*lagað* Video spilast á báðum skjáum (playonmy bull)


Höfundur
Gandalf
Nörd
Póstar: 125
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

*lagað* Video spilast á báðum skjáum (playonmy bull)

Pósturaf Gandalf » Mán 26. Des 2005 13:46

edit: hefði svo sem mátt vita það, reinstall á driver lagaði þetta :)

Góðan daginn, veit ekki alveg hvort þetta eigi að vera á þessum korki, eða windows, en læt það flakka hér.

Ég er með tvo skjái. Einn nýjan LCD, en einn gamlan sem er svona frekar fucked up. Ég er með þá þannig stillta að lcd skjárinn ér primary og þar er ég með start takkann og allt system tray og bara eins og venjulegan skjá, en á gamla skjánum er ég með taskbar sem er tómur (enginn start takki og ekkert system tray), en forrit sem eru opinn á þeim skjá sjást í taskbarnum.
Nú fyrir stuttu fór ég að taka eftir að þegar ég hægri smellti á .avi eða .mpg fæla, þá var neðst í þessum "right click menu" (fyrir neðan properties) flipi sem á stóð "Play on my" og þaðan var hægt að velja "analog" (gamli skjárinn) og svo "view sonic" (nýi skjárinn). Auk þess flashaði skjárinn alltaf pínulítið.
Ég prufaði að ýta á view sonic möguleikann og þá opnaðist wmp í bæði nýja skjánum og þeim gamla, en í þeim gamla var hann full screen og ekkert hægt að fikta í honum fyrr en ég lokaði wmp glugganum í nýja skjánum.
Sem sagt, hann opnaðist tvöfalt, en ekki ein mynd sem var breidd yfir báða skjáina.
Það leiðinlegasta við þetta er svo að gamli skjárinn er kominn með eitthvað alsheimers og restartar alltaf stillingunum þegar svona full screen mode eða miklar breytingar verða á upplausn. Þannig að hann verður hálf svartur og lögunin á myndinni er frekar gölluð (= ég þarf að eyða svona 1/2 mín í að laga).
Þetta alltsaman er frekar pirrandi, þannig að ég fór á google og fann síðu þar sem talað var um þetta playonmy dæmi.
Þar komst ég að því að þetta er eitthvað sem nividia lét í einhverja drivera og meirihlutinn af notendunum notar aldrei. Fann svo leiðbeiningar um að maður gæti remove-að þennan fídus í regedit sem ég og gerði.
Þannig að núna er þessi playonmy flipi farinn og skjárinn flashast ekki lengur þegar ég hægri smelli á video fæla.
En vandamálið er ennþá að video fælar opnast í báðum gluggunum og analog skjárinn endurræsir allar stillingar.

Þannig að er einhver sem hefur lent í svipuðum aðstæðum eða veit hvernig á að laga þetta.

Edit: er með Geforce 6600 gt ef það skiptir máli.

p.s. ég veit að þetta með að skjárinn restartar stillingunum er væntanlega bara afþví að það er lélegur skjár, en þetta með að hann opnist á báðum skjáunum er vandamálið.


"Of course I'm home. I'm always home. I'm uncool."
//Lester Bangs - Almost Famous