Varðandi tölvu sem ég keypti. www.start.is


Höfundur
Killerade
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 03. Apr 2006 08:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Varðandi tölvu sem ég keypti. www.start.is

Pósturaf Killerade » Mið 05. Apr 2006 09:05

Ég póstaði smá grein á http://www.hugi.is/velbunadur um vandamál sem hefur verið að hrjá mig. Vill fá að senda þetta hingað inn og sjá hvort að svörin séu ekki í samræmi við það sem ég hef fengið á Huga.



Löng saga um leiðinda mál með fartölvu. Ekki hjálpuðu piltarnir í Start.is mikið.

Í byrjun á haust önn 2005 var ég að byrja í framhaldsskóla. Margir höfðu bent mér á að það væri mjög þægilegt að skippa öllum glósubókum og hafa bara tölvuna til að glósa, svo væri hún bara afþreying í götum.

Nú var ég í smá klípu...
Ég var búinn að vera að spila FPS leiki online í tvö ár á Nvidia Mx440 skjákorti, 512 mb ram og einhverjum 1.8 ghz (ca, man ekki, fór ekki yfir 2 ghz). Það var tölva á 80 þús kall úr Elko. Hún nýttist vel og ótrúlegt hvað var hægt að nauðga þessu Mx korti. En ekki var það lengi að verða úrelt. Ég spilaði Battlefield Vietnam frá upphafi til enda í verstu mögulegu grafík og öllum vandamálum sem manni gat dottið í hug. Ofan á alt hafði ég aldrei yfir meiru plássi að ráða en 80 gb.

Síðasta sumar tókst mér að safna vel upp fyrir tölvu en nú voru hlutirnir öðruvísi.
Ég flutti í reykjavík til systir minnar í pínu lítið herbergi til að stunda nám á tölvubraut í Iðnskólanum í Reykjavík og fór heim í Hveragerði um helgar.

Fartölva var farinn að virka á mann sem eina lausnin. Vandamálið var að finna eitthvað nógu öflugt svo ég væri ekki að eyða pening í vél sem mundi ekki skila mér neitt meira en gamla draslið.

Ég fer og leita í öllum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu og enda í Start. Þar rekst ég á þennan ágætlega útlýtandi lappa sem sló amk öllu öðru sem ég hafði rekið augun í. Svo útskýri ég hvernig málin standa fyrir þessum fína starfsmanni og hann segir mér að þessi tölva sé ekkert öðru vísi en borðtölva með sömu specs (ég vissi náttúrulega ekkert um lappa).
Svo var þetta Asus lappi sem hann útskýrir að sé með þeim betri sem maður fær. Hann var reyndar ekki með sýningareintak og þurfti bara að pannta hann.

Ég kaupi þessa tölvu og allt í einu er ég kominn með einhvern fínasta lappa, fyrir utan það að hann var algjört flykki. En Start sögðu að þeir hefðu ekki vitað um þyngd hanns, en gætu staðfest að hann væri fínn í skólann (pff...).
Svo ofan á allt fæ ég tösku með þessu sem lappinn passar ekki í. Hún tók lappa með 15" skjá en þessi var 15.4". Ég skila ehnni og þarf að borga mismuninn upp í aðra fínni tösku, var reyndar ekkert voða fúll yfir því.

Svo fer ég að nota lappan og kemst að því að diskadrifið er gallað. Frekar slæmt þegar mig var farið að langa að kíkja á server í Battlefield 2.
Ég fer með lappann til þeirra og þeir segjast þurfa að sérpanta nýtt drif, sem var btw "out of stock" úti, svo ég þarf að bíða og bíða. What do you know. Skjálfti 3 | 05 rennur upp og ég er skráður sem leader með lið í Call of Duty. Ég fer og segi þeim í Start frá stöðuni og þeir láta mig fá utanáliggjandi drif til að noita yfir skjálfta. Svo fer ég að spila, og hvað haldið þið að gerist nú? Sjákortið er gallað og CoD veður í texture problems. Ég neyddist til að spila á þessum skjálfta í Safe Mode til að fá sem fæst textur problems, en var þó ekki laus við þau. Best víst að taka það fram að ég var búinn að uppgötva þessi texture problems fyrir Skjálfta og láta þá vita, þeir sögðust ekkert geta gert á næstuni.

Nú fer ég frekar fúll upp í Start og útskýri að ég vilji bara fá nýtt eintak, eða jafnvel aðra tölvu. Þeir taka þessa Asus vél af síðuni sinni og taka inn Fujitsu Siemens Amilo M1425 velina, sem var að öllu leyti sambærileg hvað specs varðar. Hún var jafnvel léttari. Á þessum tímapunkti var ég samt kominn á það að ef ég ættlaði að halda í þetta lapparugl skipti þyngdin engu máli þar sem hún sæti bara á borðinu heima eins og borðtölva hvort eð er. Enginn tilgangur að hafa fartölvu í skólanum. Bækurnar kosta minna svo maður þarf ekki að passa eins upp á þær og eru meira að segja léttari. Amk í mínu tilfelli.

