Ok, ég er með Epson Stylus C64 prentara og nýlega keypti ég ný litablekhylki í hann þar sem það gamla kláraðist og fljótlega eftir að ég var búinn að prenta ýmislegt þá byrjuðu að koma mjóar rákir á útprentanirnar. Ég reyndi að laga þetta með því að fara í eitthvað af því sem er undir Maintenance flipanum í Printing Preference fyrir prentarann eins og t.d. Nozzle Check, Head Cleaning og Print Head Alignment en ekkert af því gerði mikið gagn. Ég prófaði það þá aftur og aftur en aldrei lagaðist þetta.
Svo svoldið seinna þá bara hætti prentarinn að prenta almennilega, það bara kemur ekkert núna. Það má eiginlega segja að prentarinn prenti ósýnilegt því hann lætur eins og hann sé að prenta en svo kemur ekkert á blaðið.
Ég hef prófað að tengja prentarann við aðra tölvu og setti alla drivera þar upp og svona en sama vandamál þar. Hvað gæti verið að? Keypti ég eitthvað gallað blek eða er eitthvað að prentaranum?
vandamál með Epson prentara - prentar ósýnilegt
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
vandamál með Epson prentara - prentar ósýnilegt
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 651
- Skráði sig: Lau 31. Des 2005 16:42
- Reputation: 0
- Staðsetning: Eyjar
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Henda blekhylkinu undir vaskinn og nota eyrnarpinna á prentarann?
kveðja, Rusty
»› http://www.snobbinn.com // rusty.half-life.is // snobbinn@snobbinn.com
»› http://www.snobbinn.com // rusty.half-life.is // snobbinn@snobbinn.com
-
- Græningi
- Póstar: 30
- Skráði sig: Fim 24. Nóv 2005 19:32
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík 108
- Staða: Ótengdur
Re: vandamál með Epson prentara - prentar ósýnilegt
DoofuZ skrifaði:Ok, ég er með Epson Stylus C64 prentara og nýlega keypti ég ný litablekhylki í hann þar sem það gamla kláraðist og fljótlega eftir að ég var búinn að prenta ýmislegt þá byrjuðu að koma mjóar rákir á útprentanirnar. Ég reyndi að laga þetta með því að fara í eitthvað af því sem er undir Maintenance flipanum í Printing Preference fyrir prentarann eins og t.d. Nozzle Check, Head Cleaning og Print Head Alignment en ekkert af því gerði mikið gagn. Ég prófaði það þá aftur og aftur en aldrei lagaðist þetta.
Svo svoldið seinna þá bara hætti prentarinn að prenta almennilega, það bara kemur ekkert núna. Það má eiginlega segja að prentarinn prenti ósýnilegt því hann lætur eins og hann sé að prenta en svo kemur ekkert á blaðið.
Ég hef prófað að tengja prentarann við aðra tölvu og setti alla drivera þar upp og svona en sama vandamál þar. Hvað gæti verið að? Keypti ég eitthvað gallað blek eða er eitthvað að prentaranum?
Afskaplega líklegt að prent hilkið sé gallað
ef þú ert að nota prentaran í einfalda prentun TD svart hvítt og ekki að prenta ljósmyndir þá bara skella sér í ELKO eða BT eða eitthvað fá sér bara nýjann prent hylkin eru almennt kominn í sama verð og prentarinn
enn ef þetta er þetta er eitthver almennilegur prentari þá byrja á að fá útskipt prent hilkunu
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Rusty skrifaði:Henda blekhylkinu undir vaskinn og nota eyrnarpinna á prentarann?
Ha? Nota eyrnapinna hvernig/hvar?
Ég ætla svo sannarlega að vona að þetta séu bara prenthylkin því þetta er ansi góður prentari, bara 2 ár síðan hann var keyptur í ELKO og hann er mjög vel farinn. Samt skrítið að ég setti bara ný litahylki í en skipti ekki um það svarta og samt get ég ekki prentað bara í svörtu eða svart hvítu. Það er eins og ef að það er rétt að litahylkin eru gölluð að þá séu þau að hafa áhrif á alla prentun, en ekki bara litaprentun. Getur það gerst?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- Græningi
- Póstar: 36
- Skráði sig: Fös 31. Okt 2003 17:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: 109
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Gerðu sjálfum þér greiða og eiddu ekki pening í ný hylki, prentarinn er dauður og fátt sem getur fengið hann til baka, eiddu frekar peningnum í nýjan prentara.
Eitt gott ráð handa öllum bleksprautu prentara eigendum:
EKKI taka hylkinn úr prentaranum fyrr en þú ert kominn með nýtt hylki, semsagt ekki fara með tóma hilkið í búðina "til að fá eins hylki" betra að skrifa bara hjá sér tegundina, þetta á sérstaklega við um Epson prentara þar sem þú færð ekki nýjan prenthaus með hylkinu.
Eitt gott ráð handa öllum bleksprautu prentara eigendum:
EKKI taka hylkinn úr prentaranum fyrr en þú ert kominn með nýtt hylki, semsagt ekki fara með tóma hilkið í búðina "til að fá eins hylki" betra að skrifa bara hjá sér tegundina, þetta á sérstaklega við um Epson prentara þar sem þú færð ekki nýjan prenthaus með hylkinu.
Makkinn er alls ekki fullkominn tölva hann lítur bara út fyrir það við hliðina á Windows vél.
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1127
- Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
- Reputation: 8
- Staðsetning: Rivertown
- Staða: Ótengdur
Ok, ég skil... Ég hef reyndar aldrei tekið hylkin úr og farið með þau til að kaupa eins. Nóg að muna bara prentara týpuna. En hvað meinaru með að maður fái ekki nýjan prenthaus með nýju hylki? Hvað er prenthausinn? Ég tek alltaf bara gamla blekið úr og set nýtt í. Er ég þá að gera eitthvað vitlaust eða?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]
-
- spjallið.is
- Póstar: 444
- Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Sigurður Ingi Kjartansson skrifaði:Gerðu sjálfum þér greiða og eiddu ekki pening í ný hylki, prentarinn er dauður og fátt sem getur fengið hann til baka, eiddu frekar peningnum í nýjan prentara.
Eitt gott ráð handa öllum bleksprautu prentara eigendum:
EKKI taka hylkinn úr prentaranum fyrr en þú ert kominn með nýtt hylki, semsagt ekki fara með tóma hilkið í búðina "til að fá eins hylki" betra að skrifa bara hjá sér tegundina, þetta á sérstaklega við um Epson prentara þar sem þú færð ekki nýjan prenthaus með hylkinu.
Ég lenti í þessu,með sama prentara Epson Stylus C64 og ég tók ekki gamla hylkið úr fyrr en ég skipti,samt fóru að koma rákir og fljótlega á eftir hætti hann bara að prenta á blöðin þó að blöðin renni í gegn með prenthljóðum.Notaði samt Orginal prenthylki frá framleiðanda.
Auðvitað rann ábyrgðin út 38 dögum fyrr og það tekur því ekki að gera við prentara þegar nýr kostar bara aðeins meira en bilanagreining=NÝR