Sælir. Vandamálið hjá mér er að ég er með harðan disk sem ekki sést í my Computer og heldur ekki í disk management, en hinsvegar sést hann þegar ég ætla að formatta windows eða þegar ég er að boota og er kominn í screenið þar sem maður fer inní BIOS en þar segir tölvan að hann sé alveg gersamlega troðinn sem ég eiginlega veit að hann er ekki þó svo að það sé svolítið langt síðan ég notaði hann seinast.
Þessi HDD er af gerðinni segate Baracuda og er 200 gb, ég á annan nákvæmlega eins og hann virkar með prýði.
Væri gaman að fá einhvern snilling til að hjálpa mér því ég er með svo mikið af mikilvægum gögnum á þessu.
Mjööög skrítin hdd
-
- Staða: Ótengdur