Sælir.
Ég lenti í heldur óskemmtilegu atviki fyrir nokkrum dögum. Ég ætlaði nefninlega að formatta harða diskana, sem ég og gerði og var búinn að færa allt sem ég vildi geyma yfir á aðra tölvu. Nema hvað að þegar ég er svo búinn að formatta þá báða og setja upp windows á einn þeirra, þá kemst ég að því að ég gleymdi að færa það mikilvægasta yfir á hina tölvuna, sem voru nokkur word og excel skjöl. Og þessi skjöl voru á disknum sem windows er á núna. Þannig ég spyr ykkur, er hægt að ná í þessi skjöl aftur? Er tilbúinn að borga vel fyrir það, og er þá að tala um að láta einhvern fagmann í verkið.
Ná í gögn eftir format.
Það er alveg ágætur möguleiki á því að þú getir náð þessum gögnum aftur. En í hvert skipti sem þú skrifar eitthvað á diskinn minnkarðu þær líkur, og því þarftu að takmarka skaðan sem að þegar er skeður með því að hætta núna strax að nota Windows'ið á disknum sem þú vilt ná gögnunum af. Og þá á ég við að taka tölvuna úr sambandi um leið og þú ert búinn að lesa þetta svar.
Þá skaltu taka harða diskinn úr sambandi, og annaðhvort setja Windows upp á annan harðan disk í tölvunni þinni, eða fá að tengja formattaða diskinn við aðra tölvu.
Þá skaltu sækja eitthvað gagnabjörgunarforrit, ég mæli sterklega með forritinu 'Get Data Back for NTFS'. Það kostar reyndar eitthvað, en þú nefndir að þú værir til í að borga fyrir þetta, svo það ætti ekki að skipta máli.
Svo tengirðu formattaða diskinn við tölvuna sem þú settir gagnabjörgunarforritið upp á og lætur hann skanna diskinn og hann finnur þá vonandi þær skrár sem þig vantar.
Þú getur byrjað á því að prófa trial útgáfu af GDB til þess að athuga hvort að það finni þessar skrár, þarft síðan fullu útgáfuna til þess að geta bjargað gögnunum.
Ef að þú vilt að ég reyni þetta fyrir þig þá getum við athugað það, en ég er frekar upptekinn svo að það gæti tekið eitthvern tíma. Auk þess myndi ég ekki geta ábyrgst það að ég gæti bjargað gögnunum. Sendu mér bara skilaboð hérna á spjallinu.
Ástæðan fyrir því að það er hægt að bjarga format'uðum gögnum: Skrárkerfið heldur svokalla skrátöflu(MFT, Master File Table) yfir hvert einasta svæði á disknum sem getur innihaldið gögn. Þessi tafla segir síðan til um það hvaða skrá er á hverju svæði, eða hvort að svæðið er laust til notkunnar. Þegar diskur er formattaður eru svæðin sjálf ekki hreinsuð heldur eru þau bara merkt sem "tóm", en gögnin breytast ekki fyrr en svæðið er notað undir aðra skrá. Það þýðir að nýformattaður diskurinn inniheldur í raun öll þau gögn sem voru á honum fyrir formattið. En í hvert skipti sem eitthvað er skrifað á diskinn, t.d. Windows sett upp, er skrifað í eitthver svæði á disknum og þ.a.l. ekki hægt að bjarga gögnunum sem voru á þeim svæðum.
____________________________________________________________
Þá skaltu taka harða diskinn úr sambandi, og annaðhvort setja Windows upp á annan harðan disk í tölvunni þinni, eða fá að tengja formattaða diskinn við aðra tölvu.
Þá skaltu sækja eitthvað gagnabjörgunarforrit, ég mæli sterklega með forritinu 'Get Data Back for NTFS'. Það kostar reyndar eitthvað, en þú nefndir að þú værir til í að borga fyrir þetta, svo það ætti ekki að skipta máli.
Svo tengirðu formattaða diskinn við tölvuna sem þú settir gagnabjörgunarforritið upp á og lætur hann skanna diskinn og hann finnur þá vonandi þær skrár sem þig vantar.
Þú getur byrjað á því að prófa trial útgáfu af GDB til þess að athuga hvort að það finni þessar skrár, þarft síðan fullu útgáfuna til þess að geta bjargað gögnunum.
Ef að þú vilt að ég reyni þetta fyrir þig þá getum við athugað það, en ég er frekar upptekinn svo að það gæti tekið eitthvern tíma. Auk þess myndi ég ekki geta ábyrgst það að ég gæti bjargað gögnunum. Sendu mér bara skilaboð hérna á spjallinu.
