ER að leita mér að hátölurum (ekki of dýrt dæmi) :)


Höfundur
Woods
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 19:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

ER að leita mér að hátölurum (ekki of dýrt dæmi) :)

Pósturaf Woods » Þri 04. Des 2007 20:49

http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=1742

hvað segið þið um þessa ?

eða á maður að skella sér á Logitech Z3 eða Z4 ?

takk




Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1228
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Þri 04. Des 2007 20:50

Ég á svona.

Alveg mjög fín græja útaf plássi og líka til að ferðast með :)

En svo er kominn T40 sem er sama unitið nema það er miklu hærra og miklu meira power, eitthvað 6.000 kalli dýrari.

Annars hef ég engra reynslu af Z frá Logitech.....
Það er alltaf betra að taka 2.1 kerfi ef þetta verður á sama stað allan tímann.




Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Þri 04. Des 2007 21:11

Flott Review frá bit-tech mönnum

Miðað við hvað þeir voru hrifnir af þessu kerfi, þá á þetta að vera eitt það besta í þessum verðflokki




notendanafn
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 13. Feb 2006 14:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf notendanafn » Þri 04. Des 2007 22:06

Ég á Z-2300 hljóðkerfi sem er 2.1

Eitt orð.. SNILLD :O

Þetta er að gjörsamlega þrælvirka, mjög tær og flottur hljómur og svo er hávaðinn ekki af verri kantinum :D herbergið mitt er 12fm og ég get ekki hlustað á hærra en á 1/2 volume-i. Þá veðrur það bara pain, alltof hátt.

Ef að þú ert að fíla bassamikla tónlist, þá er "Bass" stilling fyrir neðan volume takkann, og það er hægt að hafa vangefið mikinn bassa, þegar ég hlusta á svona punk/alternative rock, þá verð ég helst að lækka bassann úr "normal".

MJÖG gott kerfi sem er vangefið kraftmikið og flott miðað við stærð.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Pósturaf Halli25 » Mið 05. Des 2007 10:47

Ef mig minnir rétt þá var ómar að dásama Z3e hátalaranna en já ég hef heyrt góða hluti um Z línuna frá logitech og er með Z2300 í vinnunni og vá hvað allt hristist þegar það er sett á góðan fíling :)

bölvað fjölbýli leyfir manni ekki að hafa neitt svona flott :(


Starfsmaður @ IOD


Harvest
Geek
Póstar: 819
Skráði sig: Lau 13. Maí 2006 01:25
Reputation: 1
Staðsetning: artæki
Staða: Ótengdur

Pósturaf Harvest » Fim 06. Des 2007 23:02

ég mæli með Z kerfunum. Ert að fá góðan og pottþéttan hlut þar.


Uppljóstrari samfélagsins... Lög og regla almúgans... Rödd samtímans... VAKTIN.IS