Síða 1 af 1

ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Mið 26. Feb 2020 14:05
af asgeirbjarnason
Hæ.

Mig vantar low-profile single slot skjákort. Skiptir nánast engu máli hversu gott það er því þetta verður bara console í heimaserver hjá mér. Á einhver eitthvað hentugt fyrir mig?

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Mið 26. Feb 2020 15:22
af Dr3dinn
á eitt auka 960 4gb eða 6gb sem þér er velkomið á fá ási zeron minn.... :)

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Mið 26. Feb 2020 17:15
af asgeirbjarnason
Hmm... Er það low-profile og single slot? Vissi ekki að það væru til 960 kort í þeirri stærð, en ef svo er þá væri ég mjög til í það!

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Mið 26. Feb 2020 18:11
af Dr3dinn
asgeirbjarnason skrifaði:Hmm... Er það low-profile og single slot? Vissi ekki að það væru til 960 kort í þeirri stærð, en ef svo er þá væri ég mjög til í það!


Prófaðu bara, þetta má hverfa.

samt ekkert tiny tiny.... en minna en allt nyja dotið..

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Mið 26. Feb 2020 18:22
af elri99
Er með MSI HD 4350 og MSI R5450 ef það hjálpar eitthvað.

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Fös 28. Feb 2020 09:24
af asgeirbjarnason
elri99 skrifaði:Er með MSI HD 4350 og MSI R5450 ef það hjálpar eitthvað.


Það gæti verið að þetta þurfi að vera PCIe 3.0 til að móðurborðið mitt samþykki það og ég hef ekki fikttíma til að staðfesta það strax. Fæ kannski að heyra í þér eftir einhverja daga þegar ég er viss.

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Fös 28. Feb 2020 11:52
af gnarr
Það er þá mjög skrítið móðurborð.

Öll PCIe kort eiga að virka í öllum PCIe raufum.

PCIe 4.0 kort getur farið í PCIe 1.0 rauf og PCIe 1.0 kort getur farið í PCIe 4.0 rauf.

Það er meira að segja hægt að setja PCIe 4.0 16x kort í PCIe 1.0 1x rauf (ef maður tekur burt keying'ið á endanum á raufinni).

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Fös 28. Feb 2020 16:46
af asgeirbjarnason
gnarr skrifaði:Það er þá mjög skrítið móðurborð.


Í rauninni ekki skrýtið móðurborð heldur bara ég að gera skrýtna hluti með það. Er sem sagt að gera heimaserver með mini-ITX móðurborði, en ég þarf helst meiri virkni en 1 PCIe rauf býður uppá, svo ég er að prófa að nota PCIe bifurcation til að splitta 1x16 raufinni í fleiri, minni raufar með þessum bifurcation riser.

Náði að boota og þekkja tvö PCIe 2.0 kort samtímis (skjákort og SATA kort) en þegar ég prófaði annað PCIe 3.0 SATA kort þá náði ég ekki að ræsa vélina.

Re: ÓE litlu, crappy skjákorti

Sent: Fös 28. Feb 2020 21:14
af Hrímir
sælir ég er með radeon x1600 pro 256mb vram.