Síða 1 af 1

Átt þú tölvuviftu fyrir góðgerðarmál?

Sent: Lau 12. Des 2020 23:26
af osek27
Sælir vaktara

Ég og vinnufélagi minn erum að reyna stofna rafíþróttir í sveitarfélaginu okkar, verkefnið er búið að vera í gangi seinasta ár.
Við erum komnir með næstum því tilbúnar tölvur, okkur vantar nokkra parta í viðbót í hana. Budgetið sem við fengum í þetta verkefni frá sveitarfélaginu er búið og okkur vantar enn svona litla hluti til að gera þetta tilbúið.

Okkur vantar kassaviftur í tölvurnar og er að pæla hvort að þið hafið einhverjar viftur hjá ykkur sem safnar bara ryki í geymslu?
Ef þið eruð til í að styðja okkur og gefa okkur kassaviftu endilega heyrið í mér í skilaboðum.

Annað, við erum með Wraith spire kælingu fyrir örgjorvan sem er mér finnst frekar léleg, ef einhver er með kælingu fyrir AM4 móðurborð sem vill losna við má endilega heyra í mér.

Svo líka eitt. Veit einhver hvort það sé einhver sjóður/styrkur/fyrirtæki sem gæt styrkt okkur með þetta verkefni?

Re: Átt þú tölvuviftu fyrir góðgerðarmál?

Sent: Sun 13. Des 2020 07:34
af Gislos
Á tvær 120mm viftur sem þið getið fengið. Hvaða sveitarfélag er þetta?

Re: Átt þú tölvuviftu fyrir góðgerðarmál?

Sent: Sun 13. Des 2020 10:40
af jonsig
Ég myndi ekki kalla þetta góðgerðarmál. En ég á tvær viftur amk sem ég má missa

Re: Átt þú tölvuviftu fyrir góðgerðarmál?

Sent: Sun 13. Des 2020 12:15
af stefandada
Átt skilaboð

Re: Átt þú tölvuviftu fyrir góðgerðarmál?

Sent: Sun 13. Des 2020 12:46
af osek27
Við erum staðsettir í Þorlákshöfn, Sveitarfélagið Ölfuss.

Re: Átt þú tölvuviftu fyrir góðgerðarmál?

Sent: Sun 13. Des 2020 13:13
af Hestur
Já ég á 1 stk Cooler master Silencio FP 140 (red) viftu, ennþá í óopnuðum kassa.
Getið fengið hana ef þið viljið, sendið mér bara pm

https://www.newegg.com/cooler-master-r4-s4cr-14pr-r1-case-fan/p/N82E16835103216