bæði útaf það sýnist vera miklu skemmtilegra með tvo (eins og með bogaleikinn eða þarna fighting leikinn) og líka svo maður geti spilað með vinum. En svo er líka þarna Thumbstick dæmið. Þannig ef maður færi alveg all out og spreðar í þetta allt er þetta svona 25 þúsund (ÁN LEIKS) en ef maður sleppir thumbstickinu þá er það vera í kringum 18 þúsund og aftur án leiks...

Þanniig... Eruð þið með einhverjar tillögur ?

Cocacola123


Drekkist kalt!

Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf cocacola123 » Fös 17. Sep 2010 18:25

Svo önnur spurnig hvort það sé hægt að prufa þetta einhverstaðar ? Smáralindinni ? :D


Drekkist kalt!


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf biturk » Fös 17. Sep 2010 18:26

líka spurning um að nýta edit takkan :-s

en annars, þá langar mig heavy í þessa græju og myndi kaupa mér 2 move stick, annað er bara rugl :-"


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf AntiTrust » Fös 17. Sep 2010 18:28

Það er hægt að prufa þetta í BT Skeifunni.



Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf cocacola123 » Fös 17. Sep 2010 18:31

Já en með thumbstickið sýnist skotleikirnir vera svaðalegir ! Eins og Socom 4.


Drekkist kalt!


TestType
Fiktari
Póstar: 60
Skráði sig: Sun 11. Júl 2004 15:35
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf TestType » Fös 17. Sep 2010 20:51

Ég get bara talað fyrir sjálfan mig en ég ef ekki snefil af áhuga fyrir þessum motion controls hjá Sony og Microsoft. Ég var mikill Nintendo maður hér áður fyrr og var mjög spenntur fyrir Wii, en hún var mikil vonbrigði. Hún stendur alveg fyrir sínu í vissum leikjum og er skemmtileg, þá aðallega í svona partýleikjum þegar maður er að drekka. Semsagt frábært í 5. mínútna mini leiki en voða lítið spennandi í hardcore leikina eins og reynslan hefur sýnt sig.

Frekar vil ég sitja í góðum sófa með controller.

En svo snýst þetta auðvitað um leikina og hvað er í boði. Geturðu sagt mér í hreinskilni að þú sért spenntur fyrir einhverjum af þessum move leikjum sem eru komnir út eða eru á leiðinni? Þeir eru allir alveg rosalega óspennandi.



Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf cocacola123 » Fös 17. Sep 2010 21:20

Heh ég get séð það að Nintendo hefur alveg skemmt The Motion Controll image :P Nintendo... jú þeir náðu að gera "The Family Fun" en þeir bara náðu ekki að ná til The Hardcore Gamers. En maður bara veit það að Sony og Microsoft eiga eftir að gera hvað sem er til að gera Hardcore leikina Awesome :D Ég meina Call of duty leikirnir ? Bara útaf það fer á motion control verður það að family quiz leik ? Og já ég get sagt þér það ! Socom 4 lookar svaðalegur. Heavy Rain verður bara skemmtilegri með þessu. TIGER WOODS 11 !! Og svo eru svo fleiri að fara koma út :D


Drekkist kalt!


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf AntiTrust » Fös 17. Sep 2010 21:27

TestType, ég get alveg vottað fyrir það að nákvæmnin og þar af möguleikarnir í Move eru svo langt framyfir Wii að það er ekki samanburðarhæft.




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 937
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf Orri » Fös 17. Sep 2010 21:30

Er búinn að prófa þetta í rúma 7 klst seinustu 2 daga hjá félaga mínum og get sagt þér það að þetta er tær snilld.
Move og Wii eru bara ekki sambærileg (veit ekki með Motion+).
Nákvæmnin í Move er ótrúleg. Að mínu mati sér maður lang mest þessa nákvæmni í Table Tennis (Sport Champions), þar sem þú hreyfir þig fjær og nær borðinu með því að hreyfa þig fjær og nær sjónvarpinu o.fl. Einnig nýtir downloadable leikurinn Tumble Move tæknina til fulls en hann snýst um að teygja sig inní leikinn og ná í kassa og drasl og raða í turn, eins stórann og þú getur.

