Skjákaup - 19" eða 22"? Widescreen?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Skjákaup - 19" eða 22"? Widescreen?

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 16:59

Ég ætla að fá mér nýjan skjá, búinn að hafa túbuskjá nógu lengi svo núna er loksins komið að því að ég fái mér flatskjá en áður en ég versla einn slíkan þá þarf ég að fá nokkur smáatriði á hreint. Ég mun líklega ákveða hvort ég tek 19" eða 22" í síðasta lagi í búðinni en ég er mest að spá í Acer skjá, eru þeir ekki með þeim bestu annars? En svo er spurning með widescreen, ég spila stundum tölvuleiki en ég er samt ekkert rosalega mikið í leikjum, er mest að spila Wolfenstein ET, stundum GTA og einstaka sinnum Doom 3 eða Quake 4 og ég var að spá, bjóða þessir leikir uppá widescreen upplausn sjálfkrafa ef maður er með þannig skjá? Ég er með widescreen á lappanum mínum og ef ég fer þar í Wolfenstein ET þá get ég bara spilað hann í 800x600 en ef ég breyti upplausninni eitthvað þá kemur það mjög illa út á skjánum og eina widescreen upplausnin sem ég get valið þar kemur líka illa út. Er þetta svona með flesta leiki eða er kannski bara vesen á lappanum þar sem skjárinn býður uppá svo takmarakaðar upplausnir?

Hvaða skjá mæliði svo annars með? Ég er ekki hrifinn af hátölurum á skjá en segi samt ekki endilega nei við þannig skjá og ég vil frekar gráan skjá heldur en svartan. Svo varðandi verðið þá er ég tilbúinn að fara mest uppí 30þús. sem ætti að vera fínt budget fyrir einhvern þrusufínan skjá :8)
Síðast breytt af DoofuZ á Mið 31. Okt 2007 21:13, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Mið 31. Okt 2007 17:56

Er líka að fara að kaupa mér skjá og það er líka svona á INSPIRON 9200 fartölvunni minni svo að þetta er pretty much líka minn þráður ;)

budget svona 20k~


Modus ponens


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 31. Okt 2007 18:04

Þessi

http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... nQ_FP222WH

Þetta er góður skjár fyrir þennan pening.

Svo er ekkert val á milli 19" og 22". 22" er málið.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 18:09

Já, þessi lítur nokkuð vel út en það er ekki hægt að stilla hæðina á honum er það? Gleymdi kannski alveg að nefna það, tel það vera mikinn kost ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gúrú » Mið 31. Okt 2007 18:11

700:1? Mæli með því að taka að minnsta kosti 800-1000 þegar þú ert kominn í þetta verð bil...


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 31. Okt 2007 21:23

Er það þá þessi hér (Acer 22", 2500:1) eða kannski þessi hér (Philips 22", 1000:1)? Acer skjárinn er með CrystalBrite en það virðist Philips ekki hafa. Svo er auðvitað meira vit í 2500:1 frekar en 1000:1, ekki satt?

Hvað með Acer Gamers Edition? Er það ekki skjár sérstaklega fyrir mikla leikjaspilun? Att.is eru bara með eitt 20" þannig stykki, er ekki til 22" Gamers Edition?

Endilega skjótið á mig frekari upplýsingum ;) Er hugsanlega að fara að kaupa þetta á morgun, eða mánudaginn í síðasta lagi :)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Pósturaf Xyron » Fim 01. Nóv 2007 10:44

Acer skjárinn er pottþétt með cotrast ratio-ið mælt í dynamic contrast svo hann er væntanlega 1000:1 .. færð ekki 2500:1 ansi contrast á þessu verði




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 01. Nóv 2007 11:36

Mér þótti Acer Gamers alveg snilld. EN það eru menn sem fíla þetta Crystalbrite alveg EKKI.

Þannig að farðu og skoðaðu áður en þú ákveður þig.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 01. Nóv 2007 18:05

Já, ég mun pottþétt skoða skjáinn vel áður en ég kaupi en varðandi þetta CrystalBrite, hvað er það sem sumir fíla ekki við það? Ég er með CrystalBrite widescreen á lappanum og sá skjár er bara þrusufínn (er ekki alveg með á hreinu hvað nákvæmlega CrystalBrite er :oops:)

Svo var ég að spá varðandi þetta widescreen og með leiki, eins og ég spurði hér fyrst, koma leikir vel út á svona widescreen skjá? Einhver sem hefur spilað Wolfenstein ET á widescreen skjá? Var reyndar að muna það núna (og er að sjá það) að GTA SA býður upp á gott widescreen support á lappanum en mig langar endilega að vita hvernig Wolfenstein ET mun koma til með að líta út á svona widescreen skjá. Lappinn er, eins og áður sagði, ekki endilega með gott viðmið þar sem hann styður svo takmarkaðar upplausnir :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Þri 06. Nóv 2007 01:50

