Hún er búinn að láta svona allan tímann held ég í hvert skipti sem ég ræsi hana og kemur þá stutt píp. Ég held að það sé ekkert að henni og að þetta eigi að vera svona því hún virkar alltaf mjög vel og hefur aldrei bilað. Hún er í gangi mest allan sólarhringinn og set ég hana af og til í standby á meðan ef ég þarf að bregða mér frá.
Ég hef reynt að kíkja í móðurborðs stillingarnar en finn ekki neina stýringu sem gæti slökkt á þessu.
Ég er með aðra tölvu sem ég setti saman sama ár og hún pípar ekki þegar ég ræsi hana og vil því spyrja ykkur ef þið hefðuð einhverjar hugmyndir um það hvort hin tölvan þurfi þá endilega að pípa og hvort einhver möguleiki sé á því að disabla þetta.
Ég vil taka fram að ég vilji helst hafa möguleika á að geta heyrt píp hljóð sem gætu komið ef einhverjar villur gætu komið upp.
Helstu íhlutir hennar eru:
- Móðurborð: MSI 975X Platinum PowerUp Ed
CPU: Core 2 Duo E6400
RAM: Corsair XMS2 2x1GB DDR2, 800MHz, PC2-6400 CL5
Skjákort: MSI NX7900GT