Prentarakaup, hvaða prentarar eru bestir? [Kominn með tæki]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Prentarakaup, hvaða prentarar eru bestir? [Kominn með tæki]

Pósturaf DoofuZ » Fös 18. Ágú 2006 21:49

Jæja, þá vantar mig nýjan prentara fyrst að núverandi prentarinn minn er hættur að prenta (sjá hér) :| og ég var svona að spá, hvaða prentara á ég að kaupa? Er Cannon prentarar bestu prentararnir? Efast svoldið að það séu Epson þar sem þetta er Epson prentari hjá mér. Annars á ég líka einn Cannon prentara sem er ekki lengur notaður heldur en það er reyndar ekki vegna þess að hann hafi bilað heldur er það vegna þess að straumbreytirinn klikkaði og það kostar víst alltof mikið að kaupa nýjan þar sem það þarf þá að flytja hann sérstaklega inn :?

En endilega bendið mér á einhvern sniðugan, endingagóðan, helst ódýran og einfaldan prentara með lága bilanatíðni (þ.e.a.s. ef þið vitið eitthvað um bilanatíðnina í prenturum...). Er laser prentari eitthvað betri kostur en bleksprautu?
Síðast breytt af DoofuZ á Mán 13. Nóv 2006 09:26, breytt samtals 2 sinnum.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


audunn
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 00:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf audunn » Fös 18. Ágú 2006 22:02

ég hef slæma reynslu af epson.. mæli með hp eða canon... en erfitt að mæla með einhverjum sérstökum.. viltu geta prentað út góðar ljósmyndir? laser er alveg sniðugur en lita laser er frekar dýr!


AMD64 3800+ | 1GB Kingston | Gigabyte 7600GT 256MB

Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1327
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mazi! » Fös 18. Ágú 2006 22:48

ef þú ert að fara prenta út ljósmyndir mæli ég með
EPSON STYLUS photo R1800
frændi á eitt svona stikki þetta er snild!


Mazi -


Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Lau 19. Ágú 2006 00:15

Ekki fá þér EPSON, þeir eru algjört rugl nema þú kaupir professional græju.
Er búinn að eiga 2 Epson á síðustu 3 árum og báðir biluðu OFT.
Er með CANON heima og í vinnunni,ENGIN vandamál með þá.
Mér finnst Canon PIXMA MP170 nýta blekið MIKIÐ betur,prenta hraðar og skýrar heldur en Epson prentararnir mínir sem voru dýrari. :twisted:
Ég hefði betur spurt hér á vaktinni,eins og þú ert að gera núna. :oops:




so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Lau 19. Ágú 2006 13:44

Ég hef reyndar ekkert vit á prenturum en ég eru búinn að eiga EPSON stylus photo 900 í tvö og hálft ár og hefur hann virkað mjög vel.
Aldrei neitt bilað, búinn að vera í gangi nær allann tíman og talsvert mikið notaður. Fjórar tölvur á heimilinu sem hann er notaður við og hefur fengið að vinna vinnuna sína. Það voru allavega skínandi kaup í þessari græju á sínum tíma sem ég sé ekki eftir.
Ókostur að það eru bara tvö blekhylki, svart og litir.

Er hins vegar nokkuð hrifinn af HP prenturum, var að setja einn svoleiðis upp um daginn, man ekki hvað hann heitir en mér leist rosalega vel á hann. Veit að hann var dýr.


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 19. Ágú 2006 16:54

Ég er með tvo prentara bleksprautu og laser.
Ég get mælt með þeim báðum, enda eru þeir góðir hvor á sinn hátt.




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Lau 19. Ágú 2006 17:11

Ég hef átt Epson lengi, er reyndar hættur að nota hann vegna þess að blekið er svo dýrt í hann en hann hafði aldrei bilað. Félagi minn fékk sér Canon og segir að það sé albesti litaprentari sem hann hefur notað.

En hvað svo sem þú kaupir, þá skaltu passa að hann taki hvern lit í sér hylki, það er dýrt að skipta þess út.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 24. Ágú 2006 13:57

Já ég held ég fái mér einmitt bara Canon prentara, held að Epson sé engan vegin málið.

