Vandræði með vinnsluminni


Höfundur
ahh
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Sun 21. Mar 2010 16:11
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandræði með vinnsluminni

Pósturaf ahh » Fim 08. Júl 2010 13:56

Ég fór í dag og ákvað að upgradea vinnsluminni frá 2gb uppí 4g, þannig ég keypti mér
Corsair 800MHz ValueSelect 2GB
240pin PC2-6400 CL5, lífstíðarábyrgð

Jæja, er með fyrir 1gb í rauf 1, og 2gb í rauf þrjú.
Þannig ég set 2gb í rauf tvö, þá kveikir tölvan ekki á sér, eða það kemur H H H H H H H H H HH H H H í vinstri hornið á skjánum, hvert einasta skipti sem ég kveikti á tölvunni.
Næsta skref var að seta 1gb/1gb í rauf 1-2 og 2gb í rauf þrjú, þá kveiktu hún á sér og þar gat ég valið um nokkra valmögulegt, run in normal mode/safe mode..etc
Ég prófaði run normal og þá kom bara eitthvað windows critical error rugl, ég var ekkert að skrifa það niður þar sem það kom upp ný villa í hvert skipti sem ég prófaði það.

Þannig núna tók ég bara 2gb vinnsluminnið úr, og setti hin gömlu á upprunalega staði, og þá virkar allt fínt "enda er ég að skrifa hér :o"

Svo hvað haldiði að sé að hrjá mig.
Takk fyrir.

Kannski taka það fram að ég er með
MSI P31 Neo F móðurborð.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með vinnsluminni

Pósturaf Klemmi » Fös 09. Júl 2010 10:59

Búinn að prófa að hafa nýja kubbinn bara stakan í vélinni og sjá hvort hún virkar þannig?