Það að setja saman vél í tölvukassa í hvert skipti sem prófa á vélbúnað tekur mikinn tíma, sérstaklega ef skipta á út móðurborði eða aflgjafa. Eftir að hafa leitað nokkuð lengi að lausn, endaði leitin á vef http://www.highspeedpc.com HSPC hafa skapa sér gott orðspor fyrir hönnun á HSPC Top Deck station Computer workbench. Það er því komin tími að tech.is skoði málið.
Það hefur lengi staðið til að koma sér upp alvöru aðstöðu, til þess að auðvelda og sérstaklega minnka tímann sem fer í allar vélbúnaðar prófannir sem framkvæmdar eru á mínu heimili fyrir tech.is Til þessa hefur mest af þessum prófunum farið fram í sömu vél og notuð er sem heimilisvél, en því fylgir eðlilega röskun á daglegri notkun hennar. Endalaust er verið að skipta um aflgjafa, móðurborð, skjákort, örgjörva, stýrikerfi, osfv.
En er HSPC Top Deck station Computer workbench lausnin? Sú Top Deck Tech station sem hér er prófuð var keypt beint frá fyrirtækinu enda er þessi vara ekki fáanleg hér á landi.
Aðeins um HighSpeed PC
HighSpeed PC er bandarískt fyrirtæki sem stofnað var í ágúst 1999. HSPC hefur frá upphafi boðið upp á mjög sérstakar vörur fyrir harðkjarnatölvuáhugamenn, m.a kælilausnir til að auðvelda yfirklukkun, vörur til breytinga á kössum (casemods) og síðan 2004 HSPC Tech stöðina. Nánar um HighSpeed PC á http://www.highspeedpc.com
Kassi og fylgihlutir
Allur frágangur á sendinguni frá HighSpeed PC var til fyrirmyndar, pantað var beint frá fyrirtækinu í gegnum veraldarvefinn. Allt hlutir voru vel varið í kassa fullum af styrofoam og að auki var innihaldið í loftþéttum loftbóluplastpoka. Allir litlir hlutir eins og skrúfur komi sérstökum pokum. Allir pokar eru sérstaklega merktir með upplýsingum í hvað þeim er. Kassinn ber þess merki að þessi vara er ekki hugsuð til útstillinga í verslunum, enda hvítur með engum myndum eða sérstökum merkingum á.
Fylgihlutir eru:
- Tveggja hillu vinnustöð
- PCIe/AGP/PCI/ISA spjalda festing með þumalskrúfum
- Festing fyrir tvo harðdiska
- Örugg gúmmífesting fyrir móðurborðið
- 120mm vifta sem kælir harðdiska og móðurborðið
- Neoprene motta fyrir neðri hilluna.
- Leiðbeiningabæklingur
- ATX rofa sett :
Mini on/off & reset switches
Power & HDD LED's
System speaker
Nánar um HighSpeed Tech station PC workbench
Upplýsingar frá framleiðanda:
A good home for your hardware: Based on ATX form factor motherboard specifications. It has a surface area of 14x9.5” on each bench which keeps the footprint small yet will support hardware for a complete computer system! The motherboard is perfectly secure on the upper shelf with a high friction rubberized standoff system that supports the motherboard 1/4" off the bench surface (accommodates CPU cooler back plates and increases air circulation). Nylon guide posts position the motherboard perfectly on the Tech Station. AGP/PCI cards are securely locked in place with thumbscrews so the motherboard is safe yet available for hands-on work and is easily removed.
Hard Drive Storage/Cooling Rail System: Slide the HDD's in/out on smooth non-conductive acrylic rails. Two standard 3.5" hard drives can be easily inserted, protected and cooled by rails suspended under the top shelf. One end of the HDD Rails open to catch air from the 120mm cooling fan, a nylon stopper keeps the drive from making contact with the fan.
No loose AGP/PCI add-in cards! The AGP/PCI support brace solves the problem of loose motherboard add-in cards, loose cards can damage circuitry. The brace offers universal support for all add-in cards - blocking no cables or connections, and has some lateral flexibility to make adding/removing cards easy. Nylon thumb screws twist into the top of the brace and are positioned at ATX form factor spec locations so the AGP card and six PCI cards can be locked in place. The support brace can also be removed, flipped over and turned to support BTX form factor.
Bottom shelf, load it up: The lower shelf is for stacking the drives and power supply. Includes a neoprene mat to make the entire shelf a non-slip and non-conductive work surface. There is plenty of real estate here to hold optical, extra hard disks and floppy drives.
Power the PC On/Off and monitor HDD activity: Plugging directly onto the motherboard, The ATX Control Kit takes the place of the computer case power and reset switches, power and hard disk drive activity lights, and system warning speaker so that PC hardware can operate totally independent of a standard computer case.
