Tínt minni og ekkert minni


Höfundur
liljon
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 18:25
Reputation: 0
Staðsetning: heima hjá mér
Staða: Ótengdur

Tínt minni og ekkert minni

Pósturaf liljon » Fim 15. Feb 2007 10:36

Sælir þið kláru tölvukarlar og -konur. Ég er í smá vandræðum en ég var að auka minni í hp ferðavél en svo þegar ég ræsi vélina þá finnur vélin ekki minnið. En annað sem gerðist líka þegar ég var í þessum leikfiniæfingum með vélina var það að gamla minnið sem var fyrir í vélinni er farið úr 256 mb í 192 eða eitthvað álíka. Er einhver snillingur hér sem að gæti aðstoðað mig við að komast að því hvað er að plaga mig.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 15. Feb 2007 11:03

Alveg 100% viss um að nýja minnið sem þú bættir við sé rétt fyrir vélina?

Og varðandi að minni sem er fyrir hafi minnkað um 64MB, dettur helst í hug að þetta sé minni sem er úthlutað til skjákortsins í BIOS. Skjákort í fartölvum nýta yfirleitt 'aðal' minnið.




Höfundur
liljon
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 18:25
Reputation: 0
Staðsetning: heima hjá mér
Staða: Ótengdur

Pósturaf liljon » Fim 15. Feb 2007 12:44

Takk fyrir þetta. Nei, ég get ekki verið alveg 100% viss um að nýja minnið passi í tölvuna en ég get póstað upplýsingum um það á eftir. En varðandi gamla minnið þá sagði tölvan alltaf að það væri 256 mb en núna segir hún bara 192 mb og tölvan er orðin enn verri en hún var fyrir þetta fikt í mér. En ég pósta upplýsingum um minnið og tölvuna á eftir og þá er kanski einhver sem gæti séð af tímanum sínum til að hjálpa mér að komast að því hvort minnið passar ekki alveg örugglega. En bara til að útiloka strax bilun í minninu þá er ég búin að prófa það í annari vél þar sem að það virkar fínt.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 15. Feb 2007 13:17

er minnið sem þú smelltir í undir vélinni alveg pottþétt "smellt í "

ég lennti í þessu með mína HP, þá var það ekki alveg fast og náði ekki sambandi.,


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
liljon
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 18:25
Reputation: 0
Staðsetning: heima hjá mér
Staða: Ótengdur

Pósturaf liljon » Fim 15. Feb 2007 13:31

Já það er alveg smellt í en ég ætla nú samt að athuga það einusinni enn. Takk fyrir ábendingunaen hérna er minnið sem að var keypt í vélina

MEM_LAP_512_400 Minni - SODIMM - MDT 512MB PC 400 CL2.5


Minni - SODIMM - MDT 512MB PC 400 CL2.5

MDT eru Hágæða minni framleidd í þýskalandi.

DDR 200 Pinnna SO-DIMMAR 2.5V
Lykilupplýsingar :
• 200 pin DDR SO-DIMM
• Double Data Rate architecture
• Data Rate 266/333/400Mhz
• SPD support
• STTL Interface

Lífstíðarábyrgð á þessu Minni

og tölvan sem að um ræðir heitir hp Pavilion ze 5730us




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Fim 15. Feb 2007 15:44

Þú ert semsagt að reyna að bæta einum 512mb kubbi við vél sem er með einn 256mb kubb fyrir?

Prófaðu að setja bara 512mb kubbinn í og taka hinn úr.



Skjámynd

Stutturdreki
Of mikill frítími
Póstar: 1700
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Fim 15. Feb 2007 15:50

Gæti hugsanlega líka skipt máli að stærra minnið 'sá á undan'.



Skjámynd

Heliowin
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Fös 11. Nóv 2005 11:33
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Heliowin » Fim 15. Feb 2007 17:32

Samkvæmt specification fartölvunnar þá er hún með 266MHz minni. Ef tölvan styður ekki meira en þetta, þá er spurning hvernig 400MHz minni leggst í hana. :roll:




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Fös 16. Feb 2007 01:27

Heliowin skrifaði:Samkvæmt specification fartölvunnar þá er hún með 266MHz minni. Ef tölvan styður ekki meira en þetta, þá er spurning hvernig 400MHz minni leggst í hana. :roll:

Mikið rétt,ég hef oft lent í þessu með fartölvur 266MHz og 333MHz ganga saman og 333MHZ og 400MHz virka saman. :wink:




Höfundur
liljon
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 18:25
Reputation: 0
Staðsetning: heima hjá mér
Staða: Ótengdur

Pósturaf liljon » Þri 20. Feb 2007 21:26

Ok takk fyrir þetta var einmitt farin að hallast að þessari niðurstöðu varðandi þetta. þ.e. að 266 og 400 mz væri ekki að gera sig saman í þessari vél þó að það geri það í minni vél. En þá er bara að athuga með að skipta kvekendinu og þá fæ ég þetta minni bara í mína vél :D




Höfundur
liljon
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 18:25
Reputation: 0
Staðsetning: heima hjá mér
Staða: Ótengdur

Pósturaf liljon » Þri 20. Feb 2007 21:27

kristjanm skrifaði:Þú ert semsagt að reyna að bæta einum 512mb kubbi við vél sem er með einn 256mb kubb fyrir?

Prófaðu að setja bara 512mb kubbinn í og taka hinn úr.


Ég var búin að prófa þetta og þetta virkaði sem sagt ekki en takk samt fyrir góða tillögu.