Alltaf gaman að heyra í ánægðum viðskiptavinum, fær mann til að halda áfram við að leggja sig fram

En annars er ég sjálfur á því máli að media-center tölvur séu miklu skemmtilegri að flestu leiti heldur en sjónvarpsflakkararnir. Möguleikarnir eru svo miklu meiri.
Tölvurnar taka yfirleitt við fleiri diskum en 1x, sem þýðir að þá þarf ekki að fara út í jafn miklar vangaveltur líkt og hér á undan um hvaða disk maður eigi að kaupa upphaflega með henni

getur bætt við öðrum seinna meir

Síðan að sjálfsögðu kosturinn við að það sé hægt að bæta við Blu-Ray drifi og samnýta þá græjurnar, þarftu ekki að eiga bæði Blu-Ray spilara og sjónvarpsflakkara. Auk þess lendirðu líklega aldrei í því að geta ómögulega spilað einhverja tegund skráa, sækir bara codeca og málið er dautt. Mun takmarkaðara með firmwareið í flökkurunum.
Svo ef þú lendir einhverntíman í því að það er eitthvað efni of þungt fyrir tölvuna geturðu uppfært hana, ólíkt flökkurunum

Bætt við öflugra skjákorti ef það er orðið flöskuhálsinn. Auk þess að ef þú ert með þokkalega öfluga vél að öðru leiti gætirðu fengið þér kort líkt og 9600GT og þá ertu bara kominn með ágætis leikjatölvu í stofuna. Auk þess að geta að sjálfsögðu skotist á netið ofl. í tölvunni.
Helsti ókosturinn er að sjálfsögðu sá að þær eru yfirleitt fyrirferðameiri heldur en sjónvarpsflakkararnir, en að mínu mati vega kostirnir mun þyngra en sá ókostur.