Enginn Wolf ET spilari hér? Eru ekki annars allir flatir skjáir widescreen fyrir ofan 17" eða 19"? Ef það er rétt þá skiptir svosem ekki máli hvernig einhver einn leikur kemur út á skjánum :-s


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Saphira
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 13. Apr 2006 17:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Saphira » Þri 06. Nóv 2007 18:35

veit ekkert um Wolf:ET en ég get sagt þér að allir nýjir leikir(nema sumir ea :roll:) styðja widescreen.
DoofuZ skrifaði:Enginn Wolf ET spilari hér? Eru ekki annars allir flatir skjáir widescreen fyrir ofan 17" eða 19"? Ef það er rétt þá skiptir svosem ekki máli hvernig einhver einn leikur kemur út á skjánum :-s



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 06. Nóv 2007 20:26

Svo er þessi alveg ógó flottur!!
Reyndar 24" en...ef ég væri að uppfæra þá væri þetta málið.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Þri 06. Nóv 2007 22:44

GuðjónR skrifaði:Svo er þessi alveg ógó flottur!!
Reyndar 24" en...ef ég væri að uppfæra þá væri þetta málið.


Samt bara 6 bita panell.... slöpp myndgæði borið saman við 8 bita skjá fyrir 20þ kr. meira....



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Pósturaf CendenZ » Mið 07. Nóv 2007 01:02

TechHead skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Svo er þessi alveg ógó flottur!!
Reyndar 24" en...ef ég væri að uppfæra þá væri þetta málið.


Samt bara 6 bita panell.... slöpp myndgæði borið saman við 8 bita skjá fyrir 20þ kr. meira....


Afhverju að stoppa þá þar ?

20 þús kall AFTUR í viðbót færir þér mikið betri skjá aftur en þann sem þú færð fyrir 20 kall meira en þessi :o



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 07. Nóv 2007 01:17

TechHead skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Svo er þessi alveg ógó flottur!!
Reyndar 24" en...ef ég væri að uppfæra þá væri þetta málið.


Samt bara 6 bita panell.... slöpp myndgæði borið saman við 8 bita skjá fyrir 20þ kr. meira....

panell? þarna tókstu mig í bólinu... :? hef bara ekki grænan grun hvað þú ert að tala um.
Hvað er HP 2035 skjárinn minn sem ég borgaði 100k fyrir margir panelar ehrm eða bitar?
Hélt að panell væri timburklæðning :)

og...hvaða skjár er 8 bita...og jafnvel 10?? er orðinn forvitinn núna.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 07. Nóv 2007 08:53

GuðjónR skrifaði:
TechHead skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Svo er þessi alveg ógó flottur!!
Reyndar 24" en...ef ég væri að uppfæra þá væri þetta málið.


Samt bara 6 bita panell.... slöpp myndgæði borið saman við 8 bita skjá fyrir 20þ kr. meira....

panell? þarna tókstu mig í bólinu... :? hef bara ekki grænan grun hvað þú ert að tala um.
Hvað er HP 2035 skjárinn minn sem ég borgaði 100k fyrir margir panelar ehrm eða bitar?
Hélt að panell væri timburklæðning :)

og...hvaða skjár er 8 bita...og jafnvel 10?? er orðinn forvitinn núna.


HP 2035 Info : Samkvæmt þessum upplýsingum er skjárinn þinn með S-IPS Panel sem er 8-Bita tækni. S-IPS eru taldir bestu panelar sem fáanlegir
eru fyrir leikjaspilun vegna lítils sem ekkerts ghosting án þess að þurfa að nota Pixel Overdrive.

Hérna koma 3 dæmi um mjög vandaða og góða 8-Bita PVA skjái
BenQ FP241W
Samsung 244t
Dell 2407

Og svo þessi með lakari 6-Bita TN panel
Samsung 245B



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 07. Nóv 2007 09:40

TechHead skrifaði:HP 2035 Info : Samkvæmt þessum upplýsingum er skjárinn þinn með S-IPS Panel sem er 8-Bita tækni. S-IPS eru taldir bestu panelar sem fáanlegir
eru fyrir leikjaspilun vegna lítils sem ekkerts ghosting án þess að þurfa að nota Pixel Overdrive.