Þessi Amilo lappi gengur ágætlega. Mér finnst hálfpartinn eins og það hafi verið meiri kraftur í Asus lappanum ef ég ber saman BF2 í Amilo við þær örfáu mínútur sem ég náði að spila á hinum. Sérstaklega þar sem ég þarf að spila BF2 í öllum lægstu stillingum, og lagga ennþá smávægilega.
(Sem er einmitt á móti því sem Start sögðu við mig en þeir héldu því fram að þessi lappi réði við ALLA nýjustu leikina bara mjög vel.)

Svo gerist það að ég fer að sofa eina nóttina og er bara með lappan í gangi (auðvita tengdan rafmagni), og vakna svo og tek eftir mér til mikils hrylluings að bæði USB tengda lyklaborðið mitt og Razer músin mín virkuðu ekki. Virkuðu bara ekki USB tengin lengur.
Ég fer með tölvuna til þeirra og þeir halda því fram að það hafi komið skammhlaup í USB tengjunum og spurja hvort ég hafi mikið verið að taa úr sambandi og setja aftur í þau. Ég svaraði bara f sannleika neitandi. Þeir vissu ekkert hvað hafði skeð og enduðu með að flytja HDD úr lappanum mínum yfir í annan svona lappa. (Ég sá reyndar að þetta var sýningar eintakið sem þeir settu HDD minn í en það sást ekki á honum svo ég nennti ekki að fara að rífa mig að ástæðulausu.

Tvisvar búinn að þurfa að skila vél til þeirra.

Núna langar mig alveg hræðilega að skila þessum enn og aftur. Ég er kannski svolítið seinn í því en ég hef ágætan lista yfir hluti sem hafa plagað mig.

*Skjárinn verður alveg svartur og lýtur út eins og þegar tölvan er að starta sér, þegar allt þetta "dos- look-a-like" dæmi er, nema ekkert kemur. Bara gamla "góða" error hljóðið". Ég neyðist til að halda inni power takkanum til að drepa á honum. (Kemur ekki oft fyrir, kannski 1x - 2x í mánuði, virðist ekki skipta neinu máli hvað ég er að gera.)

*Leikir á gömlu Quake 3 vélini hafa allir sama vandamálið. Þegar ég er í Full screen get ég ekki stillt brightness. Verð að setja Window mode sem pirrar mig svakalega. Saa vandamál er í Call of Duty 2 (CoD1 var á Quake3 vélinni, þetta er samt ný vél). Þar get ég ekki einu sinni sett í window mode. Leikurinn er oft óþægilega dökkur og hef ég lent í slæmum málum þegar ég hef verið að keppa (deildarleiki even) og ekki séð neitt í myrkrinu.

*Half-Life 2 virkaði vel í medium gæðum á Mx440 skjákortinu gamla. Á þessu Radeon 9700 128 mb skjákorti, 1 gb ram og 1.8 ghz Intel örgjörva þá laggar leikurinn í ölli low. Svo þegar ég reyni að starta CS: Source, þá koma bara einhver tvö mismunandi error msg sem e´g skil ekkert í og leikurinn slekkur á sér.

*Margir örlítið eldri leikir hafa ekki virkað að sökum "Driver error" fyrr en ég patcha leikina. T.d. Championship Manager 01-02

*Ég fæ í sumum leikjum (Allt á Steam) skilaboð um að driverinn minn sé uout of date og mér bent á ATi síðuna. Þeir segjast ekki styðja þessa tegund af fartölvum og segja mér að fara á síðu framæeiðandans. Ég geri það og ég er þá bara með Nýjasta (og þann eina) driver sem þeir hafa.


Mér var sagt að þessi tölva mundi höndla svo mikið meira en hún getur, en allir þessir errorar og endalausu gallar. Ég er kominn með upp í kok.

Hef ég ástæðu til að skila tölvuni? Er ég of seinn? Ég ætti ekki að vera það þar sem hún er í 2 ára ábyrgð.



Ég mun seint fá mér fartölvu aftur. Held barasta að borðtölva sé á listanum næst og ég efast ekki um að margir séu sammála mér.

http://www.hugi.is/velbunadur/articles. ... Id=3300348


- Hjalti

Skjámynd

Mazi!
ÜberAdmin
Póstar: 1326
Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
Reputation: 1
Staðsetning: Skúrinn
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Mazi! » Mið 05. Apr 2006 09:12

sjitt ég las þetta allt. veit ekki hvað ég á að sega en ég skil að þú sért pirraður :shock:


Mazi -

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6466
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 300
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi tölvu sem ég keypti. www.start.is

Pósturaf gnarr » Mið 05. Apr 2006 09:13

Killerade skrifaði:Hef ég ástæðu til að skila tölvuni? Er ég of seinn? Ég ætti ekki að vera það þar sem hún er í 2 ára ábyrgð.[/i]


Skilafrestur og ábyrgð er algjörlega sitthvor hluturinn.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2780
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf zedro » Mið 05. Apr 2006 11:48

Ef að tölvan er ekki að gera það sem þér var sagt myndi ég skipta.
Ef þér var sagt "Hún getur höndlað alla nýjustu leikina" myndi ég
án efa láta skipta henni þar sem það er hreint og beint logið að þér.

