Ég var að formatta gamla Medion tölvu keypta úr BT á sínum tíma. Núna er ég í stökustu vandræðum með að finna XP drivera fyrir móðurborðið.
Móðurborð: MSI MS-7046
Chipset: Inteli915P
RAM: 1024MB DDR-SDRAM (2x512MB)
CPU: Intel Pentium 4 530 - 3000MHz
Socket 775 LGA
Ég reyndi að leita á Medion heimasíðunni með því að slá inn serial númerið á tölvunni. Ég fékk einhverja drivera þar en þeir eru ekki allir að virka og eru ansi takmarkaðir, næ t.d. ekki að koma netkortinu í gang. Það sem ég hef fundið gegnum Google er aðallega einhverjar driver síður sem krefjast þess að maður borgi fyrir innskráningu á þær og mér finnst nú ansi skítt að borga fyrir drivera. Ég reyndi líka að leita á MSI heimasíðunni en gekk illa að finna rétta tegund. Það lengsta sem ég komst var HINGAÐ.
Prófaði einnig annað á MSI síðunni, fór í gegnum valbox ferli en stoppaði HÉR. Ég veit ekki hvaða undirtegund þetta er.
Er einhver með upplýsingar um þessar Medion tölvur úr BT? Var þetta eitthvað samansett og fiffað? Veit einhver hvaðan þeir voru að flytja þær inn?
Öll hjálp vel þegin, ef einhver hefur lent í svipuðu með þessar tölvur þá má hinn sami endilega hafa samband og deila reynslu sinni.
Medion driver vesen - MSI MS-7046
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1069
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Medion driver vesen - MSI MS-7046
Phanto skrifaði:http://downloadcenter.intel.com/Detail_Desc.aspx?agr=Y&ProductID=1765&DwnldID=16023&strOSs=44&OSFullName=Windows*%20XP%20Professional&lang=eng
Prufaðu þetta.
Náði í þetta og setti inn. Var ekki að hjálpa mikið, device manager lítur ennþá SVONA út hjá mér.
**Edit:
Driverarnir sem ég finn á Medion síðunni eru oft bara zip file-ar sem eru svo ekkert með exe setup file þegar maður unzippar þeim. Bara dll skrár og einhverjir system file-ar.
Re: Medion driver vesen - MSI MS-7046
Driverarnir sem ég finn á Medion síðunni eru oft bara zip file-ar sem eru svo ekkert með exe setup file þegar maður unzippar þeim. Bara dll skrár og einhverjir system file-ar.
Átt að geta sett þá inn í gegnum device manager.
Prufaðu líka að setja inn PC wizard ef þu getur til að sja hvað netkortið og skjákortið heitir.
-
- has spoken...
- Póstar: 174
- Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Medion driver vesen - MSI MS-7046
Á heimasíðu Medion er oftast hægt að finna flest alla driverana en í 90% tilvika vantar netkorts drivera, klassískt Medion. Þessi móðurborð eru spes útgáfur af mainstream MSI móðurborðum, sérframleitt fyrir Medion, og þess vegna munt þú ekki finna nákvæmlega þessi borð á heimasíðu MSI.
Chipsettin á þessum borðum eru ýmist VIA eða Nvidia, en á nánast öllum Medion vélum sem að ég hef skoðað þá eru netkortin frá Via, Rhine II eða Rhine III. Ein leið til að finna út úr þessu er að opna kassan og skoða hvaða kubbar eru á móðurborðinu. Það sem þú ert að leita að eru svartir kubbar, á stærð við krónupening, með nafn framleiðanda og módel númer á. Via Rhine III er td. með númerið VT6107.
Via ethernet drivera má svo nálgast hér og þar á netinu (googla vt6107 drivers) öruggast þó að sækja þá í gegnum support síðu Via: http://www.viaarena.com/ (sú síða er reyndar ekki uppi einmitt núna af einhverjum ástæðum).
Leiðbeiningar í því að setja inn rekla handvirkt má finna td. hér.
Chipsettin á þessum borðum eru ýmist VIA eða Nvidia, en á nánast öllum Medion vélum sem að ég hef skoðað þá eru netkortin frá Via, Rhine II eða Rhine III. Ein leið til að finna út úr þessu er að opna kassan og skoða hvaða kubbar eru á móðurborðinu. Það sem þú ert að leita að eru svartir kubbar, á stærð við krónupening, með nafn framleiðanda og módel númer á. Via Rhine III er td. með númerið VT6107.
Via ethernet drivera má svo nálgast hér og þar á netinu (googla vt6107 drivers) öruggast þó að sækja þá í gegnum support síðu Via: http://www.viaarena.com/ (sú síða er reyndar ekki uppi einmitt núna af einhverjum ástæðum).
Leiðbeiningar í því að setja inn rekla handvirkt má finna td. hér.
____________________
Starfsmaður @ hvergi
Starfsmaður @ hvergi
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1069
- Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
- Reputation: 12
- Staða: Ótengdur
Re: Medion driver vesen - MSI MS-7046
Takk fyrir þessar upplýsingar.
Ég er búinn að þrengja þetta aðeins niður, þetta hafðist með því að setja driverana inn handvirkt. Núna er einungis Ethernet Controller merktur sem unknown device í Device Manager. Þar sem ég náði að koma þráðlausa netkortinu inn þá nenni ég varla að standa í því að eltast við onboard LAN kortið í vélinni. Þetta er tölva foreldra minna og þau nota hana bara þráðlaust til að tengjast netinu þannig að þetta ætti að duga fyrir þau.
Hef aldrei lent í jafn miklu driver veseni eftir straujun og með þessa Medion tölvu...úff. Grunaði reyndar að þetta yrði svona þar sem ég hafði heyrt að Medion væru slæmir hvað varðar þessa drivera hjá þeim.
En takk fyrir upplýsingarnar, þið hjálpuðuð mikið til...
Ég er búinn að þrengja þetta aðeins niður, þetta hafðist með því að setja driverana inn handvirkt. Núna er einungis Ethernet Controller merktur sem unknown device í Device Manager. Þar sem ég náði að koma þráðlausa netkortinu inn þá nenni ég varla að standa í því að eltast við onboard LAN kortið í vélinni. Þetta er tölva foreldra minna og þau nota hana bara þráðlaust til að tengjast netinu þannig að þetta ætti að duga fyrir þau.
Hef aldrei lent í jafn miklu driver veseni eftir straujun og með þessa Medion tölvu...úff. Grunaði reyndar að þetta yrði svona þar sem ég hafði heyrt að Medion væru slæmir hvað varðar þessa drivera hjá þeim.
En takk fyrir upplýsingarnar, þið hjálpuðuð mikið til...
Re: Medion driver vesen - MSI MS-7046
Er i þessu veseni líka , gætiru sagt mer hvernig þú náðir að koma drivernum fyrir þráðlausa kortið inn .. þetta er bölvað vesen með þessar mediona vélar .. þessi vel er týpa mim2050 , og hvar í ósköpunum fannstu driverinn .. ég er bara að finna þar sem þarf að borga fyrir
-
- Stjórnandi
- Póstar: 6354
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 161
- Staða: Ótengdur
Re: Medion driver vesen - MSI MS-7046
Vera bara með áskrift á http://www.driveragent.com, nota það alltaf þegar eg er að setja upp noname vélar. Fæ beinan link á missing/newer driver í 99% tilfella.