Síða 1 af 1
[ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 18. Maí 2020 12:20
af Dóri S.
Ég er með Ryzen 7 3800x sem ég þarf að koma í móðurborð sem fyrst.
Er ekki einhver sem keypti ekki alveg móðurborðið sem þeim vantaði og langar að skipta eða uppfæra?
Ef þú ert í þeirri aðstöðu vil ég endilega kaupa notað X570 móðurborð á sanngjörnu verði.
Ég er líka að leita að DDR4 vinnsluminni, það þarf að vera 3200mhz eða meira. Ég er helst að leita að 32gb (2x 16ghb) en skoða flest.
Takk.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 18. Maí 2020 22:29
af Dóri S.
Engan sem langar að skipta um X570 móðurborð?
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 18. Maí 2020 22:36
af jonsig
Flestir sem kaupa x570 eru líklega að future proofa sig til að upgradea hugsanlega í ryzen 4000.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 18. Maí 2020 23:06
af Dóri S.
jonsig skrifaði:Flestir sem kaupa x570 eru líklega að future proofa sig til að upgradea hugsanlega í ryzen 4000.
Það er satt, en svo eru líka einn og einn sem vantar svo einhverja headers, eða eru að skipta um litaþema eða fíla ekki bios-inn í Gigabyte og vilja fara aftur í ASUS, eða álíka.
Það allavega sakar aldrei að spyrja.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Sun 31. Maí 2020 20:48
af Dóri S.
Bjartsýnis-bump!
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Sun 31. Maí 2020 21:55
af jonsig
Af hverju ferðu ekki bara í B450?
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Sun 31. Maí 2020 22:20
af Dóri S.
jonsig skrifaði:Af hverju ferðu ekki bara í B450?
Ætlaði fyrst að gera það en fékk að vita að það gengi ekki upp með örgjörvanum sem ég er með. En mér bara liggur ekkert á, mun sennilega kaupa þetta fullu verði í vikunni ef ég finn ekkert notað. (Reyni alltaf að kaupa notað frekar en nýtt.)
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Sun 31. Maí 2020 23:12
af jonsig
Bara ekki kaupa x570 msi móðurborðin, þau eru skelfileg. En gera ágætis línu af móbos fyrir intel á sama tíma.
MSI drasl
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 00:40
af Atvagl
Hvað kemur til Jonsig? Væri gott að vita af hverju þau eru svona léleg...
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 08:16
af Dóri S.
Atvagl skrifaði:Hvað kemur til Jonsig? Væri gott að vita af hverju þau eru svona léleg...
Af einhverjum ástæðum eru þau að keyra rosalega heit. VRM virðist bara ekki vera nógu vel hannað fyrir þetta chipset og örgjörva.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 09:17
af jonsig
Já, held að maður þurfi að splæsa í MSI godlike til að losna við vrm hitann eða tomahawk sem þeir smíðuðu útaf þessu klúðri með móðurborðin sem voru midrange. En þau eru ekki ódýr.
Þá er spurning að kaupa ekki frekar bara frá öðrum framleiðanda sem er ekki alltaf á skrika í gæðum. Eins og ódýrasta phantom gaming 4s x570 8-vrm fasa lék sér að 3900x,ég varð ekki var við neina massíva vrm hita. Þó ég hafi "uppfært" í x570 steel legend og sá engann mun nema eitthvað lægri vrm hita
En já ég er alls ekki að tala fyrir fleirri fleirri buck módúlum má móðurborðum, það er bara eitthvað MJÖG skrítið með entry og mid range hjá msi
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 09:41
af jonsig
Atvagl skrifaði:Hvað kemur til Jonsig? Væri gott að vita af hverju þau eru svona léleg...
Ég var með hyperlink undir póstinum sem ég sagði þetta. Málið er að þetta eru einu svona 200$+ móðurborðin sem eru að tíðni throttla cpu útaf hitamyndun með aðeins 3800X ef ég man rétt. Og þá pottþétt á 3900X- 3950X
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 09:46
af Atvagl
Já, ég sé það núna... Einhverra hluta vegna var hyperlinkurinn ekki undirstrikaður hjá mér, gæti verið dark mode á Vaktinni sem er að valda.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 10:02
af Dóri S.
Ef ég kaupi nýtt var ég að hugsa um eitthvað eins og þetta:
https://www.asus.com/Motherboards/PRIME-X570-P/
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 10:18
af jonsig
já þetta er flott fyrir utan kannski realtek lan nic á þessu, Asrock phantom gaming hefur intel chipset sem er meira sexy, en hefur aumingjalegri heatsink á vrm. Ég hefði bætt við 9k og fengið mér ASUS TUF gaming til að fá feitlagnari VRM getu eða asrock steel legend til að losna við þetta realtek lan chipset.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 10:20
af Dóri S.
jonsig skrifaði:já þetta er flott fyrir utan kannski realtek lan nic á þessu, Asrock phantom gaming hefur intel chipset sem er meira sexy, en hefur aumingjalegri heatsink á vrm. Ég hefði bætt við 9k og fengið mér ASUS TUF gaming til að fá feitlagnari VRM getu eða asrock steel legend til að losna við þetta realtek lan chipset.
Það er solid ráðgjöf
Takk.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mán 01. Jún 2020 10:44
af jonsig
Ekki málið, varð að segja þér þetta því TDP á 3800X er 105W, hann er kannski að éta rétt um 200W í peak og þá verða VRM á ódýrum móbós heit, þó langt undir max hitastigi en það er alltaf þessi þumalputtaregla Arrhenius jöfnu, 10c° hækkun á hitastigi, helmingar endingu í hluta.
Re: [ÓE] X570 móðurborði og DDR4 vinnsluminni =/>3200mhz
Sent: Mið 03. Jún 2020 16:09
af Ommsi77
Er með 2 8gb DDR4 3600mhz 12Þ
er líka með móðurborð sem ég vill uppfæra ef einhver vill.. H310CM-itx\ac 10Þ
annað
1070 gtx 8gb fer á 35þ