En þarsem ég veit ekki hvað þú ert buinn að eiga hana lengi mæli ég
með því að tala við þá sem fyrst.

Einsog gnarr sagði þá er tölvan í ábyrgð en þú hefur samt engan rétt
þannig séð að skila henni, þar sem ábyrgðin beinist að öllum göllum
í "hardware'inu". Það eina sem þú getur fari framm á er það að tölvan
er langt í frá að geta það sem þér var sagt af sölumanni.

GL


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1696
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi tölvu sem ég keypti. www.start.is

Pósturaf Stutturdreki » Mið 05. Apr 2006 12:51

Trúi því að þú sért búinn að fá nóg en bottom line er bara að fartölvur eru ekki leikjatölvur! ATI 9700 mobile skjákort er ekki beint 'top of the line', veit náttúrulega ekki hvenær þú keyptir þetta en efast stórlega um að það ráði við alla nýjustu leikina í dag.

Og hefurðu prófað nýjasta driver pakkann frá ATI, hvað sem þeir segja. Þá er ég líka að tala um std. pakkann en ekki mobility driverana.

Djö.. gæti ég aldrei verið að selja tölvubúnað.. 90% af liðinu þarf ekkert að kaupa nýja tölvu því gamla dótið virkar alveg nógu vel fyrir það enþá og hin 10% eru að fara að kaupa eitthvað drasl sem stendur síðan ekki undir væntingum..




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mið 05. Apr 2006 15:14

Já þetta er með því versta sem ég hef heyrt. En svona til að draga einhvern lærdóm af þessu þá fær maður sér borðtölvu fyrir leikina, allavega enn sem komið er.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal


Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 05. Apr 2006 17:16

Hefurðu sett upp Windows á þessa vél sjálfur?

Ef svo er ertu þá ekki örugglega með alla drivera inni? (Mér dettur helst í hug chipset driverinn.)

En já, maður kaupir ekki fartölvu fyrir leiki, punktur.




Höfundur
Killerade
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mán 03. Apr 2006 08:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Killerade » Mið 05. Apr 2006 18:01

Birkir.
Nei, ég hef ekki gert það, en ég uppfærði yfir í XP Pro hinsvegar.

Og já, ég veit. Silly af mér að kaupa lappa til þess, en ég hafði ekki um margt að velja, vissi ekkert up fartölvur og tja... mér var víst sagt að það væri enginn munur á þessari vél og PC vél með sambærilegu hardware.


- Hjalti


Veit Ekki
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf Veit Ekki » Mið 05. Apr 2006 18:23

Mér finnst nú mjög lélegt að þér hafi verið sagt að fartölvan væri alveg álíka góð í leiki og borðtölva með sambærilega hluti innanborðs.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6466
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 300
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 06. Apr 2006 10:25

Killerade skrifaði:Birkir.
Nei, ég hef ekki gert það, en ég uppfærði yfir í XP Pro hinsvegar.


Þá þarftu mjög líklega að setja kubbasetts drivera upp aftur...


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3759
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 06. Apr 2006 15:45

Mér dettur DirectX í hug prófaðu að setja það upp aftur. Lenti í svipuðum vandræðum með HP labba allt laggaði eins og þvottabretti en speccarnir sögðu mér að tölvan ætti alveg að höndla cod 2 og þegar direct x var komið inn virkaði allt fínt.




Andri Fannar
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Fim 08. Jan 2004 20:53
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Andri Fannar » Fim 06. Apr 2006 17:33

Pandemic skrifaði:Mér dettur DirectX í hug prófaðu að setja það upp aftur. Lenti í svipuðum vandræðum með HP labba allt laggaði eins og þvottabretti en speccarnir sögðu mér að tölvan ætti alveg að höndla cod 2 og þegar direct x var komið inn virkaði allt fínt.


Hvernig laggar þvottabretti? :lol:


« andrifannar»

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3759
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 06. Apr 2006 21:45

Þvottabretti eru svona með rifum sem maður hoppar á milli, get my drift?




hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Reputation: 0
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hsm » Þri 11. Apr 2006 16:24

Í leik sem heitir Silent Hunter 3 eru gefin upp kort sem virka með leiknum og þar er tekið skírt fram að sömu kort í Lappa virka ekki með þessum leik, svo að það hlítur að vera einhver munur á ATI 9700 128mb lappakorti og ATI 9700 128mb venjulegu skjákorti í borðtölvum.
Annars hef ég ekki prufað það sjálfur.


**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard