Síða 1 af 1

VR Headset (reddað)

Sent: Fim 05. Okt 2023 11:29
af Selurinn
Er að forvitnast hvort einhver er tilbúinn að láta af sér VR headset gegn pening?
Væri aðallega mest spenntur fyrir Index en veit að Valve hafa aldrei opinberlega sent það hingað til landsins.
Er opinn fyrir öllu, hef aldrei fjárfest í svona áður svo þyrfti að fá allt sem tilheyrir þessu.

Er ekki mikill markaður fyrir þessu hérna, ég leitaði aðeins og fann nánast enga pósta. Hver er besta leiðin til að verða sér útum svona eins og fyrir indexinn? Kaupa sér það í gegnum ebay?

Svarið eða sendið PM

Takk takk

Re: VR Headset

Sent: Fim 05. Okt 2023 17:01
af asgeirj
veit að þetta er langt frá því að vera spennandi..... en ég á Oculus GO esm þú mátt fá á klink ef þú hefur áhuga.
Keypti þegar það kom út - er bara 3DoF sem úrskýrir kannski af hverju það var notað í 2-3 klst og hefur bara safnað ryki síðan þá.
Örugglega ok fyrir basic video gláp en ekkert meira en það.

Re: VR Headset

Sent: Fim 05. Okt 2023 19:04
af Selurinn
Virkar örugglega ekki nógu vel sem ég er að hugsa þetta fyrir. Eitthvað á borð við leiki eins og half life alyx

Re: VR Headset

Sent: Fim 05. Okt 2023 19:30
af arnarb9
Er með Oculus rift CV1 með 2 controllers og 2 skynjara hef ekkert notað það af viti vegna aðstöðu virkaði vel í alla leikina

Re: VR Headset

Sent: Fim 05. Okt 2023 19:44
af Selurinn
arnarb9 skrifaði:Er með Oculus rift CV1 með 2 controllers og 2 skynjara hef ekkert notað það af viti vegna aðstöðu virkaði vel í alla leikina


pm

Re: VR Headset

Sent: Fim 05. Okt 2023 22:33
af gfkhdn
Ég keypti HP Reverb G2 sem er frábært headsett á walmart í fyrra, það er á tilboði núna á 399usd á Walmart og þú getur fengið það sent í gegnum MyUs
Þegar ég keypti það þá kostaði það 499USD og var það komið heim með öllum kostnaði, sendingarkost+tollar á um 85.000
Ég átti Oculus Quest2 fyrir og er ekki hægt að bera þessi tvö saman á nokkurn hátt.
Ég nota það fyrir MSFS2020

Headsett
https://www.walmart.com/ip/HP-1G5U1AA-R ... om=/search

MyUs
https://www.myus.com/

Re: VR Headset (reddað)

Sent: Lau 07. Okt 2023 01:04
af Selurinn
Búinn að redda þessu, takk fyrir aðstoðina