Jahérna, ég hélt ég væri með medium góðan "office" skjá...
Takk fyrir linkana og útskýringarnar á panelunum, greinilegt að skjár er ekki bara skjár.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Mið 07. Nóv 2007 12:03

Sjálfur mæli ég með Dell 2007WFP hjá EJS. Hann er dýr miðað við 20" skjá (og EJS dýr búð fyrir það fyrsta), en þetta er eini S-IPS skjárinn undir 27" sem ég veit um á Íslandi. Ég veit að það er auðvelt að vanmeta slíkt, en S-IPS panelar eru töluverðum mun betri en aðrir panelar. Þegar öllu er á botninn hvolft er skjárinn allra síðasti hluturinn í tölvunni sem þú ættir að hugsa um að spara peninga. Þú eyðir það miklum tíma í að horfa á hann, og uppfærir hann það sjaldan, að það meikar ekki sens.

N.B. sumir 2007WFP eru með S-PVA panelum, sem eru slakari, en mér skilst að það sé bundið við Bandaríkin/Ameríku. Þeir sem eru í umferð í Evrópu eru (að ég held) eingöngu framleiddir í Tékklandi og eru með S-IPS.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mið 07. Nóv 2007 12:13

Holy Smoke skrifaði:Sjálfur mæli ég með Dell 2007WFP hjá EJS. Hann er dýr miðað við 20" skjá (og EJS dýr búð fyrir það fyrsta), en þetta er eini S-IPS skjárinn undir 27" sem ég veit um á Íslandi. Ég veit að það er auðvelt að vanmeta slíkt, en S-IPS panelar eru töluverðum mun betri en aðrir panelar. Þegar öllu er á botninn hvolft er skjárinn allra síðasti hluturinn í tölvunni sem þú ættir að hugsa um að spara peninga. Þú eyðir það miklum tíma í að horfa á hann, og uppfærir hann það sjaldan, að það meikar ekki sens.

N.B. sumir 2007WFP eru með S-PVA panelum, sem eru slakari, en mér skilst að það sé bundið við Bandaríkin/Ameríku. Þeir sem eru í umferð í Evrópu eru (að ég held) eingöngu framleiddir í Tékklandi og eru með S-IPS.

Einmitt...þess vegna keypti ég hp 2035 á sínum tíma, hann var þá með dýrustu LCD skjánum hérna heima.
Sjálfsagt 4 ár síðan, man það samt ekki alveg.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mið 07. Nóv 2007 17:00

Ok, vá, veit ekki alveg hvort ég tími að eyða rúmum 50þús. kalli í 20" skjá þegar ég get fengið 22" á töluvert betra verði. Svo var ég að rekast á nokkur Youtube myndbönd sem sýna flökt á þessum skjá hjá mörgum. Það þýðir kannski ekki að það sé þannig á öllum svona skjám og það gæti vel verið að þetta sé bara á skjám í Bandaríkjunum en þetta segir mér samt að það er greinilega rosalega erfitt að finna einhvern skjá sem hefur aldrei verið vesen með nema bara hjá örfáum kaupendum :?

Svo var ég annars að taka eftir því að þessi skjár er með 16ms í response time :shock: sem er kannski aðeins of mikið.

Ég er mest að spá í þessum Acer 20" Gamers Edition skjá... Væri til í 22" frekar þar sem maður vill nú alltaf það stæðsta og það besta eða allt að því en þar sem þetta er nú minn allra fyrsti LCD skjár þá er 20" held ég alveg meira en nóg... í bili amk. :8)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mið 07. Nóv 2007 21:11

Það er vandasamt verk að velja sér LCD skjá. Menn verða að gera sér grein fyrir því hverjar þeirra þarfir eru.

Er viðkomandi atvinnu ljósmyndari eða grafíker, eða bara "venjulegur notandi"

Það má ekki gleyma því að þetta er "ung" tækni, og þessir skjáir úreldast fljótt, s.s. ekki síður en annar tölvubúnaður. Mér er í fersku minni þráður sem birtist hér ekki fyrir svo löngu þar sem einstaklingur var að auglýsa viewsonic 20,1" skjá. Skjár sem á sínum tíma var "æðislegur" en í dag er slíkur 16ms 1600x1200 skjár ekki merkilegur, enda gekk illa að fá uppsett verð. (nenni ekki að leita að þræðinum).

Það er fátt eins sorglegt og nýlegur super higend tölvubúnaður sem féll meira en helming í verðgildi yfir nóttu.

Vissulega er 24" 8 bita panel skjár spennandi og það er ekkert leyndarmál að slíkir skjáir eru betri heldur en 6 bita TN panel skjáir. Þurfa menn slíkt? eða hafa efni á slíku? Því verður hver og einn að svara fyrir sig.

