AsgeirM81 skrifaði:Hver er verð hugmyndinn þín á svona pakka?
T.d. bara það sem að er á myndinni sem þú settir, inn kostar um 211þús fyrir Direct drive búnaðinn og svo festingar fyrir hann á 35þús, stýrið sjálft á 52þús og festing fyrir það á 28þús. Heildar pakki upp á 326þús, og þá vantar sendingarkostnað til Íslands sem að er tæp 18þús, eða 344þús hingað komið.
Síðan varðandi direct drive stýri, þá þarf að festa þetta við eitthvað sem að er ekki að fara að gefa sig, þá helst sérhæfð rig, skrifstofuborðið hentar alls ekki, þar sem þessi stýri geta framleitt slatta af afli, t.d. stýrið á myndinni getur haldið 20 nm stöðugu, og farið af og til upp í 25 nm, svo að það gæti valdi nokkrum skaða, eins og að brjóta á þér úlnið.
Þar sem að þú ert nýr í Sim-racing, eða a.m.k. búnaði, þá myndi ég mæla byrja með t.d. Logitech eða Thrustmaster stýri.
geri mér fulla grein fyrir verði á þessu, búin að skoða öll verðinn á þessu dóti hjá fanatec og öðrum. Setti þessa mynd inn bara uppá funnið. Þetta kit kemur ekki út fyrir en í vetur og er yfir budget sem ég mundi eyða í.
Búin að skoða það sem þeir eru með hjá Fanatec og get setti saman ágætann pakka á 136k fyrir toll, auðvita smá kostnaður en er bara að tjekka hvort einhver á svona kit notað og hefur áhuga á selja.
en hef svo lítin áhuga að brenna penninga í Logitech eða Thrustmaster