Getur þetta verið vírus?


Höfundur
Killah
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fim 23. Mar 2006 15:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Getur þetta verið vírus?

Pósturaf Killah » Fim 01. Jún 2006 12:22

Sælir vaktarar.

Vinur minn var að fá sér tölvu sem er að valda honum vandræðum. Málið er að þegar hann kveikir á tölvunni þá kemur logo og progressbar sem sýnir að biosinn er að loadast en þá frýs tölvan bara í annaðhvert skipti eða meira. Hann fór með hana í viðgerð og þar var sagt við hann að þetta væri örugglega vírus. En getur það virkilega verið? Getur vírus valdði því að biosinn frjósi? Er hann ekki alveg óháður því að tölva þarf að vera kominn inn í stýrikerfið svo að vírusinn geti keyrt og getur vírus nokkuð haft aðgang að stillingum í biosnum??

Er kannski bara verið að segja við hann að þetta sé vírus svo hægt er að rukka fyrir viðgerð, því þeir taka ekki ábyrgð á þessu.