Þarft ekkert endilega að kaupa þér þennan Navigational Controller. Getur notað vinstri hlutann af Sixaxis í staðinn.
En mæli eindregið með að kaupa tvo Move Controller-a (eiginlega must). Það er mikið skemmtilegra að spila boga-, slagsmála- og strandblaks leikinn með tvo, og svo er enn þá skemmtilegra að spila leikina í 2 player. Við félagarnir eyddum langmestum tíma í Table Tennis, Boccia og Volleyball :).

Hef einungis spilað þetta í nokkra tíma og hef því ekki hugmynd um hversu fljótt maður fær leið á þessu, en ég býst ekki við að fá leið á þessu.
Margir spennandi leikir að fara að koma út (The Fight, Socom 4, Killzone 3, InFamous 2, LBP 2 o.fl.), nokkrir leikir sem eru núþegar komnir út sem fá Patch (Heavy Rain, MAG, EyePet o.fl.) og svo ættu að koma nóg af minni leikjum á PS Store á milli þessara stóru :).
Myndi nú halda að Socom, Killzone og MAG væru nógu hardcore leikir, og frekar spennandi...
Ég var mjög efins um að spila skotleiki eins og Killzone með Move eftir að hafa spilað skotleiki á Wii (sem var nú ágætt svosem), en eftir að hafa spilað The Shoot (downloadable "on-rails" leikur) með Move, þá lýst mér helvíti vel á að spila betri skotleiki eins og Killzone 3 með Move.

Move Starter Pack (PS Eye, Demo diskur og einn Move Controller) : 11.995 kr.
Auka Move Controller : 6.995 kr.
Sport Champions : 5.995 kr. (minnir mig).
Samtals er þetta rúmur 25 þúsund kall en vel þess virði að mínu mati eftir seinustu tvo daga :)

Sjálfur á ég PS Eye fyrir og kostar þetta því aðeins 20 þúsund fyrir mig, en ég get því miður ekki keypt mér þetta strax þar sem tölvan mín fékk YLOD og ný tölva er enn á leiðinni frá USA (60GB útgáfa).



Skjámynd

Höfundur
cocacola123
Ofur-Nörd
Póstar: 210
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 20:38
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf cocacola123 » Fös 17. Sep 2010 22:26

Takk Orri loksins einhver sem kemur með almennilegt svar :) Jæja þá þarf maður að byrja safna fyrir 25 þúsund :D


Drekkist kalt!

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 17. Sep 2010 22:37

Bull og þvaður ef þú spyrð mig. Ég hef sama og engan áhuga á svona rusli. Þetta er gaman í viku, svo setur maður þetta á hilluna.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf AntiTrust » Fös 17. Sep 2010 22:44

KermitTheFrog skrifaði:Bull og þvaður ef þú spyrð mig. Ég hef sama og engan áhuga á svona rusli. Þetta er gaman í viku, svo setur maður þetta á hilluna.


Hvernig geturu sagt þetta án þess að hafa vikureynslu af þessu?




Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf Jim » Fös 17. Sep 2010 22:45

Ef að þig langar til þess.
Síðast breytt af Jim á Lau 24. Mar 2012 18:10, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Larfur
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Fim 24. Des 2009 14:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ætti ég að kaupa PlayStation Move ?

Pósturaf Larfur » Fös 17. Sep 2010 23:48

Ætla að sjá hvernig komandi leikir verða, ef þetta er eins nett og þetta er í auglýsingum og fleira (sem wii reyndist ekki vera á sínum tíma) þá kaupi ég þetta pottþétt.


Deeeerp