Sælir vaktarar
Ég ákvað fyrir stuttu að kaupa mér jólafgjöf handa sjálfum mér , og skyldi sú gjöf vera nýr skjár.
Ég hef ákveðið að fá mér 20" LCD skjá og hef fundið 2 sem mér líst mjög vel á:
ViewSonic 2030b
og
Dell UltraSharp 2001FP
Báðir kosta það sama en ViewSonic sýnist mér vera aðeins betri ef eitthvað er, t.d. betri response time.
Nú, málið er að ViewSonic skjárinn er alveg glænýr og er ekki kominn til landsins ennþá. Útaf hann er svo nýr þá eru heldur engin reviews komin af honum á netið þannig að maður veit í rauninni ekki hvernig hann er, á meðan Dell skjárinn virðist koma vel útúr flestum reviews.
Þá er komið að spurningunni, ætti maður að bíða eftir ViewSonic skjánum (ætti að koma fljótlega eftir áramót, jafnvel milli jóla og nýárs) eða ætti maður að skella sér á Dell skjáinn?