Annað skjátengi á skjákortinu virkar ekki
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Mið 19. Júl 2006 14:26
- Reputation: 0
- Staðsetning: Íslandið
- Staða: Ótengdur
Annað skjátengi á skjákortinu virkar ekki
Ég er með 2 tengi á skjákortinu, VGA og DVI og er með einn skjá tengdan í VGA tengið og millistykki til að breyta DVI tenginu í VGA og svo annan skjá. Þegar ég reyni að tengja hinn skjáinn þá kemur engin mynd. Svo reyndi ég að tengja bara 1 skjá í gegnum DVI tengið og millistykkið en það virkaði heldur ekki. Það er eins og það sé slökkt á tenginu. Kunnið þið að kveikja á því eða vitið um eitthvað annað sem gæti verið að.