Ástæðan fyrir því að það er hægt að bjarga format'uðum gögnum: Skrárkerfið heldur svokalla skrátöflu(MFT, Master File Table) yfir hvert einasta svæði á disknum sem getur innihaldið gögn. Þessi tafla segir síðan til um það hvaða skrá er á hverju svæði, eða hvort að svæðið er laust til notkunnar. Þegar diskur er formattaður eru svæðin sjálf ekki hreinsuð heldur eru þau bara merkt sem "tóm", en gögnin breytast ekki fyrr en svæðið er notað undir aðra skrá. Það þýðir að nýformattaður diskurinn inniheldur í raun öll þau gögn sem voru á honum fyrir formattið. En í hvert skipti sem eitthvað er skrifað á diskinn, t.d. Windows sett upp, er skrifað í eitthver svæði á disknum og þ.a.l. ekki hægt að bjarga gögnunum sem voru á þeim svæðum.
____________________________________________________________
Rangt! Passaðu hvað þú ert að fullyrða þegar þú veist greinilega ekki nóg um efnið. Ég vona bara að Bj4rki hafi ekki lesið þetta comment þitt og hætt að kíkja á þennan þráð.maro skrifaði:ef þú formattar er enginn leið að ná í þau
Reglurnar // gumol skrifaði:<div align="center">6. gr.
Ekki koma með fullyrðingar ef þú ert ekki viss um það sem þú ert að segja
Segðu t.d."ég held að ef að þú breytir MBR þá breytist partion table ekki" frekar heldur en
"ef að þú breytir MBR breytist partion table ekki" nema þú sért fullkomlega viss.</div>
MezzUp
Ég náði í þetta get data back, en ég gerði ekki eins og þú sagðir, þ.e að taka diskinn úr og setja windows upp á annan disk, heldur keyrði ég þetta beint og ég fann ekki neitt. Þýðir það að þetta sé farið?
Svo er líka eitt, ég geymdi þessa möppu með þessum skjölum á hinum harðadisknum, sem er líka formattaður en hefur ekki windowsið á, en ég færði svo möppuna yfir á hinn. Er hægt að ná í möppuna frá disknum sem ekki er með windowsið á?
Ég náði í þetta get data back, en ég gerði ekki eins og þú sagðir, þ.e að taka diskinn úr og setja windows upp á annan disk, heldur keyrði ég þetta beint og ég fann ekki neitt. Þýðir það að þetta sé farið?
Svo er líka eitt, ég geymdi þessa möppu með þessum skjölum á hinum harðadisknum, sem er líka formattaður en hefur ekki windowsið á, en ég færði svo möppuna yfir á hinn. Er hægt að ná í möppuna frá disknum sem ekki er með windowsið á?
Arg. Þegar þú setur upp forrit, þegar þú skoðar heimasíðu, þegar þú ræsir Windows af disknum með glötuðu gögnunum, þá minnkarðu líkur þínar á því að ná þessum gögnum. Áttarðu þig á því?Bj4rki skrifaði:Ég náði í þetta get data back, en ég gerði ekki eins og þú sagðir, þ.e að taka diskinn úr og setja windows upp á annan disk, heldur keyrði ég þetta beint og ég fann ekki neitt. Þýðir það að þetta sé farið?
Veit samt ekki afhverju þetta virkar ekki hjá þér. GDB ætti alltaf að finna einhverjar skrár. Gæti verið að það einfaldlega gangi ekki að skanna drifið sem að forritið er að keyra af, enda mældi ég alfarið gegn því. Svo gæti verið að þú sést að gera eitthvað rangt.
Hmm, næ þessu varla. Voru skrárnar á disknum þegar þú formattaðir hann? Eða er soldið síðan þær voru á honum? Er búið að nota diskinn eftir að þú formattaðir hann, eða tókst skrárnar af honum?Bj4rki skrifaði:Svo er líka eitt, ég geymdi þessa möppu með þessum skjölum á hinum harðadisknum, sem er líka formattaður en hefur ekki windowsið á, en ég færði svo möppuna yfir á hinn. Er hægt að ná í möppuna frá disknum sem ekki er með windowsið á?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 367
- Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
ég lenti í þessu sama með formatt og mér tókst að fá mest allt til baka... þegar að ég fattaði að ég hafði formattað og gleymt að færa nokkur gögn var ég búin að setja windows upp og slatta af forritum og læti. ég fór og sótti Get data back for NTFS og það má ekki innstala því á sama harðadisk og það á að fara bjarga af.... svo lét ég bara forritið runna og það gerði svona .img fæl og þar voru flest öll gögnin mín
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
[/quote]MezzUp skrifaði:Það er alveg ágætur möguleiki á því að þú getir náð þessum gögnum aftur
Ástæðan fyrir því að það er hægt að bjarga format'uðum gögnum: Skrárkerfið heldur svokalla skrátöflu(MFT, Master File Table) yfir hvert einasta svæði á disknum sem getur innihaldið gögn. Þessi tafla segir síðan til um það hvaða skrá er á hverju svæði, eða hvort að svæðið er laust til notkunnar. Þegar diskur er formattaður eru svæðin sjálf ekki hreinsuð heldur eru þau bara merkt sem "tóm", en gögnin breytast ekki fyrr en svæðið er notað undir aðra skrá. Það þýðir að nýformattaður diskurinn inniheldur í raun öll þau gögn sem voru á honum fyrir formattið. En í hvert skipti sem eitthvað er skrifað á diskinn, t.d. Windows sett upp, er skrifað í eitthver svæði á disknum og þ.a.l. ekki hægt að bjarga gögnunum sem voru á þeim svæðum.
