Vandamál með Móðurborð, CPU eða minni


Höfundur
aip
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 25. Sep 2004 18:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandamál með Móðurborð, CPU eða minni

Pósturaf aip » Fös 17. Feb 2006 21:35

Ég er með Abit AG8 móðurborð og Intel Prescott socket 775 örgjörva. Núna allt í einu er tölvan farin að slökkva á sér í ræsingu (þ.e. áður en hún fer í Windows startup þannig að þetta er ekki software). Það koma engir blue screen, rafmagnið fer bara allt í einu af. Stundum nær tölvan að komast í Windows en slekkur svo fljótlega á sér.

Á móðurborðinn er svo 2 stafa LED sem á að sýna hvar tölvan er stödd í ræsingu en þetta númer breytist á svona sekúndu fresti, algjörlega random. Það er ekkert hægt að lesa úr þessu.

Tölvan sýnir líka furðuleg villuskilaboð í BIOS, t.d. voru skilaboð um að örgjörvinn hefði breyst, þ.e. að það hafi verið skipt um örgjörva og ég ætti að reconfigura BIOSinn.

Ég er búinn að vera að reyna að sjá eitthvað pattern en þetta virðist vera nokkurnvegin random en ég hef tekið eftir því að tölvan slekkur oft á sér í minnistestinu og hún heldur sér lengur í gangi ef það hefur ekki verið kveikt á henni í langan tíma.

Hefur einhver hugmyndum um hvaða íhlutur er bilaður? Mig grunar að þetta sé Móðurborð, örgjörvi eða minni.




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fös 17. Feb 2006 21:44

Fyrst að biosinn er að rugla hefuru prufað að gera clearcmos ?




Höfundur
aip
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 25. Sep 2004 18:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf aip » Fös 17. Feb 2006 21:45

Já ég prófaði að taka CMOS úr sambandi en það lagar ekki vandamálið




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fös 17. Feb 2006 21:48

Kom þetta bara allt í einu ekkert búið að koma fyrir tölvuna bara búinn að standa á þessum stað og ekkert búið að gerast ?




Höfundur
aip
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 25. Sep 2004 18:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf aip » Fös 17. Feb 2006 21:52

Ég var reyndar nýbúinn að þrífa örgjörva viftuna og setja í hana minni en tölvan var þó að virka eftir það. Svo einhverjum dögum seinna fór hún að slökkva á sér. Ástæðan fyrir því að ég þreif viftuna var að örgjörvinn hafði hitnað fullmikið vegna þess að viftan var orðin eitthvað slöpp.




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Fös 17. Feb 2006 21:55

Var hann eitthvað að hitna svona mikið eftir það ?




Höfundur
aip
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 25. Sep 2004 18:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf aip » Fös 17. Feb 2006 21:56

Móðurborðið gefur frá sér læti þegar örgjörvinn hitnar of mikið en það gerðist ekkert eftir að ég blés úr viftunni




Höfundur
aip
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 25. Sep 2004 18:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf aip » Mán 20. Feb 2006 16:19

Þetta hefur verið leyst.

Vandamálið var að örgjörvinn var ónýtur eftir að hafa ofhitnað.




Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Reputation: 14
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Pósturaf Blackened » Mán 20. Feb 2006 20:54

úff.. sá hlýtur að hafa fengið að hitna fyrst að hann varð ónýtur :/




@Arinn@
Kerfisstjóri
Póstar: 1280
Skráði sig: Þri 03. Maí 2005 18:39
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf @Arinn@ » Mán 20. Feb 2006 21:05

Nahh hann hefur verið í svona 70-75 °C í nokkra mánuði :D þá er það ekkert skrítið.