Non-conductive materials: The Tech Station is made of non-electrically conductive, scratch-resistant, high grade polymers. (The bench can hold over 150 lbs!) Metal screws and brackets are not exposed in sensitive areas, the motherboard rests on protective rubber standoffs, the lower shelf has a non-slip neoprene work mat, and the test bench sits on non-slip thermoplastic rubber feet. No worries of frying your hardware like with a metal bench.
Keep things cool: A 120mm 12v fan positioned on the left side forcing air over heat sensitive components on the motherboard and the Hard Disk Drive(s) mounted under the top shelf. A finger guard is included but the fan can accommodate one on both sides.
Lots of room to work: With the motherboard on the top shelf there are no height restrictions for CPU heatsinks and all the motherboard components can be changed very easily! The height between shelves is 7” offering enough room for all your optical drives, power supply, and even more hard drives if
Tech station PC workbench er í einföldu máli tvær hillur sérhannaðar til þess að rúma allan þann vélbúnað sem þarf í tölvu. í neðri hillunni er hægt að koma fyrir aflgjafa og drifum, og á efri hilluna fer móðurborðið. Sérstök festing sem rúmar tvo harðdiska er undir efrihillunni.
Festing með þumalskrúfum á efri hillunni, gerir mögulegt að festa skjákort eða önnur stýrispjöld á móðurborðið með tryggum hætti þannig ekkert detti af eða hreyfist á óeðlilegan hátt.
Á neðri hillunni er antistatic motta sem ver vélbúnaðinn gegn stöðurafmagni en öll önnur efni notuð í hilluna leiða ekki rafmagn. Hægt er að koma tveimur harðdiskum fyrir í sérstakri festingu undir efri hillunni.
Móðurborðið og harðdiskurinn eru kæld með 120mm viftu sem fest er á miðja efri hilluna og blæs því lofti bæði undir og ofan á hana (móðurborðið). Grill fylgir sem tryggir að fingur fari ekki á rangan stað fyrir slysni.
Meðfylgjandi er ATX rofa sett sem fer á móðurborðið og gefur þannig fulla stjórnun á öllum rofum móðurborðsins. Kveikja og slökkva á vélinni er því leikur einn. Reset takki, ásamt hátalara, HD LED og Power LED fygja einnig. Þetta ATX rofa sett kemur því í stað hefðbundna rofa sem finna má í kassa.
Samsetning
Þeir sem hafa áhuga á svona græju hafa eflaust sett saman eina eða tvær tölvur áður og ættu hafa því að hafa þá tækniþekkingu sem þarf til þess að setja svona hillu saman án þess að svitna. Í leiðbeiningunum er áætlað að það taki um 30 mínútur að setja stöðina saman. Það er nokkuð nærri lagi, en það tók mig um 40 mínútur að setja stöðina saman, en mikið af þeim tíma fór í að stilla upp hlutum til myndatöku.
Leiðbeiningarnar virkuðu svolítið yfirþyrmandi í byrjun enda nokkuð ítarlegar sem er kostur því HTPC Teck stöðin kemur algjörlega ósamsett. Má segja í frumeindum. Allir hlutir eru vel merktir og allar skrúfur koma í merktum pokum.
Ánægjulegt er að sjá hversu mikla áherslu HighSpeed PC leggur á að hjálpa kaupenda með samsetningu og að útvega hluti með snarhasti ef eitthvað vantar. Ekkert vantaði í kassann til þess að samsetning tækist með eðlilegum hætti.
Samantekt
HighSpeed Top Deck Station er ódýr miðað við hversu vönduð hún er.
Að vinna með HSPC Top Deck stöðina er draumur fyrir harðkjarna tölvuáhugamann, ekki þarf að bogra yfir tölvukassa, þegar skipta á út hlutum eins og örgjörva eða skjákorti og að skipta út móðurborði er leikur einn.
Eina sem vert er að gera athugasemd við er 120mm kæliviftan, en hún er ótrúlega hávaðasöm. Var fljótur að skipta henni út fyrir hraðastýrða Antec viftu.
Það fer lítið fyrir HighSpeed Top Deck stöðinni, eftir notkun er hægt er að ganga frá öllu saman inní skáp eða bara láta hana standa til sýnis. Ef höfð til sýnis máttu búast við að þurfa að skýra út fyrir gestum hvað í ósköpunum þetta er.
Hægt er að fá HSPC Top Deck stöðina í ýmsum litum og boðið er upp á aðrar og stærri gerðir heldur en hér var prufuð. HSPC bíður jafnvel upp á að sérsmíða vinnustöð sérstaklega fyrir þig.
Það er auðvelt að mæla með HighSpeed Top Deck stöðinni. tech.is segir að ef þú ert harðkjarna tölvuáhugamaður eða grúskari í slíku, þá er þetta græjan fyrir þig.
Copyright Yank
Editor RISI
HSPC Top Deck Tech station Computer workbench Review
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: HSPC Top Deck Tech station Computer workbench Review
Virkilega sniðug grind, var einmitt að hugsa um að kaupa svona frá FrozenCPU fyrir nokkrum árum.