Síða 1 af 1

ÓE 12th gen Intel örgjörva ódýrt

Sent: Fim 09. Feb 2023 18:20
af tomasandri
Mig vantar 12th gen intel örgjörva, eins ódýrt og hægt er

Var að kaupa 13700k og MSI Z690-P með því, sem að postar ekki

Komst að því að ég þarf að update-a BIOSið til að fá 13th gen stuðning, en til að geta gert þarf þarf ég að vera með 12th gen CPU ](*,)

Það eru i3 12100 á ca 25k í tölvu verslunum en ég væri alveg til í eitthvað ódýrara þar sem ég er bara að nota þetta í að uppfæra BIOSið :)

Re: ÓE 12th gen Intel örgjörva ódýrt

Sent: Fim 09. Feb 2023 20:22
af eythor95
Gætir líka fengið einhvern til að setja BIOS Flashbackið á USB kubb, þarft ekki að hafa cpu á móðurborðinu fyrir það einu sinni :D

Re: ÓE 12th gen Intel örgjörva ódýrt

Sent: Fös 10. Feb 2023 01:56
af tomasandri
eythor95 skrifaði:Gætir líka fengið einhvern til að setja BIOS Flashbackið á USB kubb, þarft ekki að hafa cpu á móðurborðinu fyrir það einu sinni :D

Ætlaði akkúrat að gera það en komst svo að því að Z690-P er með fáu borðunum sem eru ekki BIOS Flashback ](*,) Það er til staðar á Z690-A týpunni en ekki á P

Maður þarf eiginlega að gúggla þetta móðurborð með quotes í kringum til að fá svör varðandi P týpuna frekar en A týpuna

Ætla að bjalla í TL á morgun og sjá hvort þeir geti ekki aðstoðað mig með þetta eða leyft mér að skipta út fyrir annað móðurborð, það bara hlýtur að vera hægt að redda þessu

Mesta vesenið er að ég bý á vestfjörðunum og fékk þetta í pósti, en er heppilega að fara í bæinn á morgun

Re: ÓE 12th gen Intel örgjörva ódýrt

Sent: Fös 10. Feb 2023 07:38
af eythor95
tomasandri skrifaði:
eythor95 skrifaði:Gætir líka fengið einhvern til að setja BIOS Flashbackið á USB kubb, þarft ekki að hafa cpu á móðurborðinu fyrir það einu sinni :D

Ætlaði akkúrat að gera það en komst svo að því að Z690-P er með fáu borðunum sem eru ekki BIOS Flashback ](*,) Það er til staðar á Z690-A týpunni en ekki á P

Maður þarf eiginlega að gúggla þetta móðurborð með quotes í kringum til að fá svör varðandi P týpuna frekar en A týpuna

Ætla að bjalla í TL á morgun og sjá hvort þeir geti ekki aðstoðað mig með þetta eða leyft mér að skipta út fyrir annað móðurborð, það bara hlýtur að vera hægt að redda þessu

Mesta vesenið er að ég bý á vestfjörðunum og fékk þetta í pósti, en er heppilega að fara í bæinn á morgun



Aaaah… yikes, það er ves.. þeir hljóta nú samt að geta aðstoðað við það, trúi ekki öðru!

Re: ÓE 12th gen Intel örgjörva ódýrt

Sent: Fös 10. Feb 2023 07:56
af Hausinn
Tölvutek hafa verið að flassa móðurborð. Yrði eflaust ódýrara og einfaldara að fara bara þangað.

Re: ÓE 12th gen Intel örgjörva ódýrt

Sent: Fös 10. Feb 2023 16:45
af tomasandri
Jæja, stökk á verkstæðið hjá TL og þeir redduðu þessu víst :happy
Næ samt ekki að staðfesta hvort það hafi gengið fyrr en á sunnudaginn þegar ég kemst aftur heim, en ég ætla að vera bjartsýnn og segja að ég þurfi ekki 12th gen örgjörva lengur! \:D/