Sælt veri fólkið,
er með svona genereal pælingu hvers vegna megnið af öllum utanáliggjandi hýsingum sem eru til sölu í dag eru bara með USB2 tengjum? Af hverju í ósköpunum hafa þær ekki Firewire optionið líka þar sem það er miklu hraðara að færa á milli?
Er t.d. að fara kaupa Dvico Tvix 6500 (sjónvarpsflakkara reyndar) og hann er alveg flaggskipið hjá Dvico en samt er hann bara með USB tengjum og engum firewire.... Ætli það sé svona miklu dýrara að láta framleiða þá með því eða er fólk bara ekki búið að meðtaka tæknina ennþá? Það er að segja, flestir kunna bara á usb og þess vegna gera þeir þetta notendavænna.
Var að pæla í 1TB Mybook frá Western Digital en þá er bara USB2 tengi líka á honum.... WTF?
Utanáliggjandi harðir diskar, hvers vegna ekki Firewire?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Utanáliggjandi harðir diskar, hvers vegna ekki Firewire?
Mainstream notandinn er með mörg USB á tölvunni en bara 1 eða ekkert firewire.
Útbreiddari staðall. Venjulegir harðir diskar hafa hafa í kringum 100MB/s skrif og les hraða, þannig þeir ná ekkert að maxa flutningsgetuna hvort sem er.
Útbreiddari staðall. Venjulegir harðir diskar hafa hafa í kringum 100MB/s skrif og les hraða, þannig þeir ná ekkert að maxa flutningsgetuna hvort sem er.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 639
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Reputation: 112
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Utanáliggjandi harðir diskar, hvers vegna ekki Firewire?
Firewire controllerarnir eru einfaldlega dýrari - það er aðalástæðan. Þú finnur Firewire tengi á flestum high-end ferðavélum í dag en sjaldnast á home-use eða budget vélum.
Firewire er reyndar mun smartari tækni en USB, sem dæmi má nefna að 400 Mbit firewire er hraðvirkari en 480 Mbit USB. Svo eru svona kúl aukafídusar eins og að FW tæki þurfa ekki tölvu til að tala saman.
Firewire er reyndar mun smartari tækni en USB, sem dæmi má nefna að 400 Mbit firewire er hraðvirkari en 480 Mbit USB. Svo eru svona kúl aukafídusar eins og að FW tæki þurfa ekki tölvu til að tala saman.
ps5 ¦ zephyrus G14
Re: Utanáliggjandi harðir diskar, hvers vegna ekki Firewire?
Ég skil. Já já, það meikar alveg sens ef flutningshraðinn nær ekki að hámarkast að vera ekki eyða í dýrt hardware. Manni finnst samt bara eins og tæki eins og flaggskipið hjá Dvico myndu hafa fyrir því að skella svo sem einu Firewire aftan á gripinn þar sem þetta er einn af dýrustu TV-flökkurunum þarna úti... hann er reyndar ekki fáanlegur hér núna en...
Takk fyrir útskýringarnar
Takk fyrir útskýringarnar