Annars vantar mig bara einn ofureinfaldan og nettan prentara sem á að mestu að vera notaður í að prenta ritgerðir eða eitthvað slíkt en hann má líka geta prentað ljósmyndir nokkuð vel.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Þri 31. Okt 2006 00:31

Ok, núna hef ég frestað þessum blessuðu prentarakaupum í svoldinn tíma en nú hef ég loksins tækifæri til að láta verða af þeim og það sem meira er, ég er að spá í að fá mér kannski bara eitt svona fjölnotatæki, amk. prentari+skanni+ljósritun, hef enga þörf á fax eða síma í tækinu.

Ég hef nú þegar, eins og sést hér ofar, ákveðið að velja Cannon, en annað sem ég vil er þráðlaus nettenging (til að tengjast við router ;)). Svo er það bara hámarks verðið, en það er svosem ekkert, á 40þús. sem ég hef til ráðstöfunar fyrir þetta og veit vel að það er meira en nóg svo verðið er ekki aðalatriðið :8)

Er annars aðeins búinn að skoða nokkur fjölnotatæki á nokkrum síðum og sé hvergi neitt sem er hægt að tengja þráðlaust við router :? Er það kannski bara til í venjulegum prenturum?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Reputation: 0
Staðsetning: Nethimnaríki
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Vilezhout » Þri 31. Okt 2006 17:20

HP 33** línan á víst að geta gert það,

ég á 3310 sem að er hægt að tengja inná net í gegnum lankapal enn ég sá nýrra módel fyrir þráðlaust net í dag.

ágætis græja að mínu mati


This monkey's gone to heaven

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 02. Nóv 2006 21:17

Jæja, þá er ég búinn að eyða dágóðum tíma í að skoða úrvalið á góðum prenturum, eiginlega bara svona fjölnotatæki og þá sérstaklega frá Canon og HP og hér er ég með smá lista yfir þá sem mér líst best á. Endilega komið með einhver hress komment á þá ;)

HP Photosmart 3310 All-in-One - nánar um hann
Mér líst helvíti vel á þennan, hann er prentari, skanni, ljósritunarvél og fax (þarf það samt ekki...). Það er hægt að tengja hann þráðlaust við router og hann er á rétt um 40þús. hjá Elko en ég sé ekki betur en að sjálf HP Búðin sé með nákvæmlega sömu týpu á hvorki meira né minna en tæp 53þús. og líka Tölvutækni en þar er hann víst á tæpan 50þús. kall! :shock: Svo þessi kaup hljóma bara ansi vel :) Held reyndar að ástæðan fyrir mismuninum sé sú að einn þeirra sé bara 3310 týpan en hinir tveir séu 3310v og/eða 3310xi en það kemur hvergi fram og HP.com segir ekkert um muninn. Eini gallinn svo annars við þennan prentara er að hann virðist ekki geta prentað á CD sem mig langar svoldið að geta gert þó það sé nú ekkert skilyrði ;)

HP Officejet 6310 - nánar
Þessi lýtur líka mjög vel út. Hann er að vísu ekki með þráðlausa tengingu en hann býður upp á tengingu með snúru. Ég vil helst hafa þráðlausa tengingu en gæti svosem notað snúru nettengingu, en það yrði samt smá vesen þar sem öll tengi á router eru í notkun :?

Jamm... held að þetta séu bara 2 þeir bestu sem passa við kröfurnar mínar. Sá reyndar nokkra góða Canon prentara á att.is og margir, ef ekki allir, geta prentað á CD sem er fínt en ég sé bara einn fjölnota prentara og hann er ekki með neina nettengingu eins og þessir tveir HP prentarar að ofan.

