E6850 vs Q6600, móðurborð og kælingar.


Höfundur
Ljosastaur
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mið 30. Maí 2007 16:21
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

E6850 vs Q6600, móðurborð og kælingar.

Pósturaf Ljosastaur » Fim 16. Ágú 2007 20:03

Þar sem E6850 og Q6600 kosta það sama var ég að spá í hvorum er maður að gera betri kaup ?
Einnig ætla ég að fá mér nýtt móðurborð og var að spá í Gigabyte P35-DS3R, er eitthvað betra á svipuðu verði ?
Og að lokum hvaða örgörvakælingu mælið þið með ? Ég hef verið að skoða Zalman CNPS9700 NT og Thermalright Ultra 120.




Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arkidas » Fim 16. Ágú 2007 21:48

Ef þú vilt allra bestu loft örgjörva kælinguna er best að þú fáir þér Thermalright Ultra + 2x 120mm viftur til að festa á hana. Seinni viftan ætti að kæla 3-4°gráður í viðbót, verður sjálfur að meta hvort það sé þess virði.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Fim 16. Ágú 2007 22:17

Sjálfur myndi ég taka quad-core örgjörvann, sérstaklega ef þú ætlar að nota þetta í meira en 1-2 ár. Þróunin í átt að fleiri MHz-um hefur hægt á sér á meðan framleiðendur keppast nú um að fjölga kjörnum á kubb, og ég held að leikjaframleiðsla muni endurspegla það. Og jafnvel þó leikir noti bara tvo kjarna í dag kemur skjákortið til með að minnka þennan 25% hraðamun á 2.4ghz Q6600 og 3ghz E6850 alltöluvert nema þú sért með það dýrasta af því dýra.




Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 668
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arkidas » Fim 16. Ágú 2007 22:20

Q6600 hefur samt komið betur út almennt eftir því sem ég hef heyrt. Annars eru meðal yfirklukk eftirfarandi:
E6850: 4ghz
Q6600: 3.5ghz
Samkvæmt overclock.net



Skjámynd

stjanij
Gúrú
Póstar: 598
Skráði sig: Þri 31. Ágú 2004 20:49
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf stjanij » Sun 19. Ágú 2007 23:26

Arkidas skrifaði:Q6600 hefur samt komið betur út almennt eftir því sem ég hef heyrt. Annars eru meðal yfirklukk eftirfarandi:
E6850: 4ghz
Q6600: 3.5ghz
Samkvæmt overclock.net


Q6600: 3.5ghz meðal yfirklukkun kannski hjá top gaurunum með vatnskælingu.

að ná 3 - 3.2 Ghz er mjög gott.