Pælingar


Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pælingar

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 00:21

Sælir allr sálufélagar hér í rafheimum Ég var að versla mér súperturn í tölvulistanum um daginn, og mig langaði að fá ykkar álit hérna á því hvað ykkur finnst um græjuna. Móbóið er Msi K7N2G MEÐ Kingston minni 2* 256 mb 333. Síðan keypti ég mér Msi fx 5200 skjákort með 128 mb. Harði diskurinn er 80 Gb Western Digital, með 8 mb buffer. Síðan er ég með Plextor gamlan brennara, 16,10,40a. Einu má ég ekki gleyma, og það er náttúrulega örrinn. Hann er að sjálfsögðu frá Amd, og er xp2500 Barton með 600 og eitthvað í skyndiminni. Græjan svínvirkar, og var ég að prófa demó með Leiknum Haló, og hún höktir bara ekki baun. Grafíkin flýtur flott á skjánum.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 07. Nóv 2003 00:30

súper turn *hóst*


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Súperturn ????

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 00:34

Já ég veit það hljómar skringilega, en þetta var heitið á auglýsingunum Á turnunum frá þeim. Vissulega eru til öflugri græjur :)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6489
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 312
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 07. Nóv 2003 00:37

já =) þetta er ekkert súper. en hvað þurfitru að borga fyrir þetta? þetta er ábyggilega fínasti pakki.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 00:49

Pakkinn kostaði eitthvað um 65 þúsund kall með afslætti :)




Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 00:51

Hvernig keyra vélarnar ykkar leiki eins og Battelfield, og Halo?




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Pælingar

Pósturaf gumol » Fös 07. Nóv 2003 00:54

Plex skrifaði:Hann er að sjálfsögðu frá Amd, og er xp2500 Barton með 600 og eitthvað í skyndiminni....

*hóst* drasl *hóst*




Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 00:56

Ég veit ekki af hverju, en ég er búinn að eiga vélar í 10 ár, og eru þær allar búnar að vera með Amd örgjörvum :)




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 07. Nóv 2003 00:59

Plex skrifaði:Ég veit ekki af hverju, en ég er búinn að eiga vélar í 10 ár, og eru þær allar búnar að vera með Amd örgjörvum :)

Þú ert ekki einn um það, ég skil það ekki heldur



Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Fös 07. Nóv 2003 01:00

Plex skrifaði:Ég veit ekki af hverju, en ég er búinn að eiga vélar í 10 ár, og eru þær allar búnar að vera með Amd örgjörvum :)


Best bara að láta svona comment þjóta bakvið eyrun á sér, þetta er fólk sem getur varla rökstutt hvað það er að segja... Ég á svona örgjörva og er bara mjög ánægður með hann.


Voffinn has left the building..

Skjámynd

RadoN
spjallið.is
Póstar: 403
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 22:38
Reputation: 0
Staðsetning: 600 Akueyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf RadoN » Fös 07. Nóv 2003 14:03

ég var að keyra BF á AMD 1800XP+ 133FSB, 256DDR 333MHz.. alveg smooth, og ekkert OCaður




Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 20:36

Allavega miðað við margar greinar í erlendum tölvutímaritum, þá eru menn nú almennt sammála um það að bestu kaup í örgjörvum eru í Amd, með tilliti til hraða, gæða, og síðast en ekki síst til verðsins.




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 07. Nóv 2003 21:30

Plex skrifaði:Allavega miðað við margar greinar í erlendum tölvutímaritum, þá eru menn nú almennt sammála um það að bestu kaup í örgjörvum eru í Amd, með tilliti til hraða, gæða, og síðast en ekki síst til verðsins.

Er þetta bara til að stríða mér eða?
Þetta er bara rugl hjá þér, ok það er alveg hægt að nota AMD en þegar þú lítur á hraða og gæri er Intel langt á undan miðað við Intel örgjörva sem eiga að vera sambærilegir.




legi
Fiktari
Póstar: 83
Skráði sig: Sun 25. Maí 2003 18:40
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf legi » Fös 07. Nóv 2003 21:46

Gumol þú skilur þetta þegar þú ferð að borga fyrir hlutina sjálfur.


En svona fyrir utan það, þá eru langbestu budget kaupin í dag í 2500 XP og sennilega shuttle an35 ultra 400. kostar rétt yfir 20 þús og minn 2500 XP er að yfirklukkast með 2500 sn 20 db viftu í 2200 mhz 100 % stabíll sem er sami hraði og á 3200 XP . Svo heyrist heldur ekki múkk í þessu..


[ CP ] Legionaire


gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Fös 07. Nóv 2003 21:55

legi skrifaði:Gumol þú skilur þetta þegar þú ferð að borga fyrir hlutina sjálfur.


En svona fyrir utan það, þá eru langbestu budget kaupin í dag í 2500 XP og sennilega shuttle an35 ultra 400. kostar rétt yfir 20 þús og minn 2500 XP er að yfirklukkast með 2500 sn 20 db viftu í 2200 mhz 100 % stabíll sem er sami hraði og á 3200 XP . Svo heyrist heldur ekki múkk í þessu..

Ég hef ekki fengið tölvudót gefins síðan ég fermdist þegar ég fékk fyrstu einka tölvuna mína. Þótt þessi örri sé ódýr er hann ekki bestu kaupin, hann úreldist mikklu fyrr en t.d. 2.4 GHz Intel P4.
Intel er líka að yfirklukkast vel.

En ég er búinn að fá nóg af Intel vs. AMD rifrildum í ár svo ég ætla ekki að halda áfram eftir þennan póst, enda kemur örugglega einher vitleysa um að AMD sé betra.




Höfundur
Plex
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Lau 15. Feb 2003 00:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Plex » Fös 07. Nóv 2003 22:35

Þegar að ég var ungur drengur, átti faðir minn fíat 132 glx, en pabbi besta vinar míns Ford Cortínu. Þessar bílategundir urðu tilefni að mjög hatrömmum deilum, þar sem að hver drengurinn um sig reyndi að sanna fyrir hinum að bíll föður síns, væri betri að gæðum og öðru leiti en hinn. Aldrei fékkst nein sönnunar óvéfengd staðfesting á því hvor tegundin væri betri, en ég er enn þann daginn í dag sannfærður um að Fiatinn hans pabba væri merkilegri gripur. Eins og með Amd örrann minn. það er sennilega ekki mannnlegur máttur sem að fær mig til að viðurkenna annað en að Amd sé toppurinn. Ekki ætla ég að senda tölfræði með þessu skeyti núna, en hún er til ef að einhver er tilbúinn að móttaka sannleikann :)