en hérna þarf þá ekki að velja quick format ?
mig minnir nefnilega að það sé ekki hægt að bjarga gögnum ef að full format er valið
en nota bene... þá minnir mig þetta bara
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Mig minnir að munurinn á milli full og quick format sé sá að full format skannar diskinn líka eftir bad-sectors og merkir þá inná MFT. Hinsvegar er líka hægt að formatta diska með svokallaðri zero-fill-drive aðferð, en þá eru öll áðurnefnd svæði á tæmd.urban- skrifaði:en hérna þarf þá ekki að velja quick format ?
mig minnir nefnilega að það sé ekki hægt að bjarga gögnum ef að full format er valið
en nota bene... þá minnir mig þetta bara
Það gæti hinsvegar verið að full-format eyði sjálfum gögnunum, ég þori bara ekki að fara með það. Einhver sem getur staðfest þetta fyrir okkur?
-
- Kóngur
- Póstar: 6489
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 312
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Bj4rki skrifaði:MezzUp
Ég náði í þetta get data back, en ég gerði ekki eins og þú sagðir, þ.e að taka diskinn úr og setja windows upp á annan disk, heldur keyrði ég þetta beint og ég fann ekki neitt. Þýðir það að þetta sé farið?
Svo er líka eitt, ég geymdi þessa möppu með þessum skjölum á hinum harðadisknum, sem er líka formattaður en hefur ekki windowsið á, en ég færði svo möppuna yfir á hinn. Er hægt að ná í möppuna frá disknum sem ekki er með windowsið á?
Ég get ekki sagt að þú sért vitur maður. Þér er sagt með feitletruðum stöfum "taka tölvuna úr sambandi um leið og þú ert búinn að lesa þetta svar" Til að geta bjargað þessum "mikilvægu gögnum" og þú heldur bara áfram að nota hana.
Það er verið að benda þér á næstum fría aðferð til að gera hlut sem þú ert "tilbúinn að borga vel fyrir", og þú klúðrar svona crucial hlut... Ég meina, hvað ertu að hugsa drengur?!?
Annars er hægt að bjarga gögnum með demoinu af GetDataBack, en ég ætla ekki að pósta henni hér nema að þú farir eftir þeim leiðbeiningum sem við erum að gefa þér og þú finnir eitthvað.
ótrúlegt....
"Give what you can, take what you need."
-
- spjallið.is
- Póstar: 444
- Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Alveg sammála gnarr.
Til hvers eru menn að biðja um hjálp hérna á vaktinni ef þeir fara svo ekki eftir þeim ráðum sem þeir fá.
MezzUp lýsti þessu mjög nákvæmlega í svarinu sínu.
"Þá skaltu taka harða diskinn úr sambandi, og annaðhvort setja Windows upp á annan harðan disk í tölvunni þinni, eða fá að tengja formattaða diskinn við aðra tölvu."
HVAÐ af þessu skildi Bj4rki ekki,ég næ því bara ekki.
Til hvers eru menn að biðja um hjálp hérna á vaktinni ef þeir fara svo ekki eftir þeim ráðum sem þeir fá.
MezzUp lýsti þessu mjög nákvæmlega í svarinu sínu.
"Þá skaltu taka harða diskinn úr sambandi, og annaðhvort setja Windows upp á annan harðan disk í tölvunni þinni, eða fá að tengja formattaða diskinn við aðra tölvu."
HVAÐ af þessu skildi Bj4rki ekki,ég næ því bara ekki.
Asus P5N-E-SLI, E6300@3.5GHz m/Termalright Ultra, 4x1GB CL4 Black Dragon minni,Gigabyte 9600GT SLI@800MHz,160GB+500GB+2x1TB, pakkaði inn í Coolermaster Elite 332.