Held að ég muni enda með HP 3310 en er ekki alveg 100% viss eins og er. Ef þið vitið um annan svipaðan eða jafnvel betri sem hefur farið framhjá mér þá endilega láta mig vita ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mán 06. Nóv 2006 14:35

Fjandans! Ætlaði að fá mér HP Photosmart 3310 þarna í Elko núna eftir nýliðna helgi en þá hækka þeir fjandans verðið svo nú er það svipað og á öllum öðrum stöðum sem hafa þennan prentara :( Ég hef bara 40þús. til að eyða í þetta og langar svo geðveikt í þennan, sérstaklega útaf þráðlausa tengimöguleikanum. Ætli ég verði þá ekki bara að sætta mig við 3210 týpuna, er svosem alveg í fínu lagi :? Bara verst að þessi prentari hefur ekkert verið auglýstur hjá Elko því þá gæti ég nýtt mér auglýsingaverndina.

EDIT:

Fann síðasta Elko blað og þar er prentarinn auglýstur á tæpan 40þús. en blaðið gilti bara til 5. nóvember :( ömurlegt!


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mán 13. Nóv 2006 09:24

Jæja, þá er ég kominn með tækið! :8) Fékk reyndar ekki HP 3210 eða 3310 heldur HPPSC7180. Þetta tæki virðist vera aðeins betra en 3310 en er samt að flestu leyti nákvæmlega eins svo það skiptir svosem engu máli. Þess má annars geta að ég fékk tækið í laun fyrir tölvuvinnu sem skýrir kannski afhverju ég fékk 7180 en ekki 3310 en það skiptir samt svosem engu máli í raun.

Ég er annars búinn að tengja tækið og er líka búinn að stilla það aðeins og búinn að tengja það þráðlaust við routerinn hjá mér sem er geðveikt! ;) Er svo búinn að prófa að prenta smá, prentaði 2 myndir beint af símanum mínum með Bluetooth sem er geðveikt svalt! :8) Svo er eitt í prentaranum sem er svoldið skrítið en samt rosalega sniðugt, það er hægt að prenta út ýmis skólablöð eins og t.d. línustrikuð blöð, skýrslublöð og þess háttar, það er svona sér menu bara fyrir allt það :)

Ég er annars bara mjög ánægður með þessi kaup og hlakka bara til að gera það gott með þessu tæki :D


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Voffinn » Mán 13. Nóv 2006 10:36

Aldrei í sögu vaktarinnar hefur einn maður verið svona spenntur yfir prentara. :shock:




Baltazor
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Lau 11. Nóv 2006 23:51
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Laser

Pósturaf Baltazor » Mán 13. Nóv 2006 19:30

er ekki bara laser prentari málið....

En hvernig er tækið?? búið að bila ennþá :D ?


~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
AMD athlon 64 processor - XFX Geforce 8800 GTS 320 MB - 1x80 gb 1x 200 1x300 gb hardadisk , Asus A8N SLI AMD 3200+ 1 gb minni (Undirskrift löguð af stjórnanda sjá 7 gr. reglnanna)

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Mán 20. Nóv 2006 15:20

Voffinn skrifaði:Aldrei í sögu vaktarinnar hefur einn maður verið svona spenntur yfir prentara. :shock:


Já lol :D Ég hef verið með nokkra prentara á heimilinu í gegnum árin (á þá reyndar alla ennþá nema þann fyrsta) og allir hafa bilað eða eitthvað annað komið fyrir enda eru þeir allir bara ódýrir prentarar. En núna er ég kominn með almennilega græju sem kostaði líka sitt :) Ég er farinn að venja mig á að koma alltaf hingað og spyrja aðra hér útí alla hluti sem ég ætla mér að kaupa sem kosta eitthva meira en nokkra þúsund kalla og því meiri tími sem fer í að spá í kaupin því spenntari verð ég, sérstaklega þegar ég er að fara að kaupa eitthvað nýtt sem ég hef aldrei átt áður ;)

Og nei Baltazor, tækið er ekki enn búið að bila (7, 9, 13 eða eitthvað svoleiðis hér...) og ég efast um að það eigi eftir að bila eins og allir hinir prentararnir, það er líka engin þeirra frá HP :) (krosslegg fingurna...)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]