Famleiðendur reyna með með ýmsum tækni trikkum að yfirvinna þær tæknilegu hömlur sem TN 6 bita panel hefur. Þessi tækni er alltaf að verða betri og betri.

Mér finnst ráðlegging eins og það að segja keyptu frekar 24" 8 bita panel, því hann endist svo vel, svipað ráð, og segja keyptu Intel Quad core Extreme örgjörva sem kostar 100 þúsund af því hann endist svo vel og er góður fyrir framtíðina. Vissulega er slíkur örgjörvi það öflugasta sem þú getur fengið núna en á morgun....

Ef það að kaupa tölvubúnað reglulega, eða allt frá því að Sinclair ZX Spectrum tölvan kom á markað, hefur kennt mér eitthvað er það að "besta" fjárfestinginn í tölvubúnaði er sá hlutur sem gefur mest af þeirri tækni (eða afli) sem mögulegt er að fá á hverjum tíma, fyrir sem minnstan pening. Í dag myndi t.d. 8800GT skjákort falla undir slíkan hlut og 22" 6 bita TN panel LCD skjár fyrir ca 30 þúsund að mínu mati. Þó ekki frá hvaða framleiðanda sem er.

Nú geri ég mér allveg grein fyrir því að það hugsa ekki allir á sama hátt. Gott og vel, þeir halda þá bara áfram að kaupa það sem þeim er sagt að sé það besta hverju sinni, sama hvað það kostar. Það er þeirra réttur.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 09. Nóv 2007 15:03

Ég er hjartanlega sammála Yank ;) Ég reyni alltaf að kaupa það hagkvæmasta á eins góðu verði og ég get hverju sinni. Ég kaupi auðvitað ekki alltaf það allra ódýrasta heldur reyni ég að finna einhverja gæðavöru og fer svo að leita að búð með lægsta verðið. Ég reyni líka að passa mig að vera ekki að eyða allt of miklum pening í eitthvað bara vegna þess að sá hlutur er öflugastur eða bestur á markaðinum. Það er líka alltaf til stærri, öflugari og betri hlutir nánast sama hvað maður er að kaupa. Það minnir mig á Bullshit þátt með Penn og Teller þar sem þeir sýna hvað það er mikil vitleysa að vera alltaf að eltast við það besta þegar það er svo rosalega persónubundið.

En jæja, ég fer milli 4 og 5 í dag að versla skjáinn... held ég taki örugglega þennan 20" Acer Gamers Edition en mun auðvitað skoða hann fyrst á staðnum. Mun svo pósta hér eftir að ég hef prófað nýja skjáinn :)

Edit: lýst svoldið vel á Samsung 2220WM :-k Fatta ekki alveg afhverju ég tók ekki eftir honum fyrr... :? Hef reynt að finna pro review um hann en fann ekkert, fann samt review frá mjög ánægðum kaupendum á newegg :) Held ég verði að kíkja í tölvutækni á eftir...


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Fös 09. Nóv 2007 17:19

ef þú ert kominn í þessa upphæð þá skiptir 2 þús kall ekki máli er það.

Þetta er þá málið

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=676



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 09. Nóv 2007 18:34

Nah, búinn að lesa ýmsar sögur um alls kyns leiðindi með þennan skjá. Reyndar sagt mikið gott um hann en það var eitthvað rugl með að það eru framleiddar þrjár tegundir af þessum skjá, mismunandi panel. Kannski ekki eitthvað sem ætti að fæla mann frá ef skjárinn er sagður vera góður þrátt fyrir það en samt...

Svo er ég líka nýkominn heim frá Att.is, með glænýjan skjá :D Og það mun vera 20" Acer skjárinn :8) Á bara eftir að tengja hann og prófa... Meira um það fljótlega...

Lennti annars í smá vandræðum hjá Att... Sagðist vera að sækja pöntun þar sem ég hafði pantað hjá þeim 2 Samsung harðdiska og nokkra aðra hluti en þá fannst pöntunin ekki :shock: Fannst það voðalega skrítið þar sem ég staðfesti pöntunina um klukkutíma áður eða svo en svo komst ég að því við heimkomu að ég hafði gleymt að smella á síðasta staðfestingartakkann :oops: Lítið mál samt að þilja upp á staðnum það sem ég ætlaði að kaupa en þá kom í ljós að diskarnir voru búnir (samt ekki samkvæmt síðunni þeirra :roll:) :(


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Fös 09. Nóv 2007 20:23

Yank skrifaði:ef þú ert kominn í þessa upphæð þá skiptir 2 þús kall ekki máli er það.

Þetta er þá málið

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=676

Ég þekki nokkra sem eiga þessa týpu, allir mjög ánægðir.